Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 38
22. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26 „Þetta eru allt saman ný lög og ný ljóð, og það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að plötunni,“ segir Ragnar Bjarnason tónlistar- maður, sem er þessa dagana að klára nýja plötu sem kemur út um miðjan nóvember. Platan sem er enn ónefnd er unnin af Jóni Ólafs- syni tónlistarmanni og hafa þeir félagar unnið í tvo til þrjá mánuði að plötunni. „Við eyddum miklum tíma í að finna rétta stílinn. Jón Ólafs hefur verið potturinn og pannan í þessu öllu saman. Allir þeir sem koma að plötunni eru alveg frábærir.“ Fjöldinn allur af lagahöfundum á lög á plötunni og eru Jón Jónsson, Megas, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Val- geir Guðjónsson þeirra á meðal. Þá eiga Ólafur Haukur Símonarson, Kristján Hrafnsson, Valgeir Guð- jónsson og Kristján Hreinsson texta á plötunni, ásamt fleiri skáldum. „Það er mikill léttleiki yfir nýju plötunni, hún er skemmtileg og við förum yfir allan skalann, allt frá reggíi yfir í hálfgert diskó, svo eru líka rólegar og fallegar perlur þarna,“ útskýrir Ragnar. Textarnir eru léttir og segja skemmtilegar sögur. „Það er einn texti þarna um Þjóðarbókhlöðuna og fjallar í raun um hvernig lífið er og hvað fólk er að gera á Þjóð- arbókhlöðunni. Það hefur enginn sungið um Þjóðarbókhlöðuna fyrr en núna,“ bætir Ragnar við léttur í lundu. Þetta er fyrsta platan sem Ragn- ar gefur út í fjölmörg ár, þar sem eingöngu er nýtt efni á boðstólum. Þó kom út árið 2007 jólaplata með honum þar sem ný jólalög var að finna. Í fyrra gaf Ragnar út plötu sem á voru dúettar og seldist hún mjög vel en Ragnar tók einmitt á móti gullplötu í gær fyrir þá plötu. „Fyrir utan plötuna er ég mikið að skemmta á samkomum, eins og í afmælum og á árshátíðum, en svo reikna ég nú með að við höldum útgáfutónleika fljótlega eftir útgáf- una,“ bætir Ragnar við að lokum. gunnarleo@frettabladid.is Raggi Bjarna með nýja og ferska plötu Ragnar Bjarnason vinnur nú að plötu sem inniheldur eingöngu nýtt og ferskt efni eft ir landsþekkta lagahöfunda. Platan kemur út í nóvember. Ragnar Bjarnason hefur komið víða við og gefið út gífurlega mikið efni í gegnum tíðina. ➜ Nokkrar af plötum Ragnars Bjarnasonar ÁNÆGÐUR MEÐ GULLIÐ: Ragnar Bjarnason og Jón Ólafsson taka við gullplötu fyrir dúettaplötuna sem kom út í fyrra. MYND/GVA Ragnar gefur út plötu með Ellý Vilhjálms. 1954 Fyrstu plöturnar koma út, Í faðmi dalsins og Í draumi með þér, með KK-sextettinum. 1960 Plöturnar Komdu í kvöld og Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig koma út. 1965 Ragnar gefur út plötu með Ellý Vilhjálms. 1981 2004 Fær platínuplötu fyrir afmælisplötuna, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. 2010 75 ára afmælistón- leikar gefnir út. 2012 Dúettaplatan kemur út og fékk Ragnar gullplötu fyrir þá plötu í gær. 1999 Platan Við bjóðum góða nótt kemur út. Á henni eru bandarískir standardar. Hvert höldum við eftir dauðann? Fyrirlestur á ensku / www.lif-eftir-daudann.net HHollvinasamtök líknarþjónustu STJÓRNIN Aðalfundur Hollvinasamtaka líkarþjónustu verður haldinn í Neskirkju þriðjudag 20. október 2013 og hefst hann klukkan 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Lifandi og aðgengileg umfjöllun um ástir Íslendinga að fornu – um rétt þeirra til að elska, makaval, hjónaskilnaði, frillulíf og ást á eigin kyni. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.