Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.10.2013, Blaðsíða 22
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2 22. október 2013 ÞRIÐJUDAGUR MAXIMA hágæða, fjarstýrðar stólpalyftur. Laugavegi 178, 105 Reykjavík sími: 6983144 Gott ÁR ehf Lyftigeta: 4 x 7,5 tn.CE og ISO 9001 vottaðar. Gott verð. ekinn 116.000 km.Ný tímareim, harðskelja heilsársdekk. Nýjar bremsuborðar og skálar, ABS kerfi yfirfarið. Dráttarkrókur og litaðar afturrúður. Bensínbíll Upplýsingar í síma 698-6148 Karen Eðalvagn til sölu Hyundai Santa Fe, 2004 árg. verð 1.100.000 kr Save the Children á Íslandi www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirgir@365.is Sími 5125432 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is MERCEDES BENZ GL350 Reynsluakstur J eppum og jepplingum fer mjög fjölgandi í Merce- des Benz-fjölskyldunni en sá allra stærsti þeirra er GL-gerðin. Hann er í stuttu máli risastór og með rými fyrir sjö far- þega. Núverandi gerð bílsins er af annarri kynslóð og er hann ný- kominn á markað. Fyrsta kyn- slóð bílsins var kynnt fyrir sex árum. Það er ávallt áhrifamikið að setjast inn í svo stóran bíl sem þennan, sem hlaðinn er lúxus og tilfinningin dálítið eins og öku- manni finnist hann eins og kóng- ur á veginum. Á árum áður máttu eigendur stórra jeppa venjast því að borga vel fyrir sopann á bens- ínstöðvunum, en nú eru breyttir tímar því þessi bíll er með spar- neytna 3,0 lítra dísilvél sem í skemmtilegum reynsluakstri ut- anbæjar eyddi aðeins 9,5 lítr- um á hverja 100 kílómetra. Það verður að teljast ári gott fyrir svo stóran bíl og ekki jókst eyðsl- an að ráði innanbæjar. GL-jepp- inn er framleiddur í landi hinna stóru bíla, Bandaríkjunum, enda líklega vænlegustu kaupendur heims þar að finna fyrir svo stór- an bíl. Þeir eru þó allnokkrir sem hugsað gætu sér að eiga slíkan bíl hérlendis og hafa efni á því, enda svona bíll afar hentugur fyrir ís- lenska vegi. Stór en fyrir því fi nnst ekki Stórir bílar eins og þessi verða stundum eins og olíuskip í akstri, en það á alls ekki við um þenn- an bíl. Hann er óvenjulipur þrátt fyrir alla sína stærð. Einhvern veginn finnur ökumaður ekki fyrir allri þessari stærð bíls- ins við aksturinn og það er ekki fyrr en gjóað er auga aftur eftir bílnum sem stærðin verður ljós. Hrikalega vel fer um alla far- þega bílsins og rýmið í aftur- sætinu er með því allra besta. Meira að segja eru aukasætin í þriðju röðinni þægileg og rúma hreint ágætlega fullorðna. Þegar þau eru niðri er flutningsrými bílsins mjög stórt, allt að 2.300 lítrar. Fyrir vikið er þessi bíll algjör draumur ferðalangsins og má taka marga farþega og mik- inn farangur með í för. Innrétt- ing GL350 er lagleg og stílhrein, en án íburðar og samkeppnisbíl- ar frá Porsche, Range Rover og Audi eru með fallegri innrétting- ar. Leður- og viðarinnlegging- ar ráða ferðinni og hefur allvel lukkast til en fegurðarverðlaun- in fara annað. Í lengri akstri fer þessi bíll einkar vel með farþega og framsætin eru góð og þreytt- ist ökumaður ekki þótt langt væri ekið. Leðurklædd sætin eru flott og rafstýrð. Takkarn- ir fyrir rafstýringu sætanna eru á betri stað í þessum bíl, en hjá flestum öðrum framleiðend- um, eða í bestu hæð á hurðun- um og er þetta eitt af einkennum Mercedes Benz-bíla. Fyrir vikið þurfa þeir sem í framsætunum eru ekki að þreifa sig áfram með fingrunum