Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 35
Kynningarblað Innrömmun, upplímingar, forvarsla, viðgerðir, Feng Shui og góð ráð. SPEGLAR FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2013 &INNRÖMMUN Innramma rinn ehf. hef ur starfað um þrettán ára skeið en f yrirtækið f lutti í eigið húsnæði við Rauðarárstíg árið 2007 og hefur verið þar síðan. Á síðasta ári tóku nýir eigendur við fyrirtækinu og er það nú rekið í samvinnu við Gallerí Fold sem stendur einnig við Rauðarárstíg. Georg Þór Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Innrammaranns, segir fyrirtækið vera búið öllum fullkomnustu tækjum sem völ er á, svo sem sjálfvirkum neglingar- vélum og loftknúnum glerskerum. „Fyrirtækið getur því boðið upp á mikla framleiðslugetu á mjög hag- stæðu verði auk þess sem starfs- menn fyrirtækisins eru reynslu- miklir og leggja mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu.“ Georg er með alþjóðlega gráðu í innrömmun auk þess sem Inn- rammarinn er eina rammaverk- stæðið hér á landi sem er með- limur alþjóðlegu samtökunum Fine Art Trade Guild. Fyrirtækið starfar því samkvæmt ströngum gæðastöðlum sem samtökin setja. Fullkomin kartonskurðvél Innrammarinn fjöldaframleiðir karton og fékk nú í október tölvu- stýrða kartonskurðarvél sem er sú fullkomnasta sem flutt hefur verið til landsins. „Auk þess bjóð- um við upp á lagerhald á karton- um fyrir ljósmyndara og versl- anir sem geta þannig gengið að tilbúnum kartonum án þess að þurfa að sitja með fjármuni fasta í birgðum.“ Innrammarinn býður upp á alla almenna innrömmun auk þess að bjóða upp á upplímingar á myndum. Innrammarinn hefur, auk þess að þjónusta almenna viðskiptavini með ýmiss konar innrömmunarverkefni, tekið að sér stærri og viðkvæmari verk- efni fyrir listasöfn, listamenn og ljósmyndara. „ Innrammarinn er búinn öllum fullkomnustu tækjum, svo sem sjálfvirkum neglingavélum og tölvustýrðum kartonskurðarhnífum þar sem afkastagetan er nokkur hundruð karton á dag. Þannig getum við boðið upp á mikla framleiðslu- getu á mjög hagstæðu verði en við gerum tilboð ef um stærri verk- efni er að ræða. Einnig getum við gert karton með mörgum götum sem getur komið skemmtilega út fyrir fjölskyldumyndirnar.“ Auk hefðbundinnar innrömm- unarþjónustu selur Innrammar- inn tilbúna ramma, bæði úr áli og tré. Viðskiptavinurinn getur komið með mynd á staðinn, valið ramma og beðið á meðan karton er skorið í rammann. „Þá bjóðum við upp á sérsmíði á speglum. Hægt er að velja rammaefni sem fólki líkar og búa til spegil í þeirri stærð sem hentar. Einnig tökum við að okkur að ramma inn ýmsa muni svo sem íþróttatreyjur og aðra söfnunarmuni sem hafa til- finningalegt gildi fyrir fólk. Einn stærsti hluturinn sem við höfum rammað inn var rafmagnsgítar sem áður tilheyrði frægum ein- staklingi.“ Hágæða karton verndar listaverkið Innrammarinn notar einungis hágæðakarton frá Nielsen Bain- bridge. Kartonin þola dagsbirtu einstaklega vel og liturinn í þeim dofnar ekki með árunum. Kartonin eru sýrufrí og smita því ekki út frá sér yfir í viðkvæman pappír sem listaverkin eru unnin á. „Það gerir einnig að verkum að liturinn í skurðinum helst í upprunalegum lit. Þá draga kartonin í sig súrefnis- agnir með sérleyfisháðri tækni sem nefnist „Micro- Chamber“. Listaverkið er þannig varið hættu- legum mengandi efnum sem eru í loftinu.“ Innrammarinn býður upp á glampafrítt gler sem ver listaverkin gegn áhrifum sólarljóss. Glerið er framleitt af Nielsen Bainbridge með sérstakri blöndu af vörn gegn útfjólubláum geislum og spegil- vörn sem gerir glerið sérstaklega gegnsætt þannig að vart er hægt að sjá að gler er yfir listaverkinu. „Öll verðmæt listaverk sem unnin eru á pappír ættu að vera undir slíku gleri því það dregur verulega úr áhrifum sólarljóss og listaverkið dofnar síður.“ Fullkomin tæki og góð þjónusta Viðskiptavinir Innrammaranns geta stólað á frábæran tækjakost og reynslumikla starfsmenn. Fyrirtækið býr yfir fullkomnustu tækjum sem völ er á og býður upp á alla almenna innrömmun auk upplímingar á myndum. Einungis hágæðakarton eru notuð. Innrammarinn er eina rammaverkstæðið hér á landi sem er meðlimur alþjóðlegu samtökunum Fine Art Trade Guild. Innrammarinn býður líka upp á glampafrítt gler og úrval ramma úr áli og tré. MYND/GVA Innrammarinn er búinn öllum fullkomnustu tækjum sem völ er á, að sögn Georgs Þórs Ágústssonar, framkvæmda- stjóra Inn- rammaranns. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.