Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 26
Fyrsta myndin af átta í einum flottasta ævin- týrabálki síðari ára verður sýnd á Stöð 2 næst- komandi föstudagsvöld. Harry Potter er ellefu ára munaðarlaus drengur sem missti foreldra sína á voveifleg- an hátt. Hann elst upp hjá frændfólki sínu og á ekki sjö dagana sæla. Þegar Harry kemst að því að hann er göldróttur og fær inngöngu í Hogwarts-galdraskólann, tekur líf hans óvænta og ævintýralega stefnu. Það verður þó enginn dans á rósum. Harry á sér öfluga og stórhættu- lega óvini sem tengjast dauða foreldra hans. Ásamt vinum sínum Hermione og Ron tekst Harry á við áskoranir sem virðast óyfirstígan- legar ellefu ára dreng. Sagan um Harry Potter hefur farið sigurför um heiminn síðan fyrsta bók J.K Rowling kom út árið 1997. Alls urðu bækurnar sjö og hafa allar verið kvikmyndaðar. Daniel Radcliffe fer á kostum í hlutverki Harrys. Hann hafði áður leikið í sjónvarps- þáttum um töframanninn David Copperfield en vakti athygli framleiðanda Harry Potter þegar þeir voru báðir gestir í leikhúsi og Daniel heill- aði nærstadda með einlægri forvitni sinni. Emma Watson og Rupert Grint, sem fara með hlutverk Hermione og Ron, höfðu enga reynslu af kvikmyndaleik en voru valin úr hópi þúsunda barna. Þau unnu hug og hjörtu áhorf- enda með einlægum leik, einung- is tíu og ellefu ára. „Ég ætlaði mér reyndar bara að verða sér- fræðingur í kaffi en eftir 23 ár í brans- anum vildi ég gera það sama við matinn,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi og stofnandi Kaffitárs, sem nú hefur fært út kvíarnar og opnað matvælafyrirtækið Kruðerí Kaffitárs. „Við höfum ætíð státað okkur af kaffi án krókaleiða og 75 prósent kaffis sem við framleiðum kemur frá bændum sem við þekkjum og eru með afbragðsvöru. Fyrir það greiðum við um 30 prósent hærra verð en Fair Trade-verðið en fáum í staðinn frá- bært hráefni,“ útskýrir Aðalheiður. Kaffihús Kaffitárs eru opin flesta daga ársins og að sögn Aðalheiðar hefur verið vandkvæðum bundið að fá ferskt brauð og kökur send á átta kaffihús frá bökur- um. Því ákvað hún að stofna Kruðerí sem framleiðir matvöru Kaffitárs frá grunni úr besta fáanlega hráefni. „Við þurfum daglega ferska matvöru á kaffihúsin og höfðum áður bakað kökur en keypt inn frosin, forbökuð brauð, eins og margir. Hugmyndafræðin er að fram- leiða matvæli sem eru frábærlega góð eins og kaffið okkar en einnig rekjanleg því æ fleiri verða meðvitaðir um hvað þeir borða. Við forðumst því skyndilausnir til að vera fljótari eða láta kökurnar endast lengur,“ segir Aðalheiður um góðgætið sem þegar býðst gestum. „Beyglurnar fást nú nýbakaðar frá grunni í Kruðeríi og í krósantið notum við einungis íslenskt smjör sem gerir þau ein- staklega stökk og ljúffeng.“ Meðlimir Stöðvar 2 Vildar fá 15% afslátt af öllum vörum Kaffi társ fyrsta mánuðinn en eftir það tekur við 20% afsláttur af öllum kaffi pökk- um. Sjá nánar á www.kaffi tar.is. EKTA KRUÐERÍ OG KAFFITÁR Meðlimir í Stöð 2 Vild fá framvegis frábær afsláttarkjör af kaffipökkum Kaffitárs. Nú er bakað ekta krósant, íslenskar beyglur og gómsætt kruðerí fyrir kaffihús þess. HARRY POTTER Í NÓVEMBER Myndirnar um Harry Potter verða sýndar á Stöð 2 á föstudagskvöldum í nóvember. Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffi társ. MYND/STEFÁN Daniel Radcliffe ● Lék á sviði bæði í London og New York eftir að Harry Potter lauk. Fyrsta kvik- myndahlutverk hans þar á eftir var The Woman in Black árið 2012. ● Daniel var einn af sex launahæstu Holly- wood-leikurunum árið 2010. Emma Watson ● Sagðist „aldrei þurfa að vinna launaða vinnu framar“ eftir að síðasta myndin um Harry Potter kom út árið 2007. ● Árið 2010 var hún launahæsta leikkonan í Hollywood en það ár þénaði hún 19 milljónir dollara. Rupert Grint ● Segir vináttu þeirra þriggja eins og systk- inasamband. ● Rupert lét æskudraum sinn rætast þegar hann fékk launatékk- ann sinn í Harry Pott- er og keypti sér ísbíl. ● Kvikmyndaferill Ruperts fór rólega af stað. Næsta kvikmynd hans verður Enemy of Man en tökur hefjast eftir áramótin. 1. nóvember 2013 Harry Potter and the Philosopher‘s Stone (2001) 8. nóvember 2013 Harry Potter and the Chamber of Secrets (2002) 15. nóvember 2013 Harry Potter and the Prisoner of Azkaban (2004) 22. nóvember 2013 Harry Potter and the Goblet of Fire (2005) 29. nóvember 2013 Harry Potter and the Order of the Phoenix (2007) KOLLA Miðvikudag kl. 20.25 SÆLKERAFERÐIN Fimmtudag kl. 20.05 LOGI Í BEINNI Föstudag kl. 19.45 SPAUGSTOFAN Laugardag kl. 19.30 ÁSTRÍÐUR Sunnudag kl. 20.40 UM LAND ALLT Mánudag kl. 20.05 BONES Þriðjudag kl. 21.15 LÍFIÐ EFTIR HARRY POTTER 2 MIÐVIKUDAGUR 30. október 2013 ÓMISSANDI Í VIKUNNI HARRY POTTER AND THE PHILOSPHER’S STONE Föstudag 1. nóvember kl. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.