Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 16
22. október 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Um þarsíðustu helgi var haldið Fjórð- ungsþing Vestfirðinga í Trékyllisvík á Ströndum. Þar var samþykkt ályktun um að harma þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slá aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið á frest. Þingið skoraði á ríkis- stjórnina að klára viðræðurnar og bera samning undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Gríðarleg vinna hafi verið lögð í undir- búning verkefna sem miða að því að bæta samkeppnishæfni svæða, en eru nú í upp- námi vegna óvissu um áframhald IPA- verkefna. „Byggðastefna ESB miðar að því að aðstoða hvert svæði við að nýta getu sína til fullnustu með því að bæta samkeppnis- hæfni og efla atvinnulíf,“ segir í ályktun- inni. „Það er gert með verulegu fjármagni og aðferðafræði sem gæti nýst okkur Íslendingum afar vel.“ Á Vestfjörðum hefur undanfarin ár verið lögð mikil vinna í að skilgreina leiðir til að byggja upp atvinnulíf og treysta byggð. Grunnurinn sem heimamenn vilja byggja á er hreinleiki svæðisins, ósnortin náttúra og vitund um mikilvægi umhverf- isverndar. Í slíku felast sóknarfæri í ferða- þjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi. En veruleikinn er erfiður. Of háir vextir og lélegur aðgangur að fé til uppbygging- ar. Aðild að ESB myndi leysa þann vanda fyrir Vestfirðinga, eins og aðra í hinum dreifðu byggðum. Og án aðgangs að erlendum mörkuðum mun störfum tæpast fjölga í landbúnaði. Landbúnaðurinn hefur gríðarlega vaxtar- möguleika, en þarf að losna úr álögum ein- angrunar og fákeppni í afurðaþróun. Aðild að ESB myndi skapa okkur ný tækifæri til að fjölga störfum í landbúnaði. Skilaboðin úr Trékyllisvík eru skýr: Hagsmunir landsbyggðanna felast í því að lokið verði við samninga um aðild að ESB. Spurningin er hvort ríkisstjórnin hlusti. Hún hefur nú þegar orðið sér til minnkun- ar með því að telja sig vita betur hverjir eru hagsmunir verkalýðshreyfingar og atvinnulífs en Alþýðusambandið, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Ætlar hún núna að segja okkur að hún þekki betur hagsmuni landsbyggðanna en fundur Vest- firðinga í Trékyllisvík? Skilaboðin úr Trékyllisvík EVRÓPUMÁL Árni Páll Árnason formaður Sam- fylkingarinnar ➜ Spurningin er hvort ríkisstjórn- in hlusti. Hún hefur nú þegar orðið sér til minnkunar með því að telja sig vita betur hverjir séu hagsmunir verkalýðshreyfi ngar og atvinnulífs. Nýjustu fréttir Kæru Íslendingar, í fréttum er þetta helst: Ómar Ragnarsson var hand- tekinn í gær. Já, sá Ómar Ragnars- son. Gleðigjafinn gamalkunni sem hver Íslendingur yfir tíu ára aldri þekkir. Algjörlega óháð þeim aðstæðum þegar þetta átti sér stað og á hverju gekk í aðdraganda hand- tökunnar skýtur þetta verulega skökku við. Þjóðin sem handtók Ómar Maður veltir líka fyrir sér hvað flogið hefur um hugskot lögregluþjónanna sem leiddu Ómar Ragnarsson, í járnum, inn í lögreglubíl og lokuðu á eftir. Verður maður ekki þá að íhuga hvort maður sé staddur réttum megin í tilverunni? Svo vitnað sé í Facebook- status Braga Valdimars Skúlasonar, Baggalúts með meiru: „Ég nenni ekki að vera með í þjóð sem hand- tekur Ómar Ragnarsson.