Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGSpeglar og innrömmun FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 20132 Speglar hafa verið vinsælir á heimilum í nánast hverju rými. Margir nota spegla til að stækka rýmið. Jóna Björg segir að staðsetning spegilsins skipti miklu máli fyrir orkuflæði í íbúð- inni. „Spegill á aldrei að vera á móti útidyrunum þegar komið er inn á heimili. Þá endurspeglast orkan út úr íbúðinni. Það er hins vegar hag- stætt að hafa spegilinn til hliðar við dyrnar því þá er hægt að nýta hann til að fleyta orkunni inn í íbúðina,“ segir Jóna Björg. „Það er ljómandi gott að hafa spegil í stofunni en þá verður stað- setningin að vera rétt. Ekki er sama hvað speglast í honum. Spegillinn eykur orku þess sem sést í honum og þess vegna er ekki gott að hann sýni ruslafötu eða eitthvað drasl sem er til dæmis fyrir utan húsið. Það þarf því alltaf að huga að því hvað speglast í honum. Ef allt er fallegt og fínt er í lagi að hafa hann á þeim stað sem sést út í náttúruna. Spegillinn á alltaf að spegla eitt- hvað sem vekur góðar tilfinningar,“ útskýrir Jóna Björg. Ekki hafa speglaflísar „Það er í lagi að hafa spegil í svefn- herbergi svo framarlega sem þú sérð ekki sjálfan þig í honum úr rúminu. Þá er hætta á að orkan dreifist og þá hvílist viðkomandi ekki nægjanlega. Speglar eiga ekki að vera í sjónhæð frá rúminu. Ef fólk er með speglahurðir á skáp- um er rétt að setja plastfilmu yfir þann hluta sem hægt er að sjá sig úr rúminu. Ég mæli reyndar aldrei með speglahurðum á svefnher- bergisskápum. Að öðru leyti er allt í góðu að hafa spegla í herbergj- um ef fólk er meðvitað um þetta atriði,“ segir Jóna ennfremur. Spegilflísar voru vinsælar um tíma en Jóna Björg mælir alls ekki með þeim. „Þegar manneskja í ákveðinni hæð stóð fyrir framan speglaflísar skáru samskeytin við- komandi á háls sem varla er gott.“ Jóna segir að speglafræðin í Feng Shui séu margvísleg og flók- in. Til dæmis eigi enginn að nota brotinn eða sprunginn spegil. Margt leynist í speglinum Jóna hefur hjálpað mörgum að endurraða húsgögnum á heimil- um með tilliti til Feng Shui. „Fólk hefur fundið betri líðan eftir að það hefur raðað upp á nýtt og hefur leitað aftur til mín aftur þegar það skiptir um húsnæði. Það þykir mér afar ánægjulegt,“ segir Jóna sem hefur starfað við Feng Shui ráðgjöf frá árinu 2005. „Það er vaxandi áhugi á Feng Shui því fólk finnur sannarlega fyrir aukinni vellíðan. Kostnaður þarf heldur ekki að vera mikill þótt fólk breyti uppröðun á heimilinu.“ Jóna Björg segir annað atriði mikilvægt þegar fólk f lytur í annað húsnæði. „Feng Shui meist- arinn Marie Diamond, sem margir þekkja úr The Secret myndinni, segir að speglar geymi minningar. Fólk getur orðið fyrir áhrifum af því sem speglarnir hafi „séð“. Ef mikil óhamingja eða óregla hefur verið hjá fyrrverandi íbúum ættu kaupendur ekki að nota sömu spegla og þeir nema þrífa þá sérstaklega vel með lavender og reykelsi, setja upp smá athöfn til að hreinsa minningarnar.