Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 37
KYNNING − AUGLÝSING Speglar og innrömmun3. OKTÓBER 2013 FIMMTUDAGUR 3 Speglar hafa nú veigameira hlutverk á íslenskum heimilum en á árum áður þegar lítill spegill á baðherberginu þjónaði öllum á heimilinu,“ segir Ólafur Ragnar Hilmarsson, verksmiðjustjóri hjá glerverksmiðjunni Íspan sem selur spegla og gler í úrvali. „Í dag eru speglar af öllum stærðum og gerðum notaðir til augnayndis og spegl- unar í barnaherbergjum, stofum, fataher- bergjum og eldhúsum, og afar vinsælt að nota stóra spegla til að stækka vistarverur eins og lítil baðherbergi,“ útskýrir Ólafur. Hjá Íspan er hægt að fá víðfeðmustu spegla landsins. Þeir stærstu hafa málin 510 x 321 sentímetrar; alls 16,3 fermetrar. „Speglar af þeirri stærðargráðu eru sjaldan notaðir í heimahús en geta nýst í íþrótta- og danssali þar sem mjög stórra spegla er þörf,“ upplýsir Ólafur. Hann segir hæstmóðins nú að sandblása hluta úr speglum til að koma fyrir lýsingu á bak við þá. „Það er virkilega falleg lausn á baðher- bergjum og í forstofum, svo dæmi séu nefnd. Þá er sívinsælt að sandblása munst- ur, texta og ljóð í spegla og rúður og skera spegla í mismundandi form til að prýða stofur, borðstofur og hol. Speglar eru enda sannkallað stofustáss og æ fleiri nota þá sem birtugjafa eða til að opna og stækka rými með speglun þeirra.“ Ólafur segir Íspan iðulega fá óskir um sérunna spegla til persónulegra gjafa þar sem sandblásið er til dæmis nafn viðtak- andans og leikið með hugmyndaflugið í skurði, slípun og sandblæstri. „Möguleikar t i l speglagerðar eru óendan legir og okkur er vel flest fært. Við bjóðum fjölbreyttar lausnir í útfærslum og efnivið glerja og spegla eins og litað og lakkað gler sem er vinsælt á milli skápa í eldhúsinnréttingum. Þá skerum við gler í myndaramma, fiskabúr, glerhurðir, gler- handrið, glerborð og borðplötur, gerum milliveggi úr glerjum og hvaðeina sem mætir óskum og ímyndunarafli viðskipta- vina,“ segir Ólafur. Í Íspan mæta viðskiptavinum hlýlegar móttökur á söluskrifstofu fyrirtækisins þar sem unnið er eftir séróskum hvers og eins. „Þeir sem vilja einstaka spegla í stað fjöldaframleiddra koma til okkar til að skapa eitthvað alveg sérstakt sem smell- passar á heimilið. Í heimsókn til okkar kvikna nýjar hugmyndir enda möguleik- arnir óþrjótandi og allt speglar sem gera mann sætan,“ segir Ólafur og brosir. Íspan er á Smiðjuvegi 7 í Kópavogi. Sjá nánar á www.ispan.is. Speglar sem gera mann sætan Glerverksmiðjan Íspan stendur á gömlum merg. Þar hefur sama fjölskyldan tekið á móti viðskiptavinum í 43 ár. Í Íspan fást stærstu speglar landsins en einnig þeir minnstu og fegurstu sem eru sannkölluð híbýlaprýði, í bland við allt sem hugurinn girnist úr gleri. Íspan er á Smiðjuvegi 7 í Kópavogi. Á söluskrifstofunni kvikna margar hugmyndir enda úrvalið ótrúlegt. Ólafur Ragnar Hilmarsson er verksmiðjustjóri hjá Íspan. Hér stendur hann við stærstu spegla landsins sem hægt er að fá, rúmlega 16 fermetra stóra. MYND/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.