Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 6
30. október 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Á hvaða ferðamannastað hafa rekstr- araðilar ákveðið að hefja gjaldtöku? 2. Hversu margar leiguíbúðir vantar í Reykjavík að mati Samtaka leigjenda? 3. Hvaða íslensku hljómsveitir eru tilnefndar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs? SVÖR: 1. Geysissvæðinu. 2. Um 3500. 3. Mezzo- forte og Nordic Aff ect. DÓMSMÁL Sjálfseignarstofnunin Sólvellir krefst þess að Hafnar- fjarðarbær greiði 15 milljónir króna vegna kostnaðar við útboð á hjúkrunarheimili á Völlunum. Sólvellir ses. tóku þátt í útboði um byggingu hjúkrunarheimilis- ins á árinu 2010. Það gerði sömu- leiðis Umönnun ses. sem einn- ig var metin hæfur bjóðandi. Eftir kæru Sólvalla var ákvörð- un bæjarins um hæfi Umönnun- ar úrskurðuð ógild í febrúar 2011 því aðilar þar tengdust þeim sem gerðu útboðsgögnin. „Þá var bara einn eftir og sjálf- gefið að við færum ekki í alútboð með einn aðila,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar. Guðrún segir að bærinn hafi í kjölfarið ákveðið að endurskoða ferlið. Sól- vellir hafi þá krafist bóta en því verið hafnað. Upphaflega útboðið var svokall- að alútboð; það er bjóðendur áttu að annast allt verkið, að hönnun meðtalinni. Guðrún segir að nú hafi farið fram útboð og samið hafi verið um hönnunina eina. Aðrir þættir séu boðnir út sérstak- lega. Gert sé ráð fyrir að hjúkrun- arheimilið sem er með sextíu rými og standi í Skarðshlíð, innst á Völl- unum, verði tekið í notkun um þar næstu áramót. Að Sólvöllum stendur hópur tengdur hjúkrunarheimilinu Sól- vangi. Í honum eru Sigþrúður Ingimundardóttir hjúkrunarfor- stjóri, Helgi Númason, endur- skoðandi Sólvangs, og Erna Fríða Berg, fyrrverandi forstjóri Sól- vangs, sem jafnframt sat í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði þegar félagið gerðist stofnaðili að Sólvöllum. Í bréfi lögmanns Sólvalla til Hafnarfjarðarbæjar er sett fram sundurliðuð ríflega 15 milljóna króna krafa sem „innborgun“ bæj- arins vegna kostnaðar sem lagt hafi verið í. Þá er ítrekað að bær- inn skuldi Sólvöllum 350 þúsund krónur í málskostnað vegna kæru í upphaflega útboðinu. „Það var ekki tekin formleg afstaða en ég geri ráð fyrir að svarið verði með sama hætti og síðast, að bótakröfu sé hafnað,“ segir bæjarstjórinn sem falið var af bæjarráði að svara kröfu Sól- valla. Guðrún tekur þó fram að til standi að greiða Sólvöllum fyrr- nefndan 350 þúsund króna kostn- að úr kærumálinu. „Að sjálfsögðu er velkomið að greiða það.“ gar@frettabladid.is Krefst milljóna fyrir útboð sem fjaraði út Hafnarfjarðarbær er krafinn um 15 milljóna króna „innborgun“ upp í bætur vegna kostnaðar við alútboð á hjúkrunarheimili. Eftir kæru stóðu Sólvellir ses. eftir sem eini hæfi bjóðandinn. Þá var hætt við útboðið. Borgum ekki, segir bæjarstjórinn. Þá var bara einn eftir og sjálfgefið að við værum ekki að fara í alútboð með einn aðila. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar VALLAHVERFIÐ Nýtt hjúkrunarheimili á að rísa í Skarðshlíð innst í Vallahverfinu í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TYRKLAND Tyrkir opnuðu í gær göng undir Bosporussund, sem ligg- ur á milli Asíu- og Evrópuhluta stór- borgarinnar Istanbúl, fjölmennustu borgar Tyrklands. Reiknað er með að 1,5 milljónir farþega fari um göngin daglega með lest. Það gæti dregið úr umferðar- teppum sem hafa lengi verið vanda- mál í Istanbúl vegna þess að brýrn- ar tvær yfir Bosporussund anna ekki umferðinni. Recep Tayyip Erdogan, forsæt- isráðherra Tyrklands, hefur lagt mikla áherslu á þessa framkvæmd, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir