Fréttablaðið - 30.10.2013, Page 8
30. október 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
442 1000
Nánari upplýsingar á rsk.is
Álagning opinberra gjalda
á lögaðila árið 2013
Álagningu tekjuskatts er lokið á lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla,
sbr. og 4. mgr. 71. gr., sem og álagningu annarra opinberra gjalda lögaðila sem lögð
skulu á vegna tekjuársins 2012 skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra
á rsk.is og skattur.is.
Álagningarskrár, sem sýna álagða skatta á lögaðila í viðkomandi sveitarfélagi,
liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum
dagana 30. október til 13. nóvember 2013 að báðum dögum meðtöldum.
Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til,
lýkur mánudaginn 2. desember 2013.
Auglýsing þessi er birt, sbr. 98. gr. framangreindra laga.
GERÐU FRÁBÆR KAUP Á
NOTUÐUM BÍL FRÁ OKKUR!
BILALAND.IS
CHEVROLET CAPTIVA 7 manna
Nýskr. 09/11, ekinn 40 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 5.780 þús.
Rnr.151751.
TOYOTA YARIS DÍSIL
Nýskr. 05/09, ekinn 51 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.950 þús.
Rnr.141774.
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
BMW X3 xDrive20d
Nýskr. 02/12, ekinn 38 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Rnr. 141789.
SUZUKI GRAND VITARA
Nýskr. 06/09, ekinn 91 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 3.390 þús.
Rnr.191102.
RANGE ROVER VOGUE
Nýskr. 12/07, ekinn 85 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 8.320 þús.
Rnr.141742.
LEXUS GS300
Nýskr. 02/08, ekinn 62 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 3.980 þús.
Rnr.130761.
SKODA OCTAVIA AMBIENTE 4x4
Nýskr. 06/10, ekinn 87 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 3.190 þús.
Rnr.130716.
Frábært verð
7.890 þús.
TÖKUM NOTAÐAN
UPPÍ NOTAÐAN!
GERÐU FRÁBÆR KAUP!
ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR
FÓTBOLTI „Ég talaði við Ólaf (Thor-
arensen) hjá midi.is seint í fyrra-
kvöld. Það var lokasímtal. Við
vorum auðvitað búnir að vera í
reglulegum samskiptum við þá,“
segir Þórir Hákonarson, fram-
kvæmdastjóri Knattspyrnusam-
bands Íslands.
Fjölmargir landsmenn vökn-
uðu upp við vondan draum í gær.
Um áttaleytið hafði selst upp á
viðureign íslenska karlalandsliðs-
ins gegn því króatíska í umspili
um laust sæti á heimsmeistara-
mótinu næsta sumar. Ljóst var að
eftirspurn eftir miðum væri mikil,
söguleg, og höfðu forsvarsmenn
KSÍ tilkynnt, með dags fyrirvara,
að miðar færu í sölu í gær. Aldrei
kom þó fram klukkan hvað.
Þórir segir ákvörðunina um
nákvæma tímasetningu á miða-
sölu ekki hafa verið tekna fyrr en
í fyrrnefndu símtali sínu við Ólaf
í fyrrakvöld. Úr varð niðurstaðan
að miðasala hæfist klukkan fjögur
að nóttu til. Ákvörðunin var Þóris.
„Hugmyndin var einfaldlega sú
að reyna að tryggja jafna miða-
sölu fram eftir morgni og gekk það
eftir þar til um klukkan 7 í morg-
un þegar um 3.000 miðar seldust á
um 20 mínútum og á þeim tíma var
gríðarlegt álag á kerfinu,“ segir í
yfirlýsingu sem Þórir sendi frá sér
síðdegis í gær. Þar sagðist hann
taka fulla ábyrgð á ákvörðuninni,
viðurkenndi að um mistök hefði
verið að ræða og baðst afsökunar.
Ólafur hjá midi.is sendi sömu-
leiðis frá sér yfirlýsingu þar sem
fullyrt var að sölukerfi midi.is væri
„sett upp til að þola gríðarlegt álag
og þótt allir miðarnir á leikinn hafi
selst upp á tæpum 4 klukkutímum
komu engir hnökrar upp í kerfinu“.
Þórir fylgdist sjálfur með því
þegar salan hófst um nóttina. Hann
segir greinilegt að einhverjir hafi
vaktað miðasöluna og verið í start-
holunum um það leyti sem miða-
Ákváðu fyrirkomulag
sölu seint um kvöld
Framkvæmd miðasölu á landsleik Íslands og Króatíu vakti reiði margra í gær.
Ákvörðunin um að setja miðana í sölu klukkan fjögur um nóttina var tekin kvöld-
ið áður. Fólk virðist ekki hafa hamstrað miðana, segir framkvæmdastjóri KSÍ.
STEMNING Líklega hefði vel á annan tug þúsunda íslenskra knattspyrnuunnenda
viljað skella sér á leikinn gegn Króötum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Mest var hægt að kaupa sex miða í einu á landsleik Íslands og Króatíu á
midi.is snemma dags í gær. Þó var ekkert sem kom í veg fyrir að fólk gæti
keypt sex miða og svo aftur sex miða. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri
KSÍ, segist hafa fengið ábendingar um að einhverjir hafi keypt óeðlilega
marga miða og væru að reyna að hagnast á kaupunum með endursölu.
„En í þeim tilvikum, þar sem fólk hefur keypt óeðlilega mikið af miðum og
miðarnir jafnvel komnir á sölu, verða miðakaupin bakfærð,“ sagði Þórir.
VÍSBENDINGAR UM MIÐABRASK
Laugardalsvöllur tekur alls 9.700 manns í sæti.
Miðunum var deilt á eftirfarandi hátt:
● 1.000 miðar til stuðningsmanna Króatíu.
● 1.500 miðar til samstarfsaðila KSÍ.
● 1.500 miðar til boðsgesta, fyrrverandi landsliðsmanna, fjölmiðla, leik-
manna, Tólfunnar, A-passa.
● 5.000 miðar í almenna sölu.
● 700 miðar í annað, ekki hefur fengist uppgefið frá KSÍ hverjir fá þá miða.
➜ Nákvæm dreifing miða liggur ekki fyrir
sala hófst. Hann segir þó gríðarleg-
an kipp hafa komið í söluna þegar
fólk fór að ranka við sér á heimilum
sínum um morguninn.
Stuðningsmannahópur íslenska
landsliðsins, Tólfan, fékk miða til
sölu síðdegis á mánudag. Um tak-
markað magn miða var að ræða og
fengu færri miða en vildu. Hópur-
inn fékk þó ákveðna vísbendingu
um að sofa ekki yfir sig frá fram-
kvæmdastjóranum.
„Þeir spurðu mig að því hvenær
salan myndi hefjast. Það lá ekki
fyrir. Ég sagði þeim að það yrði
snemma í fyrramálið. Ég held að
þær upplýsingar hafi einnig komið
fram á Fésbókarsíðu KSÍ,“ segir
Þórir.
kolbeinntumi@frettabladid.is