Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 12
22. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 FRAKKLAND Franska dagblaðið Le Monde skýrði frá því að bandaríska Þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hefði safnað saman gögnum um meira en sjötíu milljónir símtala í Frakk- landi á mánaðar tímabili um og eftir síðustu áramót. Laurent Fabius, utanríkisráð- herra Frakklands, brást snögglega við og kallaði í gær bandaríska sendiherrann í Frakklandi á sinn fund vegna meintra njósna. Fabius krefst útskýringa á þessum aðgerð- um sem hann segir „gjörsamlega óásættanlegar“. Frétt Le Monde byggir á gögn- um frá uppljóstraranum Edward Snowden. Þar kemur fram að þegar hringt var úr ákveðnum númerum geymdust gögn um þau sjálfkrafa. Þá geymdi kerfið líka textaskilaboð sem innihéldu ákveðin lykilorð. Njósnaaðgerðir bandarískra stofnana hafa víða valdið miklu uppnámi, meðal annars í löndum á borð við Bretland, Þýskaland og nú Frakkland þar sem Bandaríkin hafa orðið uppvís að slíku. Þýsk stjórnvöld hafa meðal ann- ars brugðist við með því að fella úr gildi samning frá kaldastríðsárun- um, sem veitti Bretum og Banda- ríkjunum heimild til þess að krefja þýska embættismenn um aðstoð við eftirlit innan Þýskalands í þeim til- gangi að vernda breska og banda- ríska hermenn þar. „Ég skil vel reiðina í Frakk- landi,“ sagði Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, í gær. „Svona nokkuð er ekki gert á milli vina. Þess vegna er mikil- vægt að allt komi í ljós um það sem gerst hefur.“ Stjórnvöld í Brasilíu og Mexíkó hafa, auk fleiri ríkja í Suður- og Mið-Ameríku, einnig gert alvar- legar athugasemdir við framferði Bandaríkjanna. Í báðum þessum löndum kom í ljós að Bandaríkin höfðu hlerað samskipti forseta landanna. Forseti Brasilíu brást við með því að hætta við opinbera heimsókn til Banda- ríkjanna, auk þess sem hann átaldi Bandaríkin úr ræðustól á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Mexíkóstjórn krafist rannsóknar á hlerunum Banda- ríkjanna í forsetahöllinni í Mexíkó: „Í samskiptum nágranna og sam- starfsríkja er ekkert pláss fyrir athæfi af því tagi sem sagt er að hafi átt sér stað,“ segir í yfirlýsingu frá Mexíkóforseta á sunnudaginn. „Við erum byrjuð að endurskoða það hvernig við söfnum upplýsing- um, þannig að við getum gætt jafn- vægis milli réttmætra áhyggna borgara okkar og bandamanna okkar af öryggismálum og pers- ónuverndarhagsmunum allra,“ segir Caithlin Hayden, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í Hvíta húsinu. Hún stendur engu að síður fast á því að upplýsing- arnar, sem Bandaríkin safni frá öðrum löndum, séu af sama toga og þær upplýsingar sem „öll önnur lönd safna“. gudsteinn@frettabladid.is Frökkum ofbýður hleranagleði NSA Utanríkisráðherra Frakklands krefst skýringa á athæfi bandarískra leyniþjónustu- manna, sem söfnuðu upplýsingum um 70 milljón símtöl í Frakklandi á einum mán- uði. Mexíkóstjórn mótmælir einnig hlerunum í forsetahöll landsins á síðasta ári. KEMUR AF FUNDI Charles H. Rivkin, sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, að loknum fundi með Laurent Fabius utanríkis- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rússneska leyniþjónustan FSB hyggst efla eftirlit sitt með netnotkun landsmanna og krefja netþjónustufyrirtæki um tæknilega aðstoð. Þetta kemur fram á vefsíðu rússneska dagblaðsins Kommersant, en þýska vikuritið Der Spiegel skýrir frá þessu á vef sínum. Fyrirtækið Vimpelcom, sem er ein stærsta