bruðl og flottræfilshátt. Göngin eru alls 13,8 kílómetra löng, en 1,4 kílómetrar eru undir sundinu sjálfu. Erdogan hefur frekari áform um stórframkvæmdir, meðal annars um önnur göng til hliðar við þessi fyrir bílaumferð og þriðju brúna yfir sundið. Þá vill hann láta gera nýjan flugvöll í Istanbúl og grafa stóran skurð fyrir skipaumferð framhjá Bosporussundi. - gb Tyrkir opna með viðhöfn lestargöng undir Bosporussund og undirbúa frekari framkvæmdir við sundið: Neðansjávargöng tengja Evrópu við Asíu FRAMKVÆMDIR Félagið Þing- vangur hefur fengið byggingar- leyfi fyrir tveggja til níu hæða fjölbýlishúsi með 141 íbúð á Grandavegi 42 til 44. Undir húsinu verður bíla- kjallari á tveimur hæðum með stæði fyrir 173 bíla. Um er að ræða svokallað Lýsislóð sem Þingvangur keypti af Landey hf., dótturfélagi Arion banka. Sjávarlóðin hefur verið auð frá því Lýsishúsið var rifið fyrir sjö árum. Að því er fram kom á Vísi í nóvember í fyrra gerir skipu- lag ráð fyrir hjúkrunarheimili í hinum enda lóðarinnar. - gar Byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á Grandavegi 42 til 44: Leyfa háhýsi með 141 íbúð GRANDAVEGUR Hús Lýsis var rifið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Göngin undir Bosporus Gullna hornið Istanbúl Sirkeci Evrópa Yenikapi Höfn Bosporussund Topkapi-höllin Sofíukirkjan Bláa moskan Üsküdar Asía 1 km H ei m ild : M ar m ar ay VEISTU SVARIÐ? Á morgun 31. október gefur Íslandspóstur út jólafrímerkin 2013 og frímerkjaröð tileinkaða íslenskri myndlist auk frímerkis til að minnast 100 ára afmælis Morgunblaðsins. Jólaprýði Póstsins 2013 er tileinkuð þremur kirkjum. Myndefni jólafrímerkjanna er fengið úr steindum glugga yfir dyrum Hallgrímskirkju eftir Leif Breiðfjörð. Svonefndur AR-kóði er byggður inn í jólafrímerkin. Með því að hlaða niður sepac stamps-appinu í snjallsíma eða spjaldtölvu má skoða gluggann í heild sinni og Hallgrímskirkju frá ýmsum sjónarhornum og jafnframt njóta orgelleiks Harðar Áskelssonar. Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 Fax: 580 1059 Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is Safnaðu litlum lis taverkum FERÐAÞJÓNUSTA Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, telur að það verði flók- ið fyrir landeigendur á Geysi að innheimta sjálfir gjald af ferðamönnum þar sem ríkið eigi hluta af landinu í Haukadal. Hún telur best að allir ferðamannastaðir verði með í náttúrupassa sem hún vonar að verði lögfest- ur snemma á næsta ári. Eins og fram hefur komið ætla landeigendur á svæðinu að innheimta gjald af ferðamönnum fyrir að skoða svæðið. Gjaldið á að standa undir upp- byggingu á svæðinu. Málið er flókið þar sem ríkið á 35 prósent lands á svæðinu, þar með talið þann hluta landsins þar sem hverirnir Geysir og Strokk- ur eru. Ragnheiður vill ekki útiloka fyrr en á reyni að ekki verði hægt að ná samkomulagi við landeigend- ur. Það sé mjög aðkallandi að bæta aðstöðu á ferða- mannastöðum um allt land, en eftir sé að útfæra hvernig fjármagni verði deilt á milli staða. „Ég get ekki lofað á þessu stigi máls hversu mikið hver fær. Það er seinni tíma mál. En mark- miðið er klárlega að tryggja fjármagn,“ segir Ragnheiður. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar er áformum um gjaldtöku á Geysissvæðinu mót- mælt harðlega. Þar segir að samtökin séu reiðu- búin til viðræðna við stjórnvöld um útfærslu á náttúrupassanum. - bj, hmp Ráðherra áformar að náttúrupassinn verði lögfestur snemma á næsta ári: Flókið að rukka inn við Geysi GOSHVERIR Bæði Geysir og Strokkur eru á landi sem tilheyrir ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.