“ Hverjum verður næst fleygt í grjótið? Ragga Bjarna? Grínast með Besta Niðurstöður nýrrar skoð- anakönnunar á fylgi flokkanna í borgarstjórn í Reykjavík leiða í ljós að Besti flokkurinn bætir við sig. Það yrði mikið reiðarslag fyrir gömlu flokkana ef þetta yrði raunin, þar með talið Sam- fylkinguna sem myndar meirihluta með Besta. En það er sem betur fer ekkert að óttast ef marka má Pál Vilhjálmsson. Á bloggi sínu segir Páll að þessi skoðanakönnun sýni skopskyn Reykvíkinga sem svari skoðanakönnunum í gríni. „Vitanlega dett[i] ekki nokkrum lifandi manni í hug að kjósa Jón Gnarr“ nema vinum og fjölskyldu frambjóðenda. Reykvíkingar eru ekki bara ótrúlega fyndnir heldur líka þrautseigir, því þeir hafa nú í um það bil hálft ár látið eins og um og yfir þriðjungur þeirra ætli að kjósa Besta. thorgils@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is H vers konar ríki er það sem handtekur Ómar Ragnars- son? var spurt víða á samfélagsmiðlum í gær, eftir að þessi ástmögur þjóðarinnar var tekinn höndum þar sem hann sat ásamt fleirum í vegi vinnuvéla í Gálga- hrauni. Svo fylgdu gjarnan athugasemdir um lög- regluríki, offors og yfirgang lögreglunnar og fleira af því tagi. Svarið við spurningunni er samt allt annað. Ríkið sem handtek- ur Ómar Ragnarsson er ríkið sem fer ekki í manngreinarálit við framkvæmd laganna. Ómar og félagar stöðvuðu löglegar fram- kvæmdir, sem öll tilskilin leyfi eru fyrir frá til þess bærum yfir- völdum. Lögreglan var að vinna vinnuna sína og ekki verður séð af myndum af atburðunum að hún hafi beitt meira valdi en nauðsynlegt var til að fjarlægja fólkið og leyfa framkvæmdunum að halda áfram. Þótt mótmælin hafi verið friðsamleg var lögreglan í fullum rétti að stöðva þau. Við höfum tiltekið kerfi stofnana og eftirlitsaðila til að meta hvort framkvæmdir eins og við nýja Álftanesveginn standist lög og reglur. Framkvæmdin fór í gegnum skipulagsferli og þrátt fyrir kærur hafa bæði umhverfismat og framkvæmdaleyfi verið úrskurðuð gild. Í því felst það mat viðkomandi stofnana að almannahagsmunir af veginum séu það miklir að þeir réttlæti þau náttúruspjöll sem hann kann að hafa í för með sér. Andstæðingar vegarins vísa til þess að kærumál vegna hans séu fyrir dómi. Vegagerðin bendir hins vegar réttilega á að séu öll tilskilin leyfi fengin, sé meginreglan í íslenzkum rétti sú að málarekstur fresti ekki framkvæmdum. Flestar framkvæmdir eru umdeildar og það er líka rétt hjá Vegagerðinni að lítið væri framkvæmt ef alltaf væri hægt að fresta þeim með kærumálum. Lögreglulögin eru skýr um að fólki ber að fara að fyrirmælum lögreglu. Þá sem ekki gera það má handtaka. Þetta vissu andstæð- ingar Álftanesvegarins að sjálfsögðu. Þeir beittu þeirri pólitísku baráttuaðferð sem kölluð er borgaraleg óhlýðni og á sér langa hefð, fremur þó í nágrannalöndunum en hér á Íslandi. Í Bret- landi eru mótmæli við vegaframkvæmdum í dreifbýli til dæmis algeng og heldri borgarar standa gjarnan í vegi fyrir jarðýtunum í Barbour-jökkunum sínum og stígvélunum, vitandi vits að þeir verði handteknir. Enda er óhlýðnin fremur pólitísk yfirlýsing en að fólki detti í alvörunni í hug að það geti stöðvað vinnuvélarnar. Á endanum snýst deilan um vegarlagninguna í Gálgahrauni nefnilega um pólitík fremur en lögfræði. Meirihluti bæjar- stjórnarinnar í Garðabæ hefur ákveðið að keyra málið áfram, þrátt fyrir mótmælin. Það er pólitísk ákvörðun. Í ljósi þess að lítil þörf virðist vera á nýja veginum miðað við umferð og slysatíðni og umhverfisspjöllin af hans völdum eru veruleg og óafturkræf, kann það að vera misráðin pólitík að bíða ekki niðurstöðu í dóms- málunum sem nú eru rekin. Ef það er svo niðurstaða kjósenda í Garðabæ að bæjarstjórnar- meirihlutinn hafi farið fram með offorsi, henda þeir honum væntanlega út í bæjarstjórnarkosningunum næsta vor. Það væri raunar árangursríkari friðsamleg aðgerð en að reyna að stöðva löglegar framkvæmdir með þaulsetu í hrauninu. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele ryksugur Ástmögur þjóðarinnar handtekinn fyrir óhlýðni: Pólitík í Gálgahrauni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.