Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. október 2013 | FRÉTTIR | 11 SVEITARSTJÓRNARMÁL Vill 4. til 5. sæti Rafn Steingrímsson gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík 16. nóvember næst- komandi fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Hann er 25 ára og starfar við vefhönnun og forritun. Sækist eftir 3. sæti Marta Guðjónsdóttir, fyrsti varaborgar- fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri flokksins 16. nóvember. Hún hefur setið í umhverfis- og skipulagsráði, íþrótta- og tómstundaráði, menningar- og ferðamálaráði, mannréttindaráði og heilbrigðisnefnd borgarinnar. Sækist eftir 4. til 6. sæti Sigurjón Arnórsson sækist eftir 4. til 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnar- kosningar. Sigur- jón er alþjóðlegur viðskiptafræðing- ur og situr í stjórn Félags sjálfstæðis- manna í Skóga- og Seljahverfi. Stefnir á 4. sæti Lára Óskarsdóttir hefur lýst yfir fram- boði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í nóvember og sæk- ist eftir 4. sæti. Hún gegnir for- mennsku í Félagi sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Túnahverfi auk þess að sitja í framkvæmda- stjórn Varðar og stjórn fjárlaga- nefndar Sjálfstæðis- flokksins. LÁRA ÓSKARSDÓTTIR SIGURJÓN ARNÓRSSON MARTA GUÐJÓNSDÓTTIR RAFN STEINGRÍMSSON VÍSINDI Ekki er víst að Neander- dalsmenn hafi lifað jafn heilsu- samlegu lífi og vísindamenn hafa talið og ástæða er til að efast um að þeir hafi borðað grænmeti að nokkru ráði, segja vísindamenn við breska náttúruvísindasafnið í London. Vísindamenn hafa hingað til gengið út frá því að grænmetis- agnir sem fundist hafa á tönnum þessara fornmanna sýni fram á að þeir hafi borðað grænmeti. Ný rannsókn, sem vitnað er til í breska blaðinu Guardian, sýnir að þeir gætu allt eins hafa borðað innihald maga dýranna sem þeir veiddu sér til matar. Þekkt er að innihald maga grasbíta þótti sér- stakt góðgæti meðal inúíta og ann- arra frumbyggja Ameríku. - bj Draga grænmetisátið í efa: Innihald maga gæti blekkt ÓVISSA Draga má í efa að agnir, sem þóttu benda til þess að Neanderdals- menn borðuðu grænmeti, færi nokkrar sönnur á það. NORDICPHOTOS/AFP ÁSTRALÍA, AP Hundruð heimila hafa orðið gróð- ureldunum í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu að bráð síðustu daga. Slökkvistarfi hefur sérstaklega verið beint að því að ráða niðurlögum mikilla elda nálægt bænum Lithgow, en búist er við hættuástandi víða í fylkinu næstu dagana. Einhverjir umhleypingar eru sagðir verða í veðrinu í dag, með nokkurri úrkomu sem þó er ekki talið að muni dempa eldana neitt að ráði. Síðan versna aðstæður á ný á morgun, þannig að ekki er séð fram á að nokkurt lát verði á eldunum næstu dagana. Eldarnir hafa nú þegar kostað eitt mannslíf, en 208 heimili hafa eyðilagst með öllu og 122 skemmst í eldunum. Að minnsta kosti á fimmtán stöðum í fylk- inu hafa slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar ekki ráðið neitt við eldana, en aðstæður á sunnudag gerðu mönnum kleift að fækka eld- unum í kringum stórborgina Sydney úr rúm- lega hundrað niður í 61. Aðstæður eru hins vegar fljótar að breytast og í gær var talin hætta á að tveir stærstu eld- arnir sameinuðust á svæðinu vestur af Blá- fjöllum allt til Sydney og stofnuðu þar með borginni í mikla hættu. - gb Gróðureldarnir í Ástralíu eru með þeim verstu sem þar hafa geisað: Hundruð heimila orðið eldunum að bráð ERFITT SLÖKKVISTARF Búist er við erfiðum veður- skilyrðum áfram, miklum hitum og roki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LESUM SAMAN Krakkar á öllum aldri eru hvattir til að vera með og lesa skemmtilegar bækur og skólaefni. 100 vinningshafar verða dregnir út að Lestrar- viku lokinni og hljóta veglega vinninga. Auk þess munum við daglega draga út nöfn heppinna þátttakenda og senda þeim skemmtilega bókavinninga. Lestrarhestur Arion banka verður svo valinn í lok vikunnar og hlýtur hann iPad spjaldtölvu í verðlaun. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is/lestrarvika GÓÐA SKEMMTUN! 20.–27. OKTÓBER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.