Fréttablaðið - 03.10.2013, Síða 34

Fréttablaðið - 03.10.2013, Síða 34
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA4 TAYLOR SWIFT Hispurslaus og beinn toppur Swift fer vel við sporöskjulaga andlitsfall hennar. NORDICPHOTOS/GETTY MICHELLE OBAMA Síður toppurinn gefur forseta- frúnni nútímalegt en fágað útlit. EMMA STONE Fisléttur toppur- inn á Emmu Stone er líflegur og skemmtilegur. JESSICA BIEL Leik- konan með þráðbeinan topp við sítt liðað hár. HANNAH SIMONE Þungur toppurinn er einkennismerki leikkonunnar úr New Girl. ZOOEY DESCHANEL Úfinn toppurinn á Deschanel fer vel við líflegan persónuleika hennar. TOPPAÐU ÞETTA! TÍSKA Fjölmargar leikkonur, söngkonur og aðrar stjörnur hafa skartað toppi í ár. Toppar fara vel við ýmsar greiðslur, bæði hrokkið hár, slétt og uppsett. Handtöskur kvenna eru dularfull djásn og halda utan um þeirra allra heilagasta. Það kemur því á óvart að margar þeirra eru undir- lagðar óheilnæmum óhreinindum og bakteríum. Í nýlegri könnun Mentos Pure Fresh Gum var tekið strok úr handtöskum kvenna og sýndu niðurstöður að þriðjungur kvenna hreinsar aldrei hand- töskuna og þaðan af síður snyrti- budduna, sem þó er útsettari fyrir bakteríum. Með því að viðhafa reglulegt hreinlæti mætti koma í veg fyrir fjölda sýkinga af völdum klasa- gerla sem valda kvefpestum og hita, saurgerla sem valda niðurgangi og baktería sem valda augnsýkingum. Besta ráðið er að venja sig á að þvo hendur áður en seilst er ofan í snyrti- budduna því óhreinir fingur skilja eftir sig bakteríur. Þá er mikilvægt að fleygja varalitum eftir kvef- pestir því bakteríurnar lifa áfram. Sama á við um augnsnyrtivörur komi upp augnsýking. Þvoið alla bursta með hársápu einu sinni í mánuði og strjúkið innan úr snyrtibuddunni með spritti. Hafið hugfast að snyrtivörur hafa stuttan líftíma. Almenna reglan er að maskari endist í tvo til þrjá mánuði, farði í hálft til eitt ár og varalitur, augnskuggar og kinnalitur í tvö ár. Séu snyrtivörur notaðar um- fram geymslu- tíma eykst hætta á bólum og sýkingum í húð þar sem innihalds- efni skemmast. Hafið augun opin fyrir merkingum um geymslutíma. 6M þýðir að varan endist í sex mánuði eftir að inn- sigli hefur verið rofið. ER VESKIÐ SKÍTUGT? Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld hefur mikið á sinni könnu. Hann hannar fjölda tískulína fyrir merkin Fendi, Chanel og undir eigin nafni. Hann gaf sér þó tíma til að hanna 75 risastór listaverk sem byggð voru á munum sem Chanel hefur framleitt í gegnum tíðina. Listaverkin voru sýnd á tískuvikunni í París í tengslum við sýningu á vor- og sumarlínu Chanel. Munirnir voru af ýmsum toga. Allt frá abstrakt eftir- mynd af Chanel-jakka og risastórri mynd skreyttri með merkjum Chanel, tvöföldu c-i í perlum og til risastórs marmaraskúlptúrs í líki Chanel no. 5 ilmvatns- ins fræga. LIST LAGERFELDS Karl Lagerfeld hannaði 75 listmuni fyrir tísku- vikuna í París. VIÐ LISTAVERK Karl Lagerfeld við risa- stóran skúlptúr í líki Chanel no. 5 ilmvatnsins. NORDICPHOTOS/GETTY Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 dVerslunin Bella onna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is 30% afsláttur Sjá fleiri myndir á Dömudagar í Flash áður 14.990 nú 9.990 áður 11.990 nú 8.390 áður 16990 nú 11.990 Mussur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.