netveita Rússlands, telur þessar fyrirhuguðu njósnir brjóta í bága við rússnesku stjórnarskrána. Vestræn netþjónustufyrirtæki á bak við Skype og Google Mail munu einnig þurfa að hlíta stjórnvaldsskipunum í þessu efni. Að sögn Spiegel verður leyniþjónustunni heimilt að vista í allt að tólf klukkustundir gögn um alla notkun internetsins í Rússlandi. Til þess að gera þetta kleift verður netþjónustufyrirtækjum gert skylt að tengja net sín við sérstakan búnað, sem stjórnað verður af leyniþjónustumönnum. Með þessu er gengið mun lengra en bandaríska leyniþjónustan gerir, því hún hefur látið sér nægja að safna gögnum um samskipti fólks á netinu. Rússar ætla að vakta alla netnotkun HÖFUÐSTÖÐVAR FSB Í MOSKVU TÆKNI Vodafone býður nú neyt- endum app að kostnaðarlausu sem gerir foreldrum kleift að setja snjallsímanotkun barna sinna sanngjörn mörk. Með app- inu er meðal annars hægt að skil- greina hverjir geta hringt í barn- ið, hvert barnið getur hringt og hvenær kveikt er á tiltekinni virkni snjallsímans. Appið, Voda- fone Guardian, er aðgengilegt öllum sem nota Android-snjall- síma, óháð því hvaða símafyrir- tæki þeir skipta við. „Þetta er liður í stærra verkefni sem við erum með í gangi en það snýst um að vekja fólk til umhugsunar um notk- un barna á snjalltækjum og tölvum og hvaða raf- rænu spor eða ímynd þau eru að búa sér til. Netið gleymir aldrei. Mynd sem tekin er nú gæti átt eftir að elta þau í atvinnuvið- tal í framtíðinni,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri sam- skiptasviðs Vodafone. Auk appsins hefur Vodafone gefið út tíma- rit um stafrænt uppeldi í samstarfi við samtökin Heimili og skóli og SAFT, Samfélag, fjölskylda og tækni. Markmiðið er að fræða uppalendur á öllum aldri um möguleikana sem eru í boði og veita góð ráð. - ibs Vodafone hvetur til umræðu um stafrænt uppeldi og gefur út ókeypis app: Stýrir snjallsímanotkun barna HRANNAR PÉTURSSON framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone. staðir á Benidorm Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is 2 SUBWAY Kontakt hefur verið falið að annast milligöngu um sölu tveggja veitingastaða á Benidorm, en eigandinn er að snúa sér að öðrum verkefnum. Staðirnir eru báðir á besta stað á eða við aðalströndina. Reksturinn hefur gengið vel, samanlögð velta beggja staðanna er nálægt 100 mkr. og EBITDA hlutfall síðustu tveggja ára um 25%. Miklir möguleikar fyrir duglega aðila að opna enn fleiri staði á svæðinu. Greiða má kaupverð að hluta í íslenskum krónum. H a u ku r 1 0 .1 3 Nánari upplýsingar: gunnar@kontakt.is og í síma 414 1200. Skráning og nánari upplýsingar: Sími 514 9602 www.tskoli.is/uppbygging_tolvunnar | endurmenntun@tskoli.is www.tskoli.is Námskeið fyrir þá sem vilja læra á og þekkja grunnuppbyggingu tölvunnar. Þátttakendur læra að finna grunnorsakir bilana og lausnir í tölvunni. Að auki kynnast þeir virkni helstu eininga og algengasta inntaks- og úttaksbúnaðar, meginhlutverki örgjörva og minnis, mismunandi geymslumiðlum og helstu nýjungum, meginhlutverki stýrikerfis, helstu tengjum (s.s. USB, FireWire), ræsiferli tölvunnar, mismunandi hugbúnaði fyrir ólík verkefni, skipulagðri skjalastjórnun á diski, tvíunda- og sextándutalnakerfum og hverju það breytir ef tölvan fer í símann. Ekki er nauðsynlegt að búa yfir mikilli þjálfun eða leikni á tölvu til þess að geta nýtt sér námskeiðið. Tími: 29. október – 6. nóvember Uppbygging tölvunnar og nýjungar Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.