Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 16
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Njóttu Findus kanilsnúða með fjölskyldu, vinum og vinnufélögum til að efla fjölskyldu- og vinabönd. Í meira en áratug hefur "kanelbulledagen" verið haldinn hátíðlegur þann 4. október í Svíþjóð. Hugmyndin er að láta gott af sér leiða og er það einnig markmið okkar nú. Við munum því halda upp á kanilsnúðadaginn hér á landi í samstarfi við Findus, sem framleiðir ekta sænska kanilsnúða. Samtök fjármálafyrir- tækja lýsa yfir von- brigðum með að stjórn- völd skuli ætla að sækja tekjuauka í gegnum hækkun bankaskatts úr 0,041% í 0,145% án þess að afnema fjársýsluskatt. SFF segir að fjársýslu- skatturinn leggist aðeins á eina atvinnugrein og „sendi röng skilaboð“. Þá gagn- rýna samtökin að Íbúðalána- sjóður sé undanþeginn banka- skattinum. „Í ljósi þess að hækka á skatt- hlutfallið nánast fjórfalt er með ólíkindum að einn aðili í beinni samkeppni við þau fjármála- fyrirtæki sem skattur- inn lendir á eigi að vera undan þeginn,“ segir í til- kynningu. Samkvæmt útreikning- um SFF munu aðildar- félög samtakanna greiða um 27 milljarða króna í skatta og gjöld árið 2014. Það sé fimm milljörðum meira en aðildarfélögin borguðu árið 2007, þegar banka- kerfið var átta sinnum stærra en landsframleiðsla, en í dag er kerfið tvöfalt stærra en lands- framleiðsla. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri SFF, segir að þetta stingi verulega í augu og Alþingi hljóti að skoða þessi mál þegar fjárlagafrumvarpið kemur þar til umræðu. „Þessir skattar og gjöld sem fjár- málafyrirtæki í dag eru að greiða eru orðin verulega mikil og íþyngj- andi og við höfum rætt við stjórnvöld um að þau fari nú að sveigja til baka frá þessum álögum, og þá ekki síst ótekjutengdum sköttum og gjöldum sem íþyngja greininni mjög.“ Að sögn Guðjóns eru fjármála- fyrirtækin hér á landi í harðri sam- keppni bæði á innanlandsmarkaði, meðal annars við ríkið, sem og erlenda aðila. Það skipti máli að tryggja að umhverfið sé þannig að fjármálafyrirtækin séu sam- keppnishæf. thorgils@frettabladid.is „Með ólíkindum“ að ÍLS sleppi við skatt Samtök fjármálafyrirtækja deila á að Íbúðalánasjóður skuli vera undanþeginn bankaskattinum, sem hækkar mikið í fjárlagafrumvarpinu. Þá valdi það von- brigðum að stjórnvöld skuli ekki afnema fjársýsluskattinn í ljósi hærri bankaskatts. GUÐJÓN RÚNARSSON Ríkisstjórnin stefnir að því að fyrir lok kjörtímabilsins verði búið að fækka skattþrepum úr þremur í eitt. Þetta kemur fram í þeim kafla fjár- lagafrumvarpsins sem lýtur að stefnu og horfum í ríkisfjármálum. Þar segir að með tekjuskattslækkun fyrir miðjuþrepið í skattkerfinu séu stigin fyrstu skrefin til skattalækkana. Þar segir jafnframt: „Stefnt er að því að draga enn frekar úr bilinu milli lægstu skattþrepanna á kjörtímabilinu og að endingu að fella þau saman í eitt þrep.“ Þetta muni einfalda skattkerfið, bæta skilvirkni þess og auka ráð- stöfunartekjur almennings. - þj Framtíðarsýn í frumvarpi: Aftur stefnt í eitt skattþrep „Það þarf að hagræða. En stjórnvöld verða að hafa í huga að þegar ríkisstofn- unum er fækkað eða þær sameinaðar að það skerði ekki þjónustu og fækki störfum á litlum stöðum á landsbyggðinni,“ segir Halldór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stefnt er að því að fækka ríkis- stofnunum um að minnsta kosti fimmtíu á næstunni að því er fram kemur í þingskjali með fjárlaga- frumvarpinu og að stofnanir þar sem starfsmenn eru færri en þrjá- tíu heyri til undantekninga. Í dag eru stofnanir á vegum ríkisins rúmlega 190. Sérstaklega er tiltekið að fækka eigi sýslumönum og lögreglu- embættum. Rökstuðning- urinn fyrir fækkun og sam- einingu stofnana er að víða sé starfsemin óhagkvæm og ósamhæfð í mörgum smáum einingum. Það feli í sér of mikla yfir byggingu og takmarki yfirsýn, auk þess sem margar stofnanir, sem sinna sér- hæfðum verkefnum, séu of smáar til að þær standist kröfur ríkisins um faglega stjórnun og of margar til að ráðuneyti geti sinnt stefnu mörkunar- og samhæfingar- hlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Efling stofnana þurfi ekki að koma niður á þjónustu í dreifðum byggðum landsins, margt sé hægt að gera til að efla þjónustu á lands- byggðinni þó að starfs stöðvum fækki. - jme Ríkisstofnunum fækkað um fimmtíu: Má ekki bitna á landsbyggðinni FÆKKUN RÍKISSTOFNANA 2009 2013 2017 249 210 160 HALLDÓR HALLDÓRSSON EITT FYRIR ALLA Frá árinu 2009 hafa skattþrepin verið þrjú. Ríkis- stjórnin stefnir að því að einfalda kerfið með því að hverfa aftur til eins skattþreps. Fjármála-og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra munu í tengslum við gerð fjárlaga 2014 vinna að gerð nýrrar tækjakaupa- áætlunar fyrir Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri til ársins 2017. Þetta kom fram í sameigin- legri yfirlýsingu ráðuneytanna í gær. „Á undanförnum árum hafa framlög til tækjakaupa verið töluvert lægri en nauðsynlegt er talið,“ sagði í tilkynningunni. Áætlunin verður kynnt ríkis- stjórn og fjárlaganefnd fyrir 2. umræðu fjárlaga. - kh Ónauðsynlega lág framlög: Vinna áætlun um tækjakaup TÆKJAKAUP Nauðsynlegt að gera lang- tímaáætlun um fjárfestingar í tækja- kosti. MYND/GVA „Þetta er ekki björt framtíð og þá sérstaklega ekki fyrir unga fólkið sem er að koma heim úr námi og vill hasla sér völl,“ segir Eiríkur Steingrímsson erfðafræðingur, en fallið er frá tæplega þrettán hundruð milljón króna fram- lagi til vísinda og rannsókna í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Eiríkur segir ríkis- stjórnina ganga þvert á stefnu sína í vísindamálum. Gert er ráð fyrir að framlög í Rannsóknar- sjóð og Tæknisjóð minnki nokkuð á næstu árum. Um hundrað milljónir árið 2015 og 180 milljónir árið eftir. - nej Fallið frá framlagi til vísinda: Þvert á stefnu í vísindamálum ÓSÁTTUR Fyrirhugaður niðurskurður til vísinda og rannsókna leggst illa í Eirík Steingrímsson, einn fremsta vísinda- mann landsins. MYND/ANTON | 16 FJÁRLAGAFRUMVARP 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.