Fréttablaðið - 03.10.2013, Side 31

Fréttablaðið - 03.10.2013, Side 31
VOR HJÁ ADIDAS Adidas kynnti nýja sportlínu fyrir vorið 2014 á tískuvikunni í London fyrir fáeinum dögum sem vakti mikla athygli. Það var Stella McCartney sem hannaði fötin sem þykja nútímaleg, lífleg og smart. Hægt er að skoða línuna á news.adidas.com. VEÐRIÐ VEITIR INNBLÁSTUR Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir flutti heim í sumar frá Barcelona þar sem hún var í námi í fatahönnun við IED. Hún vinnur nú að peysu- og kápulínu fyrir Kirsuberjatréð þar sem hún hefur komið sér fyrir. MYND/PJETUR Ég hefði átt að vera komin með góðan skammt af sól eftir árin í Barcelona en samt var erfitt að flytja heim í rokið og rigninguna. En ég nýti mér það í sköpunina, verð inni í hlýjunni og hanna. Ég er að vinna nýja peysu- og kápulínu,“ segir Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður. Hún er nýflutt heim frá Barcelona þar sem hún var í námi í fatahönnun við IED. Kolbrún er gengin til liðs við Kirsu- berjatréð á Vesturgötu og hefur komið sér upp vinnustofu. Auk peysa og kápa vinnur hún að skartgripalínu upp úr eldri skartgripum. „Ég hef verið dálítið upptekin af endurvinnslu en lokaverkefnið mitt í IED tengdist endurvinnslu húsgagna. Ég komst í svo mikið efni þarna úti en á Spáni er miklu meiri vitund um endur- vinnslu en hér heima,“ segir Kolbrún. „Ég kláraði skólann fyrir ári og vann eftir það að tvennum fylgihlutalínum, svona meðfram því að njóta borgar innar. Nú er ég að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um, ekki að fjöldafram- leiða heldur vinna hlutina sjálf, hægt og rólega. Þetta verður ein og ein flík í einu og líklega engin þeirra eins. Fólk verður bara að vera duglegt að koma við hjá mér og kíkja,“ segir Kolbrún. Áður rak Kolbrún verslunina Kow á Laugaveginum en segist hæstánægð með fyrirkomulagið í Kirsuberjatrénu. „Hugmyndin á bak við Kirsuberja- tréð gengur út á að hönnuðirnir innan þess vinna allt sjálfir. Ég smellpassa inn í það fyrirkomulag. Verslunarrekstur sem slíkur er ekki endilega spennandi og það er því frábært að geta deilt honum með fleirum og hafa þá meiri tíma til að vera skapandi.“ ■ heida@365.is FRÁ BARCELONA Í KIRSUBERJATRÉÐ ÍSLENSK HÖNNUN Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir fatahönnuður er gengin til liðs við Kirsuberjatréð. Hún er nýflutt heim úr sólinni í Barcelona og segir rign- inguna og rokið veita sér innblástur. Peysur í úrvali! Stærðir 36-52 Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 TÆKIFÆRISGJAFIR www.tk.is NÝTT MUNNBLÁSIÐ - HANDUNNIÐ Fæst eingöngu hjá IV V ha nd un ni ð fr á Íta líu Tertudiskur á fæti kr. 10.900.- Diskur kr. 7.950.- Skálar kr. 3.550.- Lokkandi laugavegur 15% Afsláttur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.