Fréttablaðið - 30.10.2013, Side 46

Fréttablaðið - 30.10.2013, Side 46
MENNING 30. október 2013 MIÐVIKUDAGUR BÆKUR ★★★ ★★ Alla mína stelpuspilatíð SIGRÍÐUR KRISTÍN ÞORGRÍMSDÓTTIR MÁL OG MENNING Alla mína stelpuspilatíð er ævi- saga „venjulegrar konu“, Sigríð- ar Kristínar Þorgrímsdóttur sem er að nálgast sextugt þegar hún sest niður og skrifar endurminn- ingar sínar. Hún er hvorki fræg né alræmd og hefur ekki lifað neina stóratburði umfram flesta jafn- aldra sína. Samt er líf hennar í frásögur færandi. Saga hennar er merkileg, bæði sem spegill á þá tíma sem hún hefur lifað og sem heiðarleg og opinská saga einstak- lings. Eins og oftast vill verða með endurminningar eru kaflarnir sem lýsa æsku og uppvexti Sig- ríðar áhugaverðastir. Sigríður ólst upp við óvenjulegar aðstæð- ur. Hún er dóttir Jakobínu Sig- urðardóttur skáldkonu í Garði í Mývatnssveit og Starra Björg- vinssonar. Fjölskyldan er bæði venjuleg og óvenjuleg í samhengi sveitalífsins. Annars vegar er þetta bændafólk með barnahóp þar sem karlinn sinnir útiverkum og konan fer með allt innan stokks. Á hinn bóginn er fjölskyldan líka óvenjuleg og utangarðs, Jakob- ína og Starri voru bæði róttæk og vinstrisinnuð í skoðunum og hús- freyjan ofan á allt annað skáld sem skrif- aði umdeildar bækur bæði vegna orðfær- is og skoðana. Eins og nærri má geta bitn- ar þetta á börn- unum, hlutskipti þeirra í skóla verð- ur að berjast fyrir tilveru sinni gegn einelti og árásum. Til að flækja málin enn frekar býr afi Sig- ríðar á heimilinu og er þungur kross að bera. Hann er líklega veikur á geði á tímum þar sem minni hjálp var að fá en í dag og afleiðingarnar eru ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt. Lýsingin á honum í bókinni er ekki löng en áhrifamikil. Auðvitað er forvitni manns um móður Sigríðar, Jakobínu, mest. Á nokkrum stöðum í bókinni er vitnað í bréf frá henni og henni er fallega lýst, tilvera hennar sem nútímahöfundar í sveitinni hefur ekki alltaf verið tekin út með sæld- inni. Forvitni manns um Jakobínu, ævi hennar og hlutskipti er þó hvergi nærri svalað og það hefði verið áhugavert að fræðast meira um hana. Þegar bernskunni og ungdómn- um lýkur taka við rótlaus ár þar til söguhetjan finnur sjálfa sig í námi og einkalífi, finn- ur sér starfsvettvang og stofnar fjölskyldu. Þessir kaflar bókarinnar heilla ekki jafn mikið og fyrri hlutinn og vangaveltur um samfélag og sögu, samskipti kynjanna og fleira í þeim dúr verða á köflum full- spjallkenndir og endurtekningasam- ir. Sigríður flétt- ar víða tilvitn- anir inn í texta sinn, vitnar oft í gömul bréf og ljóð ættingja sinna og það er iðulega fróðlegt og stundum stórmerkilegt. Tilvitn- anir í aðra, skáldskap, fræði og aðra texta bæta á hinn bóginn litlu við frásögn og vangaveltur hennar sjálfrar. Meðal annars þess vegna verður seinni hluti bókarinnar svo- lítið sundurlaus og undirritaður tengdi ekki við hann. Það breytir því þó ekki að þegar á heildina er litið er þetta fróðleg bók og áhuga- verð, fyrir þá sem ekki þekkja það samfélag og þann tíma sem hún fangar, en kannski ekki síst fyrir þá sem deila reynslu Sigríðar á einhvern hátt og geta speglað sig í henni. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Áhugaverð ævisaga, uppfull af vangaveltum um samfélag og sögu sem oft hitta í mark. Ævisaga og aldarspegill „Þetta verk er að miklu leyti unnið upp úr ævisögu og Eldriti Jóns, auk annarra heimilda,“ segir Pétur Eggerz um einleik sinn Eldklerkinn en hann fjallar um líf og störf séra Jóns Steingrímssonar sem frægur varð fyrir eldmessu sína sem talin var hafa stöðvað hraunrennslið í Skaftáreldum árið 1783. „Ég skrif- aði textann en síðan unnum við Sig- rún Valbergsdóttir leikstjóri hann áfram í sameiningu.“ Verkið hefur verið um tvö ár í vinnslu að sögn Péturs en með- göngutíminn er þó mun lengri. „Upphafið má rekja til þess að í æsku var ég í sveit í Meðallandinu og þar er þetta hraun og sögurn- ar af Skaftáreldum mjög nærri. Þannig að þessir viðburðir hafa verið mér hugstæðir alveg síðan þá. Upphaflega var nú meiningin að gera leikverk fyrir börn sem gerðist í Skaftáreldum en þegar nánar var skoðað var saga Jóns bara svo mikil og merkileg að hún kallaði á það að yrði séreinleikur um hann, ætlaður fyrir fullorðna.“ Eldklerkurinn var forsýndur í Hallgrímskirkju um síðustu helgi en eiginleg frumsýning fer fram á Kirkjubæjarklaustri á föstu- dagskvöldið. Síðan verður sýnt í Hallgrímskirkju á sunnudaginn og tvær næstu helgar, en Pétur segir framhaldið ráðast nokkuð af undirtektum. Ætlunin sé þó að fara með leikinn aftur á söguslóð- ir og jafnvel tengja hann menn- ingartengdri ferðaþjónustu næsta sumar. Sýningin er á vegum Möguleik- hússins, það er Pétur sem skrifar og leikur, Sigrún Valbergsdóttir leik- stýrir, leikmynd gerði Rósa Sigrún Jónsdóttir, búninga Thelma Björns- dóttir og hljóðmynd er eftir Guðna Franzson. fridrikab@frettabladid.is Saga Jóns er svo mikil og merkileg Eldklerkurinn, nýr einleikur eft ir Pétur Eggerz, verður frumsýndur á Kirkjubæjar- klaustri um helgina. Verkið er byggt á ritum séra Jóns Steingrímssonar, eld- klerksins úr Skaft áreldum. Sýningar verða í Hallgrímskirkju næstu þrjár helgar. LÖNG MEÐGANGA „Upphafið má rekja til þess að í æsku var ég í sveit í Meðallandinu,“ segir Pétur um kveikju Eldklerksins. Í Pfaff laugardaginn 2. nóvember frá kl. 11–16 Huskylock S-15 – verð kr. 79.900 Tilboð kr. 64.900 Singer – verð kr. 69.900 Tilboð kr. 54.900 Frábær tilboð á saumavélum og overlockvélum • Sýnikennsla – Hvernig á að sauma barnaföt – jólaföt fyrir stelpur og stráka. • Nýjasta nýtt – Snið og ný efni frá Föndru sýnd. Husqvarna Emerald 116 – verð kr. 54.900 Tilboð kr. 44.900 Husqvarna Emerald 118 – verð kr. 64.900 Tilboð kr. 54.900 Husqvarna Opal 650 – verð kr. 109900 Tilboð kr. 89.900 Saumum saman barnaföt 25% afsláttur af fylgihlutum fyrir saumavélar Pfaff Grensásvegi 13 Sími 414 0400 www.pfaff.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.