Fréttablaðið - 22.10.2013, Page 18

Fréttablaðið - 22.10.2013, Page 18
22. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18 Þetta er fyrir- sögn úttektar í Morgunblaðinu í byrjun árs 1997, þar sem fjallað er um nýtt aðal- skipulag fyrir Ga rðabæ t i l 2015. Rætt er við ýmsa málsaðila og kemur fram sterk andstaða við að leggja nýja vegi um Gálga- hraunið. Annars vegar er það nýr Álftanesvegur sem nú er loks byrj- að á og hins vegar framlenging Vífilsstaðavegar um þvert hraun- ið og suður á Garðaholt. Sá fyrir- hugaði vegur er enn á aðalskipu- lagi Garðabæjar og með þessum tveimur vegum myndi Gálgahraun- ið skiptast í fjóra parta. Í umsögn Náttúruverndarráðs segir að mikilvægt sé að tryggja verndun Gálgahrauns sem hing- að til hafi fengið að vera óraskað. Segir í umsögninni að í hrauninu sé fjölbreytilegur gróður en þar væru einnig söguminjar, sögustað- ir, fornar götur og búsetuminjar frá ýmsum tímum. Minnt er á að Gálgahraunið væri nyrsta tung- an af rúmlega 10 km löngu hrauni sem komið er úr Búrfelli og nefnt hefur verið Búrfellshraun. Að mati Náttúruverndarráðs er „Búrfells- hraun í hópi merkra náttúruminja sem forðast ber að raska frekar en orðið er“. Sagan um köttinn Aðvaranir koma einnig frá Fugla- verndarfélaginu og Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Þá taka umhverfisnefndir, bæði þáverandi Bessastaðahrepps og eins Hafnar- fjarðarbæjar, undir gagnrýni Nátt- úruverndarráðs um andstöðu við vegarlagningu yfir Gálgahraunið. Í umfjölluninni er minnt á sög- una um köttinn sem tók að sér að skipta ostbita jafnt á milli mús- anna. Kötturinn beit síðan af bitan- um svo ekkert varð að lokum eftir til skiptanna. Eins muni fara fyrir Gálga- hrauni ef látið verður undan ákvörðunum og þrýstingi stjórn- valda í þessu máli. Í blaðagreinum um aðalskipulag- ið og Gálgahraunið frá sama tíma koma einnig fram miklar áhyggjur af þróun mála. Brynja Dís Valsdótt- ir, framhaldsskólakennari og íbúi á Álftanesi, skrifar ítarlega grein í Morgunblaðið 15. febrúar 1997. Þar segir: „Það sem mér þykir verst við vegastæðið er að hraun- inu er deilt í fjóra hluta með mis- lægum gatnamótum. Skásta lausn- in að mínu mati væri að fylgja gamla vegstæðinu frá Engidal.“ Og í lok greinarinnar segir hún: „Það væri grátbroslegt ef við gætum ekki einu sinni farið sóma- samlega með náttúruperlu okkar, Álftanesið, heimreiðina að for- setasetri okkar, andlit þjóðar sem streitist við að eftir henni sé tekið á alþjóðavettvangi fyrir það sem jákvætt er í ofnýttum heimi.“ Trúin á málstaðinn Árni Björnsson, læknir og einnig íbúi á Álftanesi, sem nú er látinn, skrifar einnig grein 19. febrúar 1997 undir fyrirsögninni „Gefið Gálgahrauni gálgafrest“. Þar segir Árni: „Við sem búum í Bessastaða- hreppi vitum að bæta þarf Álfta- nesveginn, en er nauðsynlegt að fremja náttúruspjöll til þess? Ég veit ekki til að kvartað hafi verið undan staðsetningu vegar- ins, heldur því að hann er mjór og illa hannaður. Þessu virðist mega breyta án þess að flytja hann. Hvað sem vegagerð líður, þá er Gálgahraunið fögur og sérstæð náttúrusmíð, sem yrði eyðilögð með vegalagningu.