Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGSpeglar og innrömmun FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 20134
AÐ HENGJA UPP MYND
Á netinu er að finna ýmsar síður
sem veita leiðbeiningar um hvernig
best sé að hengja upp myndir. Ein
þeirra er www.diynetwork.com þar
sem finna má nokkur góð ráð.
■ Ef rýmið er stórt, bæði stór
veggur og mikið gólfpláss, er gott
að raða myndunum fyrst á gólfið
og mæla þannig hve langt á að
vera á milli hverrar og einnar.
Síðan er hægt að taka eina mynd
í einu og festa á vegginn.
■ Önnur leið er að búa til sniðmát
af myndunum. Það er gert með
því að teikna útlínur myndarinnar
á bökunarpappír eða annað álíka,
klippa síðan út og merkja. Einnig
er gott að merkja myndina með
örvum til að sýna hvort hún
snúi lóðrétt eða lárétt. Síðan
eru sniðmátin fest á vegginn
með kennaratyggjói. Þannig
er hægt að raða og endurraða
án mikillar fyrirhafnar. Síðan
er naglarnir negldir í vegginn
meðan pappírinn hangir þar enn
og síðan má kippa honum burt
þegar myndirnar eru hengdar á
vegginn.
■ Ef hengja á upp fjórar litlar en
jafn stórar myndir getur verið
skemmtilegt að raða þeim saman
í einn stóran ferning, þannig fæst
sú skynvilla að myndin sé stærri.
■ Myndirnar þurfa ekki að vera í
jafnri tölu og ekki allar jafn stórar.
Til dæmis má hengja eina stærri
mynd í miðjuna og tvær myndir
hvorum megin við hana. Í stað
stóru myndarinnar má líka nota
spegil.
■ Myndir á alltaf að hengja í
augnhæð.
■ Ef mynd er hengd yfir sófa þarf
að passa að hafa ekki of mikið
pláss milli sófans og myndarinnar.
Mælt er með 10 til 15 cm.
■ Ekki setja eina litla mynd á stóran
vegg. Ef þú átt ekki fleiri listaverk
eða myndir getur verið gott að
hengja spegla með litlu mynd-
unum.
■ Ekki setja of stóra mynd á lítinn
vegg.
■ Skemmtilegt getur verið að negla
hillu á vegg og raða myndum
á hana. Einnig mætti notast við
diskarekka þar sem myndum er
raðað í stað diska.
■ Áður en hafist er handa við að
hengja upp myndir er gott að
líta við í byggingavöruverslun
og fá það sem til þarf. Ekki er
sama hvaða naglar eða krókar
eru notaðir. Gerð þeirra fer bæði
eftir gerð veggjarins og þyngd
myndarinnar.
Gott getur verið að skipuleggja sig áður
en neglt er í vegg.
Möguleikarnir eru takmarkalausir.
UMHVERFISVÆN ÞRIF
Heimalagaður hreinsivökvi
á gler á spegla:
3 bollar vatn
½ bolli matarsódi
1 bolli borðedik
Hellið öllu saman í spreybrúsa og
hristið rólega svo allt blandist saman.
Spreyið á gler og spegla og pússið með
mjúkum klút.
Einnig er hægt að nota
krumpað dagblað til að
pússa spegla og gler.
Tvennum sögum fer af
því hvort það sé beinlínis
prentsvertan sem skilar glerinu
svo skínandi hreinu eða dagblaða-
pappírinn sjálfur. Hvort heldur sem er,
eru dagblöð afar notadrjúgar hreinsigræjur
á gler, spegla og flísar og þar að auki eru þau
nánast alltaf til á heimilinu.
Uppskriftin er fengin af www.ehow.com.
Shameless
Hunted
Amazing
Race
Graceland
X Factor
Krakkastöðin fylgir
með áskrift að Stöð 3
+ +Stöð
2.990 kr.
á mánuði.
FYLGIR
áskrift
að Stöð 2
7:00 | 11:00 | 15:00 8:00 | 12:00 | 16:00 9:00 | 13:00 | 17:00
krakkabíó kl 19:00Dagskrá
10:00 | 14:00 | 18:00
7:25 | 11:25 | 15:25 8:25 | 12:25 | 16:25 9:25 | 13:25 | 17:25 10:25 | 14:25 | 18:25
7:50 | 11:50 | 15:50
Lesnar sögur og skjámynd kl. 20:30 - 22:00
8:50 | 12:50 | 16:50 9:50 | 13:50 | 17:50 10:50 | 14:50 | 18:50