Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 6
22. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | HANDTEKINN TVÍVEGIS Gunnsteinn Ólafsson var handtekinn tvívegis í gær. Hér er hann handtekinn fyrir hádegi. Hann sneri aftur á svæðið eftir hádegi ásamt níu manns og voru allir handteknir aftur. Þeim var ekki sleppt fyrr en skömmu fyrir klukkan sex síðdegis í gær. GÆTA GRÖFUNNAR Lögreglumennirnir voru á fimmta tug, en um var að ræða sérstaka aðgerðasveit lögreglu sem fer með svokallaða mannfjöldastjórnun. Þarna má sjá lögreglumann gæta gröfunnar sem átti eftir að vinna sína vinnu eftir handtökuna. VONT SIÐFERÐI „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum að því sem er löglegt,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson skömmu eftir að hann var látinn laus úr haldi lögreglunnar í gærdag. FORN SIÐUR Níðstöng var reist í hrauninu í gær með steinbítshöfði. Að reisa níð- stöng er forn siður þar sem sá sem reisir stöngina leggur bölvun á einhvern. Í sögu Egils Skalla-Grímssonar er sagt frá því þegar Egill reisti níðstöng í Noregi til þess að rugla landvættir í ríminu og koma þeim til þess að hrekja Eirík konung blóðöx og Gunnhildi drottningu frá völdum í Noregi, en þau höfðu brotið á rétti Egils. „Þetta er lúalegt, bara lúalegt“ Hátt í þrjátíu mótmælendur voru handteknir í Gálgahrauni í gærdag. Þá voru níu manns handteknir tvívegis. Sérstakur aðgerðahópur lögreglu sá um handtökurnar en hátt í fimmtíu lögregluþjónar handtóku hópinn. Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, fylgdist með handtökunum og festi á filmu. NÁTTÚRUVERND „Við erum sár og gröm yfir þessu,“ svaraði Gunn- steinn Ólafsson, einn af for- svarsmönnum Hraunavina, eftir að honum var sleppt úr haldi lög- reglunnar skömmu fyrir klukk- an sex í gærkvöldi. Hann ásamt hópi fólks var handtekinn á ný af aðgerðarsveit lögreglu skömmu eftir að hópurinn sneri aftur í Gálgahraun í gær. Alls voru 25 handteknir. Meðal þeirra var Ómar Ragnarsson. „Ég sat bara þarna og hreyfði mig ekki neitt, en núna er ég í lög- reglubíl á leið í Steininn,“ sagði náttúruverndarsinninn Ómar í samtali við Vísi í gær en mótmæl- in voru friðsamleg. Að sögn Gunnsteins verða hann og líklega fleiri í seinni hópnum ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni. Aðspurður hvernig hann hafi það svarar hann: „Það líður engum vel að vera settur í fangelsi fyrir að standa vörð um landið sitt. Þetta er lúalegt, bara lúalegt.“ Gunnsteinn segist ekki geta svarað fyrir aðra, en býst sjálf- ur við að halda áfram mótmæl- um í Gálgahrauni. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar, en við munum reyna að halda lögreglunni upptekinni næstu mánuðina,“ segir Gunnsteinn. Eins og fram hefur komið hafa Hraunavinir, samtök sem berjast gegn framkvæmdum í hrauninu, kært framkvæmdina. Engin niður- staða liggur fyrir í dómsmálinu. valur@frettabladid.is FYLGIST MEÐ Fyrrverandi umhverfisráðherra, Eiður Svanberg Guðnason, fylgist með handtökum. Hann skrifaði á heimasíðu sína um handtökurnar: „Við búum greinilega ekki í réttarríki heldur lögregluríki […]“ 09.00 Mótmælendur stöðva framkvæmdir 09.30 Handtökur hefjast 11.30 Handtökum lýkur 14.00 Hluti mótmælenda snýr aftur 14.30 Handtökur hefjast á ný 15.00 Mótmælendur í yfir- heyrslum 18.00 Mótmælendum sleppt ➜ Atburðarásin Í tilkynningu sem birtist á vef Vegagerðarinnar í gær kom fram að framkvæmdum yrði ekki slegið á frest á meðan dómsmál gengur í gegn vegna málsins. Meðal annars vegna þess að endanleg niðurstaða í málinu lægi líklega ekki fyrir fyrr en eftir tvö ár. Svo segir orðrétt í tilkynningunni: „Fari svo ólíklega að það mál tapist hefur ekki komið annað fram hjá Garðabæ en að farið yrði á ný í umhverfismat og ekki við öðru að búast en að niðurstaða þess yrði sú sama og fyrri mata á umhverfisáhrifum og yrði þá á ný gefið út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu nýs Álftanesvegar. Þannig að allar tafir fresta einungis lagningu nýr Álftanes- vegar en koma ekki í veg fyrir að hann verði lagður.“ - vg ➜ Dómsmál fresta að- eins framkvæmdum „Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni og dómsmál sem Hraunavinir reka gegn Vegagerðinni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Sig- urður segir að í málinu séu ýmis vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla, þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir héraðs- dómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er full- komlega eðlilegt að það sé beð- ið eftir niðurstöðu dómstóla,“ segir hún um framkvæmdina. Katrín minnir á Árósasamning- inn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir fimmtán árum. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál eigi ekki lög- varða hagsmuni, segir hún. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn sem vilji vernda hana,“ segir Katrín. - hrs ➜ Lögfræðingar vilja bíða 6 LÖGREGLUAÐGERÐIR Í GÁLGAHRAUNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.