“ Því miður fóru yfirvöld Garða- bæjar ekki eftir þessum aðvörun- um öllum. Nokkru síðar var hafin bygging íbúahverfis norðan við núverandi Álftanesveg og hafinn undirbúningur að lagningu nýs Álftanesvegar. Þá opnuðu yfir- völd Garðabæjar upp á gátt leið inn í hraunið sunnan Vífilsstaða, þar sem IKEA og fleiri fyrirtæki hafa reist stórbyggingar. Svo fór að ýmsum ofbauð og árið 2007 var félagið Hraunavinir stofnað í þeim tilgangi að verjast frekari ásókn í hraunin í bæjar- löndum Garðabæjar og Hafnar- fjarðar. Sú varnarbarátta hefur staðið nánast linnulaust síðan og harðastur hefur slagurinn verið um Álftanesveginn. Baráttan hefur því staðið í 16 ár og enn sér ekki fyrir endann. Farið er að líkja átökunum um Gálgahraunið við Laxárdeiluna á sínum tíma og þessi deila snýst meira og meira um réttarstöðu umhverfisverndarsamtaka. Þeir sem í slagnum standa eru því að skrifa nýja kafla í sögu náttúru- verndar á Íslandi dag hvern. Trúin á málstaðinn heldur okkur gang- andi. Gálgahraun í lífshættu? Á meðan ósamið er um makrílveiðarnar við Evr- ópusambandið, Norðmenn og Rússa er tugum millj- arða sóað árlega og stofn- inn ofveiddur. Sóunin felst í því að veiða makrílinn á sumr- in þegar hann er of feitur til að henta til fullvinnslu neytendavöru, en sú nýt- ing gefur langmestan arð. Megnið af því sem við veiðum seljum við á um þrefalt lægra verði en fæst fyrir bestu vöru. Með því að semja við hlutaðeigandi þjóðir opnast á að við getum veitt makrílinn að vetr- inum og selt hann á hæsta verði inn á Evrópumarkað. Dæmi um verðmuninn er að árið 2012 feng- um við hæst rúmar 600 kr. á kíló fyrir makríl til Hollands en obb- inn af veiðinni var hins vegar seld- ur til Rússlands á aðeins 180 kr. á kíló 4). Hér er rúmlega þrefaldur munur. Ef öll veiðin undanfarin ár hefði verið seld á um 600 kr. kílóið hefðu tekjurnar orðið meira en hundrað milljörðum hærri en raunin varð þessi ár. Það ætti að vera auðvelt að semja um veiðarnar við hinar strandveiðiþjóðirnar. Þær vilja allar vísindalega stjórnun veiða eins og við. Auðvelt er að reikna sanngjarnan hlut hverrar þjóðar út frá upplýsingum um hvar mak- ríllinn heldur sig eftir árstímum og hversu mikla næringu hann tekur upp á hverju svæði. Þær upplýsingar liggja fyrir og þetta er rannsakað á ári hverju og breyt- ingar milli ára liggja einnig fyrir. Langt umfram ráðgjöf Vesturstofn makríls sem við veiðum úr er talinn vera um 8,8 millj. tonn 2). Hann heldur sig að mestu í Norðursjónum, hafinu norður af Bretlandi og upp með Noregi og teyg- ir sig hin síðari ár yfir til Íslands á sumrin, hversu lengi sem það nú stend- ur. Ráðlögð heildarveiði úr stofninum er um 550 þ. tonn á ári sem kann að aukast með aukinni dreifingu. Með auknum einhliða veiðum okkar og Færeyinga hafa verið veidd um 700 til 900 þ. tonn á ári, sem er langt umfram ráðgjöf vísinda- manna. Á Íslandsmiðum eru talin vera um 1,5 millj. tonna af makríl yfir sumartímann sem er um 17% stofnsins 3). Ætla má að af heild- arfæðu makrílsins neyti stofninn um 8% hér. Við úthlutuðum okkur sjálf um 170 þús. tonna veiðikvóta í ár sem er um 30% af heildar ráð- lagðri veiði en náum reyndar ekki að veiða nema um 123 þ. tonn í ár, 2013. Við getum ekki vænst þess að semja um svona mikla veiði. Eðlilegur hlutur Íslendinga af makrílnum er á bilinu 8% til 17% miðað við fæðurökin. Ef milliveg- urinn er farinn og samið um 12% gerir það um 70 þús. tonn árlega m.v. ráðlagðan heildarkvóta en útlit er fyrir að auka megi hann verulega. En þessi afli mun gefa mun meira af sér en þau 120 þús. tonn sem við veiðum núna af því söluverðið verður um þrefalt hærra. Annað þessu tengt er að við borgum 10% toll á fullunnar fisk- afurðir inn á Evrópusambands- svæðið á meðan við stöndum utan ESB. Þetta heldur aftur af þróun fullvinnslu hér og dregur úr þjóð- artekjum. Hvert ár sem það dregst að semja um makrílinn töpum við mörgum milljörðum, göng- um á makrílstofninn og völdum umhverfisskaða. Þar á ofan veldur það okkur skaða vegna neikvæðra viðbragða og jafnvel refsiaðgerða hlutaðeigandi þjóða. Tilvísanir: 1 http://skemman.is/stream/get/1946/3218/6935/1/Loka- verkefni_skil_7.pdf 