Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 22. október 2013 | SKOÐUN | 17 Nú er rjúpnavertíðin að hefjast og víst er að þeir verða ófáir veiðimennirnir sem halda til fjalla þessa fáu daga sem leyfið varir. Fátt er meira spennandi en fyrsti dagur á rjúpu og heimkoma með góðan feng er góð tilfinning. Það er hins vegar staðreynd að ekki enda allar veiðiferðir vel fyrir þann sem mundar byssuna. Þeir sem stunda skotveiði án heyrnarhlífa eru að taka mikla áhættu. Eitt skot úr byssu getur leitt til varanlegrar heyrnarskerðingar. Hljóðstyrkur úr byssuskoti er tal- inn vera allt að 140 dB en 150 dB eru talin óbærilegur hávaði. Þessu til samanburðar er hæsti leyfilegi hávaði á vinnustað án heyrnarhlífa 85 dB. Það er því ljóst að hávaði af þessu tagi er afar hættulegur heyrninni. Þar sem sjón og heyrn eru þau skynfæri sem reyn- ir hvað mest á við veiðar, hlýtur það að vera erfitt þegar fullrar heyrnar nýtur ekki lengur við. Heyrnar- skemmd verður ekki bætt eftir á. Því ætti þeim sem stunda þessar veiðar að vera sér- lega umhugað um að verja sig fyrir þessum áhættuþætti og nota þar til gerða eyrnatappa eða heyrnarhlífar. Leggjum metnað okkar í að vera vel búin og vel varin í öllum okkar veiðiferðum, einkum þar sem skot- vopn eru notuð. Látum ekki óþarfa kæruleysi taka frá okkur heyrnina. Góða veiði og komum vel heyr- andi heim. ➜ Þeir sem stunda skotveiði án heyrnar- hlífa eru að taka mikla áhættu. Við þekkjum flest þá góðu tilfinn- ingu að draga djúpt andann, fylla lungun og finna ferskt loftið leika um þau hvort heldur sem er að sumri eða vetri. Súrefni er okkur lífsnauðsynlegt og viðheldur starf- semi líkamans og efnaskiptum hans, en það er einungis lítill hluti af því lofti sem við öndum alla jafna að okkur. Með önduninni erum við einnig að losa líkam- ann við úrgangsefni sem falla til í líkamanum. Þessi vinna fer fram allan sólarhringinn og oftast nær án þess að við tökum sérstaklega eftir því, nema hugsanlega þegar við reynum á okkur eins og við að hlaupa eða hjóla eða ef við erum með vandamál sem hafa áhrif á loftskiptin líkt og til dæmis lungna- eða hjartasjúkdóma. Þegar maður er hraustur þykir manni þetta allt saman sjálfsagt og veltir lítið fyrir sér loftgæðum, þó finnum við flest fyrir því ef ekki er nægjanlegt magn súrefn- is í andrúmsloftinu eða ef magn mengandi efna er aukið. Þeir sem aftur glíma við lungnasjúkdóma eru enn næmari fyrir slíku. Það skiptir því verulegu máli hversu mikil mengunin er, ekki bara vegna tímabundinna óþæginda heldur einnig til lengri tíma litið. Það hefur verið þekkt um langt árabil að mengun hafi verulega neikvæð áhrif á heilsu manna í víðtækum skilningi en Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti nýverið að svifryk væri nú flokkað sem krabbameinsvald- ur í fyrsta flokki líkt og tóbak og asbest. Þetta eru miklar fréttir þar sem þessum umhverfisþætti er nú til- einkaður stór sess sem orsaka- valdur lungnakrabbameina og blöðrukrabbameina á heimsvísu með tilheyrandi dánartíðni af völdum slíkra sjúkdóma. Áætl- að er að ríflega 220.000 manns hafi látist árið 2010 á heimsvísu úr lungnakrabbameini af þessum orsökum. Til að fyrirbyggja allan misskilning eru reykingar engu að síður enn meginorsök fyrir myndun lungnakrabbameins og falla margfalt fleiri á hverju ári af þeirra völdum, þær eiga sér því engar málsbætur! Margföldun heilsuverndarmarka Það er augljóslega ekki sama hvar maður býr en samkvæmt skýrslu WHO um áhrifaþætti heilsu í Evrópu fyrir árið 2012 kom í ljós að á Íslandi er minnsta svifryks- mengunin í