Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 8
22. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 A EIGN KEYPT FYRIR 10 ÁRUM í september 2004 B EIGN KEYPT FYRIR 5 ÁRUM í september 2008 C EIGN KEYPT FYRIR 1 ÁRI í september 2012 * Uppreiknað miðað við verðlag 2013. Í öllum dæmum er miðað við að upphafl egt kaupverð hafi verið 25 milljónir. Verðmæti nú: 52,9 milljónir Verðmæti nú: 24,5 milljónir Verðmæti nú: 25,6 milljónir Verðmæti nú: 50,25 milljónir Verðmæti nú: 27,2 milljónir Verðmæti nú: 27,2 milljónir Hækkun umfram verðlag: 7,4 milljónir Lækkun umfram verðlag: 8,4 milljónir Lækkun umfram verðlag: 0,4 milljónir Hækkun umfram verðlag: 4,75 milljónir Lækkun umfram verðlag: 5,7 milljónir Hækkun umfram verðlag: 1,2 milljónir EINBÝLI: Verð: 45,5 milljónir* EINBÝLI: Verð: 32,9 milljónir* EINBÝLI: Verð: 26 milljónir* FJÖLBÝLI: Verð: 45,5 milljónir* FJÖLBÝLI: Verð: 32,9 milljónir* FJÖLBÝLI: Verð: 26 milljónir* 60 50 40 30 20 10 0 -10 -20 -30 ■ Sérbýli ■ Fjölbýli ■ Íbúðarhúsnæði alls Raunvirði Leiðrétt miðað við vísitölu neysluverðs % „Út frá þróun húsnæðisverðs má segja að það sé rétti tíminn til að kaupa húsnæði í dag. Hins vegar er áhættan í þessum fjárfestingum tiltölulega mikil á þess- um tímapunkti,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Hann segir ákveðin kerfisleg vandamál innan hag- kerfisins skapa óvissu. Búast megi við hreyfingum á gengi krónunnar og verðbólguskoti þegar gjaldeyris- höftin verði afnumin. Ingólfur segir að í ljósi óvissunnar sé ekki rétt að mæla með því að fólk skuldsetji sig mikið við íbúðar- kaup. „Menn verða að fara inn í slíka fjárfestingu með tiltölulega gott eigið fé og gæta þess að greiðslubyrðin sé ekki svo þung að það sé ekki rými fyrir högg.“ ➜ Húsnæðisverð hagstætt en mikil óvissa EFNAHAGSMÁL Hækkun á húsnæð- isverði á höfuðborgarsvæðinu er langt frá því að hafa haldið í við verðbólgu síðustu fimm ár. Þann- ig er einbýli, sem var 25 milljóna króna virði haustið 2008, á svipuðu verðlagi í dag og hefur því lækkað um 8,4 milljónir króna að raunvirði. „Hækkunin á húsnæðisverði er búin að vera tiltölulega hæg, og mun halda áfram að vera það. Við sjáum ekki verðbólueinkenni á húsnæðis- markaði,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslands- banka. Húsnæðisverð á höfuðborgar- svæðinu hefur farið heldur hækk- andi undanfarið en á enn langt í land með að ná þeim hæðum sem það komst í á árunum fyrir hrun. Eins og sjá má á dæmunum á myndinni hér til hliðar hefur íbúð í fjölbýlishúsi hækkað aðeins umfram verðlag á síðustu 12 mán- uðum. Á sama tímabili hefur lítilleg hækkun á sérbýli ekki haldið í við verðbólguna. Sé farið lengra aftur í tímann, til dæmis tíu ár, hefur sérbýlið hins vegar hækkað meira umfram verð- lag en íbúð í fjölbýli, eins og sjá má á myndinni. Búast má við 1,5 til tveggja pró- senta raunhækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum samkvæmt þjóðhagsspá Greiningar Íslands- banka, sem kynnt var í síðustu viku. „Við gerum ráð fyrir 5,4 prósenta hækkun íbúðaverðs á næsta ári og 5,3 prósenta á árinu 2015. Svo kemur tæplega fjögurra prósenta verðbólga þar á móti,“ segir Ing- ólfur. „Undirliggjandi er fyrst og fremst það að kaupmáttur launa mun vaxa áfram, laun munu hækka umfram verðbólgu, svo hagur heimilanna batnar hvað það varðar. Atvinnu- ástandið er að batna og störfum að fjölga, svo kaupmáttur ráðstöf- unartekna er að vaxa. Svo koma inn hugsanlegar og væntanlegar aðgerðir stjórnvalda, sem er ekki hægt að ráða í á þessari stundu,“ segir Ingólfur. Þá bendir hann á að gjaldeyris- höftin haldi eignaverði uppi í land- inu með því að halda vöxtum lægri en þeir væru ella. brjann@frettabladid.is Engin bóla sjáanleg á húsnæðismarkaði Húsnæðisverð hefur hækkað undanfarið en hækkunin er mun minni en verðbólg- an á síðustu fimm árum. Heldur horfði til betri vegar síðustu 12 mánuði. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir 1,5 til 2% hækkun umfram verðbólgu næstu tvö ár. Verðið hækkar Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur haldið í við verðbólgu sé horft til síðustu tíu ára en á síðustu fimm árum hefur verðbólgan hækkað mun meira en húsnæðisverð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 IÐNAÐUR Staða framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins verður auglýst á laugardag, að sögn Svönu Helen- ar Björnsdóttur, formanns sam- takanna. „Umsóknarfrestur verður ekki nema ein vika og menn verða því að drífa sig ef þeir ætla að sækja um,“ segir hún. Vonir standi til að ráðið verði í stöðuna fyrir miðjan nóvember. Orri Hauksson, fráfarandi framkvæmdastjóri, er nýráðinn forstjóri Skipta. - hg Leita að framkvæmdastjóra: Staðan auglýst um næstu helgi E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 5 5 8 *Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda í blönduðum akstri www.renault.is SPARNEYTNIR Á GÓÐU VERÐI BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is SPORT TOURER 1,5 l, sjálfsk. dísil EXPRESSION 1,5 l, beinsk. dísil Sjálfsk. dísil GRAND, 7 MANNA: 4.690 þús. kr. Verð: 3.890 þús. kr. Verð: 2.890 þús. kr. Verð: 4.290 þús. kr. RENAULT MEGANE RENAULT CLIO RENAULT SCENIC L/100 KM* L/100 KM* L/100 KM* 4,2 3,4 4,7 GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 boðar til almennra félagsfunda Reykjavík þriðjudaginn 22. október á Störhöfða 31 1. hæð kl. 16.30 og á Akureyri á Hótel KEA miðvikudaginn 23. október kl. 16.00 Dagskrá 1. Kjaramál 2. Önnur mál

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.