Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2013, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 30.10.2013, Qupperneq 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 30. október 2013 | 30. tölublað | 9. árgangur OYSTER PERPETUAL DATEJUST KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum* fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu. * Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler Módel: Kristín Jóna Hilmarsdóttir Umgjörð: Lindberg Spirit Prentgripur STAFRÆN PRENTUN! Íslenskir neytendur svartsýnni Svartsýni íslenskra neytenda gagnvart stöðu og horfum í efnahagslífinu jókst í október í saman- burði við mánuðinn á undan. Þetta kemur fram í nýbirtri mælingu Vænt- ingavísitölu Gallup fyrir októbermánuð. Vísitalan mældist 67,5 stig í október og lækk- aði um tæp sex stig frá septembermánuði. Þegar vísitalan er borin saman við sama mánuð í fyrra sést að hún mældist nú 10,5 stigum lægri en í október 2012. Þegar þróun vísitölunnar er skoðuð eftir kyni svarenda sést að konur voru svartsýnni en karl- ar, bæði í október og september. Munurinn var 37 stig í september og hafði hann þá ekki verið meiri síðan í maí árið 2004. ÍMARK tilnefndu þrjú fyrirtæki Fyrirtækin Domino’s, Landsbankinn og Nova eru tilnefnd til Íslensku markaðsverðlaunanna 2013. Verðlaunaafhendingin fer fram fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi samkvæmt tilkynn- ingu sem ÍMARK, samtök markaðsfólks á Ís- landi, sendu frá sér í gær. ÍMARK munu einnig veita verðlaun fyrir markaðsmann ársins 2013. Klara Íris Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK, segir í tilkynningunni að þetta sé í 23. skiptið sem samtökin velji markaðsfyrirtæki ársins. - hg Dregur úr taprekstri Nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia tapaði 91 milljón evra, eða um fimmtán milljörðum ís- lenskra króna, á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Fyrirtækið skilaði 959 milljóna evra tapi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs og því hefur dregið verulega úr taprekstri Nokia þegar tíma- bilin tvö eru borin saman. Breski fjölmiðillinn BBC greindi frá því í gær að Nokia hefði selt 8,8 milljónir Lumia- snjallsíma og að salan hefði aukist um 19 pró- sentustig frá þriðja ársfjórðungi 2012. MILLJARÐA UPPBYGGING Á SIGLUFIRÐI ➜ Viðtal við Róbert Guðfinnsson, athafna- mann frá Siglufirði. ➜ Framkvæmdir við 68 herbergja hótel hefjast á næstu mánuðum. ➜ Ólík verkefni í ferðaþjónustu og líftækni sam- einast við smábátahöfnina. SÍÐA 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.