Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 10
22. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Save the Children á Íslandi Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Kaffi- stofan Fjölbreytt úrval af vörum fyrir kaffistofuna, allt á einum stað. www.volkswagen.is Fullkominn ferðafélagi Tiguan kostar aðeins frá 5.360.000 kr. Volkswagen Tiguan Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði A uk a b ún a ð ur á m yn d : á lfe lg ur , s va rt ir þ a kb o g a r o g lj ó sk a st a ra r í f ra m st uð a ra . HEILBRIGÐISMÁL „Við vonum að það verði hægt að opna á Vífilsstöðum 20. nóvem- ber, þann sama dag ættu fimmtán hjúkrunarsjúk- lingar að geta flutt þangað,“ segir Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítalans. Hann segir að á Landspítalanum liggi nú á milli 40 og 50 manns sem hafi gilt færni- og heilsumat en bíði eftir því að flytja á hjúkrunarheimili. Flesta þessa sjúklinga verði hægt að útskrifa af spítalanum og flytja á Vífilsstaði Páll segir að það skipti miklu máli fyrir starfsemi á Landspítalanum að geta útskrifað þetta fólk. „Það myndast rúm fyrir bráð- veikt fólk og þetta dregur úr álagi á starfsfólk sjúkrahússins.“ Páll segir að það skipti ekki síður máli fyrir hjúkrunarsjúk- lingana að komast af Land- spítalanum og á hjúkr- unarheimili. Þeir komist í rólegra umhverfi og fái hjúkrun við hæfi. Opnun Vífilsstaðaheim- ilisins komi því til með að létta álagi af lyflækninga- sviði Landspítala en um leið sé komið til móts við þarfir hjúkrunarsjúkling- anna. Páll segist vongóður um að hægt verði að manna lausar stöð- ur á Vífils stöðum. Þessa dagana sé verið að ráða fólk til starfa. Á Vífilsstöðum verða 42 hjúkr- unarrými. Áætlað er að það kosti 136 milljónir króna að opna heimil- ið og reka það á þessu ári. Á næsta ári er talið að rekstrarkostnað- ur Vífilsstaða verði 349 milljónir króna. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að endurskoða rekstrarform- ið á Vífilsstöðum að reynslutíma liðnum. Þá verður það metið hvort bjóða eigi reksturinn út – hvort aðrir séu betur til þess fallnir en Landspítalinn að reka heimilið. Páll segir að jafnframt verði metið hvort þörf sé fyrir stað þar sem fólk geti dvalið á meðan það bíður eftir endanlegu úrræði. Hann segir að ekki sé hægt að draga fjöður yfir að þörf sé á fleiri hjúkrunarrýmum á höfuðborgar- svæðinu og þörfin komi til með að aukast í framtíðinni eftir því sem þjóðin eldist. johanna @frettabladid.is Vífilsstaðaspítalinn senn opnaður á ný Forstjóri Landspítalans segir að fyrstu hjúkrunarsjúklingarnir sem dvelja á lyf- lækningasviði sjúkrahússins verði fluttir á Vífilsstaði 20. nóvember. Það létti mjög álagi af spítalanum. Skoðað verður hvort rekstur Vífilsstaða verði boðinn út. PÁLL MATTHÍASSON FLUTNINGAR Stefnt er að þvi að flytja 15 hjúkrunarsjúklinga á Vífilsstaði 20. nóvember, næstu daga þar á eftir verða 25 til 30 fluttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.