álfunni, en sú mesta í Tyrklandi. Það eru jákvæðar fréttir fyrir okkur Íslendinga og enn eitt metið sem við getum státað af, en við þurfum að halda vel á spilunum í nútíð og framtíð til að spilla því ekki. Almennt er talið að mengun geti stytt líf ein- staklinga um allt að 3-4 ár, sem er umtalsvert, og því mikilvægt að hafa hana í huga sem eitt af stóru lýðheilsuvandamálunum bæði á heimsvísu sem og hérlendis. Þegar maður skoðar viðmið- unargildi fyrir svifryksmengun í ofangreindri skýrslu er fyrst og fremst tekið meðaltalsgildi á ári og er það samanburður þar sem við komum sérstaklega vel út, en mælingarnar sem notast er við eru frá árunum 2006-2009. Hins vegar er áhugavert að skoða núverandi gildi og þá til dæmis mælingar á Grensásvegi þar sem umferð er alla jafna töluverð. Þar eru gildin margsinnis undanfarið ár langt yfir heilsuverndarmörkum eða allt að tíföld. Nú kynnu sumir að segja að Grensásvegur sé ekki lýsandi fyrir Reykjavík sem kann að vera rétt, en ef við tökum Húsdýra- garðinn í Laugardal eða færanlega mælistöð sjáum við einnig reglu- bundna margföldun heilsuvernd- armarka og allt að tíföldun sem veit ekki á gott þegar um krabba- meinsvaldandi efni er að ræða. Það er auðvitað hægt að æra óstöðugan og augljóslega margt sem kemur til þegar horft er til myndunar krabbameins samanber erfðir, reykingar, mataræði, hreyf- ingu og útsetningu fyrir öðrum þekktum meinvaldandi efnum. Því verður þó ekki neitað að hreina loftið sem við stærum okkur af er alls ekki svo hreint, a.m.k hér á höfuðborgarsvæðinu og má segja að krabbameinin liggi í loftinu þegar til lengri tíma er litið. Ekki ætla ég að draga úr áhuga eða elju einstaklinga til að stunda líkams- rækt, hlaup, hjólreiðar eða aðra útiveru, síður en svo. Þó er mögu- lega skynsamlegra að gera það fjær umferð en við sjáum í dag. Þá er rétt að hvetja til þess að draga úr svifryksmengun eins mikið og mögulegt er þar sem því verður við komið og væri það líklega best gert með því að aka ekki á nagla- dekkjum í vetur og á sem umhverf- isvænustum ökutækjum. Komum heyrandi heim! HEILBRIGÐIS- MÁL Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar Berserkslæti kontórista Erfitt er að átta sig á berserkslátum, sem gripið hafa opinbera kontórista með vegamálastjóra í broddi fylkingar. Vegurinn yfir Gálgahraun er út í hött og kostar milljarð, meðan Landspítalinn sveltur. Enginn þarf á þessum vegi að halda, nema bæjarstjórn Garðabæjar, sem ekki þarf að borga krónu fyrir ruglið. Sökin er fyrst og fremst á herðum Hreins Haraldssonar. Hann sættir sig ekki við að hafa fengið núll í heilbrigðri skynsemi. Hann skal samt fá að nauðga sérstæðri náttúru með því að troða þessum óþarfa vegi á hraunið. Sigar fávísri löggunni á valinkunna borgara til að segja: Minn er mátturinn. http://www.jonas.is/, Jónas Kristjánsson Sami hráskinnaleikurinn, sömu trixin Sjálfstæðismenn vinna nú af kappi að því að svæfa endan- lega samþykkt Alþingis frá síðasta kjörtímabili um skipan rannsóknarnefndar til að skoða einkavæðingu bankanna fyrir rúmum tíu árum. Ástæðan er auðvitað sú að komist sú rannsóknarnefnd á legg og vinni verk sitt vel, þá er ansi mikil hætta á að gusurnar muni ganga yfir orðstír margra úr Sjálfstæðis- flokknum– og Framsóknarflokknum raunar líka. Frá Davíð og Halldóri og niðrúr. http://blog.pressan.is Illugi Jökulsson AF NETINUKrabbameinin í loftinu Því verður þó ekki neitað að hreina loftið sem við stærum okkur af er alls ekki svo hreint … HEILSA Teitur Guðmundsson læknir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.