Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 35

Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 35
Kynningarblað Innrömmun, upplímingar, forvarsla, viðgerðir, Feng Shui og góð ráð. SPEGLAR FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2013 &INNRÖMMUN Innramma rinn ehf. hef ur starfað um þrettán ára skeið en f yrirtækið f lutti í eigið húsnæði við Rauðarárstíg árið 2007 og hefur verið þar síðan. Á síðasta ári tóku nýir eigendur við fyrirtækinu og er það nú rekið í samvinnu við Gallerí Fold sem stendur einnig við Rauðarárstíg. Georg Þór Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Innrammaranns, segir fyrirtækið vera búið öllum fullkomnustu tækjum sem völ er á, svo sem sjálfvirkum neglingar- vélum og loftknúnum glerskerum. „Fyrirtækið getur því boðið upp á mikla framleiðslugetu á mjög hag- stæðu verði auk þess sem starfs- menn fyrirtækisins eru reynslu- miklir og leggja mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu.“ Georg er með alþjóðlega gráðu í innrömmun auk þess sem Inn- rammarinn er eina rammaverk- stæðið hér á landi sem er með- limur alþjóðlegu samtökunum Fine Art Trade Guild. Fyrirtækið starfar því samkvæmt ströngum gæðastöðlum sem samtökin setja. Fullkomin kartonskurðvél Innrammarinn fjöldaframleiðir karton og fékk nú í október tölvu- stýrða kartonskurðarvél sem er sú fullkomnasta sem flutt hefur verið til landsins. „Auk þess bjóð- um við upp á lagerhald á karton- um fyrir ljósmyndara og versl- anir sem geta þannig gengið að tilbúnum kartonum án þess að þurfa að sitja með fjármuni fasta í birgðum.“ Innrammarinn býður upp á alla almenna innrömmun auk þess að bjóða upp á upplímingar á myndum. Innrammarinn hefur, auk þess að þjónusta almenna viðskiptavini með ýmiss konar innrömmunarverkefni, tekið að sér stærri og viðkvæmari verk- efni fyrir listasöfn, listamenn og ljósmyndara. „ Innrammarinn er búinn öllum fullkomnustu tækjum, svo sem sjálfvirkum neglingavélum og tölvustýrðum kartonskurðarhnífum þar sem afkastagetan er nokkur hundruð karton á dag. Þannig getum við boðið upp á mikla framleiðslu- getu á mjög hagstæðu verði en við gerum tilboð ef um stærri verk- efni er að ræða. Einnig getum við gert karton með mörgum götum sem getur komið skemmtilega út fyrir fjölskyldumyndirnar.“ Auk hefðbundinnar innrömm- unarþjónustu selur Innrammar- inn tilbúna ramma, bæði úr áli og tré. Viðskiptavinurinn getur komið með mynd á staðinn, valið ramma og beðið á meðan karton er skorið í rammann. „Þá bjóðum við upp á sérsmíði á speglum. Hægt er að velja rammaefni sem fólki líkar og búa til spegil í þeirri stærð sem hentar. Einnig tökum við að okkur að ramma inn ýmsa muni svo sem íþróttatreyjur og aðra söfnunarmuni sem hafa til- finningalegt gildi fyrir fólk. Einn stærsti hluturinn sem við höfum rammað inn var rafmagnsgítar sem áður tilheyrði frægum ein- staklingi.“ Hágæða karton verndar listaverkið Innrammarinn notar einungis hágæðakarton frá Nielsen Bain- bridge. Kartonin þola dagsbirtu einstaklega vel og liturinn í þeim dofnar ekki með árunum. Kartonin eru sýrufrí og smita því ekki út frá sér yfir í viðkvæman pappír sem listaverkin eru unnin á. „Það gerir einnig að verkum að liturinn í skurðinum helst í upprunalegum lit. Þá draga kartonin í sig súrefnis- agnir með sérleyfisháðri tækni sem nefnist „Micro- Chamber“. Listaverkið er þannig varið hættu- legum mengandi efnum sem eru í loftinu.“ Innrammarinn býður upp á glampafrítt gler sem ver listaverkin gegn áhrifum sólarljóss. Glerið er framleitt af Nielsen Bainbridge með sérstakri blöndu af vörn gegn útfjólubláum geislum og spegil- vörn sem gerir glerið sérstaklega gegnsætt þannig að vart er hægt að sjá að gler er yfir listaverkinu. „Öll verðmæt listaverk sem unnin eru á pappír ættu að vera undir slíku gleri því það dregur verulega úr áhrifum sólarljóss og listaverkið dofnar síður.“ Fullkomin tæki og góð þjónusta Viðskiptavinir Innrammaranns geta stólað á frábæran tækjakost og reynslumikla starfsmenn. Fyrirtækið býr yfir fullkomnustu tækjum sem völ er á og býður upp á alla almenna innrömmun auk upplímingar á myndum. Einungis hágæðakarton eru notuð. Innrammarinn er eina rammaverkstæðið hér á landi sem er meðlimur alþjóðlegu samtökunum Fine Art Trade Guild. Innrammarinn býður líka upp á glampafrítt gler og úrval ramma úr áli og tré. MYND/GVA Innrammarinn er búinn öllum fullkomnustu tækjum sem völ er á, að sögn Georgs Þórs Ágústssonar, framkvæmda- stjóra Inn- rammaranns. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.