2 http://www.atvinnuvegarad-uneyti.is/media/Skyrslur/Mak- rilskyrsla-2012.pdf 3 http://www.hafro.is/images/frettir/2013/IESSNS_July-Aug- ust_2013.pdf 4 http://www.hagstofa.is/Hagtol-ur/Sjavarutvegur-og-landbu- nadur Makrílsamningar munu færa milljarða SKIPULAG Reynir Ingibjartsson formaður Hraunavina ➜ Svo fór að ýmsum ofbauð og árið 2007 var félagið Hraunavinir stofnað í þeim til- gangi að verjast frekari ásókn í hraunin í bæjarlöndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Sú varnarbarátta hefur staðið nánast linnulaust síðan og harðastur hefur slagurinn verið um Álftanesveginn. Bar- áttan hefur því staðið í 16 ár og enn sér ekki fyrir endann. ➜ Hvert ár sem það dregst að semja um makrílinn töpum við mörgum millj- örðum, göngum á makríl- stofninn og völdum um- hverfi sskaða. Þar á ofan veldur það okkur skaða vegna neikvæðra viðbragða og jafnvel refsiaðgerða hlutaðeigandi þjóða. SJÁVAR- ÚTVEGUR Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur ED DU MED DÍBBLAD NEB? Nezeril 0,1 mg/ml, 0,25 mg/ml og 0,5 mg/ml nefúði, lausn. 1 ml inniheldur: Oximetazolinhýdróklóríð 0,1 mg, 0,25 mg eða 0,5 mg. Notkun: Nezeril er notað gegn einkennum eins og nefrennsli, bólgum í nefslímhúð og nefstíflu vegna kvefs eða skútabólgu (sinusitis), eða sem stuðningsmeðferð við miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Ekki skal nota Nezeril ef þekkt er ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefni þess. Skömmtun: Börn frá 7 mánaða - 0,1 mg/ml, 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Börn frá 2 ára – 0,25 mg/ml, 1 úði í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Börn frá 7 ára – 0,25 mg/ml, 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Fullorðnir og börn frá 10 ára – 0,5 mg/ml: 2 úðar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Nezeril má mest nota í 10 daga samfleytt. Varnaðarorð: Segið lækni frá því ef einhverjir aðrir sjúkdómar eru til staðar, sérstaklega hjartasjúkdómar, ofstarfsemi skjaldkirtils eða gláka (þrönghornsgláka), áður en byrjað er að nota Nezeril. Lesið vandlega leiðbeiningar um notkun lyfsins í fylgiseðli. Fulltrúi markaðsleyfishafa: GlaxoSmithKline ehf. Þverholti 14, 105 Reykjavík, Ísland, Sími 530 3700. Tilkynning um aukaverkanir: Aukaverkanir má tilkynna á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSmithKline í síma 530 3700. Þarftu að losa um stífluna? Notaðu Nezeril og andaðu léttar. ÁN ROTVARNAR- EFNA D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóð- fund, vandaða vinnu stjórn- laganefndar, fjögurra mán- aða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurning- ar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðar- atkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnar skrá yrði persónukjör í kosning- um til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlut- fall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því. Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðis- ríkja. Þar af leiðandi byggir stjórn- skipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifj- um þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóð- kjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórn- arskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borg- aranna en þar eru líka leikregl- ur stjórnmálanna; ráðherra, þing- manna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmun- ir þeirra of miklir. Í nýrri stjórn- arskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar 20. október 2012. Fyrir ári STJÓRNARSKRÁ Margrét Tryggvadóttir fv. alþingismaður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.