“ Speglar geyma minningar Jóna Björg Sætran, kennari og Feng Shui ráðgjafi, segir að speglar skipti mun meira máli í umhverfinu en fólk gerir sér grein fyrir. Ekki er sama hvar þeir eru settir upp eða hvar þeir hafa verið. Enginn ætti að hafa brotinn spegil á heimilinu. Jóna Björg Sætran segir að speglafræðin innan Feng Shui sé margbrotin og flókin. MYND/GVA Aðalsmerki Studio Stafns eru handgerðir, danskir ra m ma r f rá Frese & Sønner sem hlotið hafa margar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir gæði og fegurð,“ segir Viktor Smári Sæmundsson, eigandi, forvörður og forstöðumaður Studio Stafns í Ingólfsstræti. „Rammar Frese & Sønner eru unnir samkvæmt miðaldahefð og hefur vinnsluaðferðin haldist óbreytt í aldaraðir. Þeir eru lagðir með 24 karata vatnsgyllingu eða ekta blaðsilfri,“ útskýrir Viktor um höfuðdjásn rammagerðar Studio Stafns sem vinnur að langtíma- vernd listaverka með innrömmun úr völdum efnum og réttum frágangi. „Við notum eingöngu viður- kennd efni við frágang mynda sem standast ströngustu kröfur forvarða um varðveislu og notum glampafrítt gler með útfjólublárri vörn fyrir viðkvæm verk. Þá erum við vitaskuld líka með meginþorra af úrvali landsins af öðru inn- römmunarefni,“ segir Viktor. Hann bendir á að fyrir 1980 voru ekki til viðurkennd efni til inn- römmunar og því getur gamall frá- gangur eyðilagt verk sem voru inn- römmuð undir gler. „Rétt er að vera vakandi fyrir brúnum blettum á verkum sem voru innrömmuð fyrir þennan tíma því súr umbúnaður lélegs pappírs og líms sem notað var skemmir oft verkin með blettum sem ekki er hægt að fjarlægja ef ekkert er að gert.“ Innrömmun er aðeins ein stoð í fjölþættri starfsemi Studio Stafns því fyrirtækið er einnig forvörslu- og umboðssölufyrirtæki listmuna þar sem boðið er upp á fjölþætta þjónustu með listaverk og forna muni. „Hjá okkur starfa að jafnaði einn til tveir forverðir sem vinna að viðgerðum á málverkum sem máluð eru á tré eða léreft og þeir gera einnig við gifsverk. Þá veitum við ráðgjöf í öllu sem lýtur að lista- verkum og sjáum um frágang, pökkun og upphengi ásamt því að gera verðmat og vottun á lista- verkum þar sem það er hægt,“ út- skýrir Viktor. Uppistaðan í umboðssölu lista- verka hjá Studio Stafni eru eldri verk eftir þekktustu listamenn þjóðarinnar sem og einstaka nú- starfandi listamenn. „Gömlu meistararnir hafa haldið verðgildi sínu vel og eftir þeim er alltaf eftirspurn enda eiguleg og verðmæt fjárfesting sem mjög gott verð fæst fyrir,“ upplýsir Viktor. Hann segir Íslendinga listelska með afbrigðum. „Ótrúlega stór hluti íslensku þjóðarinnar hefur áhuga á að eignast málverk, miðað við stærð þjóðfélagsins, og hægt er að líkja honum við myndlistar- áhuga í evrópskri borg með tvær til þrjár milljónir íbúa.“ Studio Stafn er jafnframt listhús þar sem haldnar eru listsýningar starfandi listamanna. „Á laugardag opnar sýning á sumarafrakstri Þorra Hringssonar sem sýnir ný verk sem hann mál- aði norður í Aðaldal í sumar,“ segir Viktor. Studio Stafn var stofnað 2005 og hlaut viðurkenningu Mynd- stefs 2010 fyrir fagleg viðskipti og heiðar leika gagnvart listamönnum og kaupendum listaverka. Studio Stafn er í Ingólfsstræti 6. Opið alla virka frá klukkan 13 til 17. Sjá nánar á www.studiostafn.is. Handgerðir rammar af miðaldahefð Rammar Studio Stafns eru verðlaunaðir fyrir gæði og fegurð. Þar er unnið við forvörslu og viðgerðir listmuna, innrömmun og frágang á myndverkum og veitt ráðgjöf um meðferð, varðveislu og umgjörð listaverka. Einnig er gefið verðmat og upprunavottun. Viktor hefur langa reynslu sem forvörður og var deildarstjóri forvörslu- og viðgerðardeildar Listasafns Íslands í 16 ár. Hér er hann með Lukasz B. Stencel innrammara. MYND/ARNÞÓR Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, s. 512-5434, bryndis@365.is | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hjá okkur starfa að jafnaði einn til tveir forverðir sem vinna að viðgerðum á málverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.