Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 22. október 2013 | MENNING | SYKURLAUST STREPSILS með jarðaberjabragði Við eymslum og ertingu í hálsi! - nú sykurlaust og með jarðaberjabragði Strepsils Jordbær Sukkerfri munnsogstöflur. Inniheldur: 2,4-tvíklóróbensýlalkóhól 1,2 mg, amýlmetakresól 0,6 mg. Ábendingar: Eymsli og erting í hálsi. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 6 ára og eldri: 1 munnsogstafla er látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst. fresti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ekki nota stærri skammt en ráðlagður er. Sjúklingurinn skal leita læknis ef hann er í vafa eða ef einkenni lagast ekki eða versna innan nokkurra daga. Lyfið inniheldur ísómalt og maltitól sem geta haft væg hægðalosandi áhrif. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki taka lyfið. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Reckitt Benckiser Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. 20 13 R B 00 2 St re ps ils Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. EINLEIKIN GAMANSEMI Í HÖRPU KVÖLDSTUND MEÐ LADDA Í EIGIN PERSÓNU „Stórkostleg sýning!“- Heimir Karlsson, Bylgjan „Á sviðinu birtistmanni lítill drengurmeð stórt hjarta.“- Helgi Snær Sigurðarson, Morgunblaðið. Síðustu sýningar komnar í sölu! Skoski Hollywood-leikarinn Ewan McGregor verður gestgjafi á hrekkja- vökuballi til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef. Allur ágóðinn rennur til barna í hinu stríðs- hrjáða Sýrlandi. Aðrar stjörnur á ballinu, sem verð- ur haldið í London 31. október, verða söngvarinn Robbie Williams, leik- arinn Roger Moore og fyrirsætan Claudia Schiffer. McGregor hefur stutt við bakið á Unicef frá árinu 2004. Hann segir mikilvægt að halda ballið til að safna peningum fyrir sýrlensku börnin. „Eins og staðan er núna er meira en ein milljón barna á flótta og rúmlega þrjár milljónir barna þurfa á hjálp að halda í Sýrlandi. Ástandið hjá þeim er grafalvarlegt,“ sagði leikarinn við tímaritið Harper‘s Bazaar. „Uni- cef vinnur dag og nótt við að útvega hreint vatn, bóluefni, menntun og sálfræðiaðstoð fyrir þessi börn.“ McGregur hefur einnig tjáð sig um ballið á Twitter. „Hlakka til hrekkja- vökuballs Unicef í Bretlandi fyrir sýr- lensk börn,“ skrifaði hann. Hrekkjavaka fyrir sýrlensk börn Ewan McGregor verður gestgjafi á hrekkjavökuballi til styrktar Unicef. EWAN MCGREGOR Skoski leikarinn verður gestgjafi á hrekkjavökuballi Unicef. Tískan næsta vor og sumar verður litrík ef marka má tískuvikurnar sem fóru fram víða um heim í lok ágúst og september. Appelsínu- gulur og dökkblár verða þeir litir sem verða hvað mest áberandi, ef frá eru tald- ir litir á borð við hvítan, ljósbrúnan og fölgráan. Þessir sterku litir eru til- breyting frá pastellitun- um sem halda gjarnan inn- reið sína þegar sól tekur að hækka á lofti. Sterkir litir næsta vor Appelsínugulur og dökkblár verða ríkjandi næsta vor. GENNY CHRISTIAN DIOR GIANFRANCO FERRE RALPH LAUREN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.