eftir hliðum sætanna og prófa sig áfram með fikti. Stillingarnar í Benz skýra sig sjálfar og engu þarf að venjast, bara framkvæma. Dugleg dísilvél GL-jeppann má fá með 3,0 lítra dísilvél sem er 258 hestöfl og var reynsluakstursbíllinn þann- ig. Hann býðst einnig með V8 bensínvél sem er annaðhvort 435 hestöfl eða AMG-útgáfuna með 557 hestafla vél. Sá bíll kostar reyndar kostar litlar 32,4 millj- ónir króna, en sá aflminni 23,8. Með dísilvélinni kostar GL rétt innan við 16 milljónir og munar því ansi miklu á útfærslum bíls- ins. Þessi dísilvél er ári dug- leg og dugar þessum stóra bíl ágætlega. Bíllinn er vel spræk- ur og tekur sprettinn í hundrað- ið á um 8 sekúndum með aðstoð góðrar 7-gíra sjálfskiptingar. Hann er ferlega góður á sigling- unni og það þarf að passa sig á hversu viljugur hann er þar, en ómögulegt er að fatta þegar hann er kominn á nokkra tuga kíló- metra hraða meira en löglegt er. Fyrir því finnst bara ekki. Bíll- inn er mjög hljóðlátur og er það einn af stórum kostum bílsins. Þó hratt sé farið er nánast ekk- ert vélar -, vind- eða dekkjahljóð. Þá má njóta ágætra hljóðtækj- anna á meðan, eða líða áfram í dásamlegri þögn og sjúga inn fegurð landins sem á silkiskýi. Bíllinn er með loftpúðafjöðrun og má hækka bílinn eftir aðstæð- um. Fyrir vikið verður bíllinn ágætasta torfærutæki og hann fer jafn vel með farþega á möl og malbiki. Bíllinn er einstaklega lipur í akstri og þægilegur og hliðarhalli í beygjum er minni en ætla mætti fyrir svona bíl. Eins og áður sagði er eyðsla þessarar 3,0 lítra dísilvélar til fyrirmynd- ar og aldrei sást hærri tala en 10 lítrar á hundraðið. Því er þessi bíll ódýr í rekstri og á tankfylli kemst hann 800 kílómetra. Mikið breyttur bíll og léttari Til vitnis um stærð Mercedes Benz GL350 er hann lengri en Range Rover þó aðeins grennri sé. Mikið hefur breyst í bílnum frá fyrri kynslóð þó svo ytra út- litið beri það ekki mikið með sér. Undirvagn hans er alveg nýr og tekist hefur að létta bílinn um 90 kg en samt er hann heil 2.445 kg. Vélin er eyðslugrennri og á það reyndar við alla vélar- kostina sem í boði eru. Eyðsla dílisvélarinnar hefur minnk- að um 24% og munar um minna og mengun hennar hefur lækk- að um 14%. Það vekur nokkra athygli að frá B-pósti bílsins og fram úr er GL eiginlega eins og talsvert ódýrari ML jeppi Mercedes Benz. Auðvitað felst í því sparnaður og það er ekki eins og þar fari ljót innrétt- ing, en verðbilið gæti þó rétt- lætt einhvern mun. GL-jeppinn er mjög eigulegur bíll og hækk- anleg loftpúðafjöðrun hans og góðir torfærueiginleikar bæta um betur. Hann á þó nokkra samkeppnisbíla sem hver um sig hafa sína kosti. Porsche Ca- yenne Diesel er ódýrari en nokkru minni og kostar tæpar 15 milljónir. Range Rover er ekki ósvipaður að stærð en kost- ar miklu meira, eða 24 milljón- ir. Það á einnig við Toyota Land Cruiser 200 með dísilvél sem kostar 20,2. Land Rover Dis- covery er aðeins minni en kost- ar rétt undir 11 milljónum. Hann er reyndar nokkru afl- minni. Því má segja að Merce- des Benz GL sé afar vænlegur kostur í flokki lúxusjeppa. LÚXUSJEPPI AF STÆRRI GERÐ Óvenjulipur þrátt fyrir stærðina, eyðir eins og fólksbíll, með sparneytna þriggja lítra dísilvél sem er aflmikil að auki. Mercedes Benz GL350 er mjög langur bíll, með þrjár sætaraðir og rúmar sjö farþega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.