Fréttablaðið - 02.11.2013, Síða 2
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
Júlíus Vífill
Kæru sjálfstæðismenn
í Reykjavík
Ég og stuðningsmenn mínir höfum opnað
kosningaskrifstofu að Suðurlandsbraut 24.
Af því tilefni langar mig að bjóða ykkur í
opnunarhóf í dag kl. 16 18.-
Mér þætti vænt um að sjá sem flesta
en ég sækist eftir 1. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu sem
fram fer 16. nóvember.
Með kærri kveðju,
1. sæti í Reykjavík
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Inga
Kristján Sigurmarsson af ákæru um meiðyrði í garð Egils
Einarssonar. Ingi Kristján birti mynd af Agli á samfélags-
miðlinum Instagram. Hann var kærður fyrir að teikna kross
á enni stefnanda, skrifaði aumingi þvert yfir andlit hans og
í myndtexta var ritað „Fuck you rapist bastard“. Egill var
dæmdur til að greiða málskostnað 400 þúsund krónur.
Héraðsdómur dæmdi hins vegar ummæli Sunnu Ben
Guðrúnardóttur dauð og ómerk. Hún viðhafði þessi ummæli
um Egil á Facebook-síðu sinni: „Þetta er ekki árás á mann
fyrir að segja eitthvað rangt, heldur fyrir að nauðga ung-
lingsstúlku... Það má alveg gagnrýna það að nauðgarar prýði
forsíður fjölrita sem dreift er út um allan bæ...“ Egill krafði
Sunnu um miskabætur en dómurinn féllst ekki á kröfuna.
Málskostnaður var felldur niður.
„Báðum þessum dómum verður áfrýjað til Hæstaréttar,“
segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils Einars-
sonar. - jme, jjk
Sýknað af ákærum um meiðyrði en ummæli dæmd dauð og ómerk:
Egill ætlar að áfrýja dómum
EGILL EINARSSON Héraðsdómur dæmdi í gær í
tveimur meiðyrðamálum sem Egill höfðaði. Egill tapaði
öðru málinu en í hinu málinu voru ummæli dæmd
dauð og ómerk en ekki var fallist á skaðabætur.
HÚSNÆÐI „Það getur tekið óra-
langan tíma fyrir leigusala að
losna við leigutaka sem vanefnir
leigu samning,“ segir Guðmundína
Ragnarsdóttir, lögmaður á lög-
mannsstofunni Fasteignamál.
„Fyrst biður leigutaki sífellt um
aukinn frest til að borga og leigu-
sali gefur tækifæri aftur og aftur
í von um að fá leiguna einhvern
tímann greidda. Það líða yfirleitt
nokkrir mánuðir áður en leigusali
leitar til lögmanns.“
Guðmundína segir húsaleigu-
lögin ansi formföst. Fyrst er send
greiðsluáskorun og skorað á leigu-
taka að greiða skuldina eða ella
verði samningi rift. Ef leigutaki
borgar ekki skuldina þá er skrifuð
aðfarabeiðni til héraðsdóms þar
sem farið er fram á dómsúrskurð.
„Fæstir vilja láta bera sig út
eins og hústökufólk þannig að þeir
semja oft í dómi. Þá gera þeir sátt
um að rýma fasteign innan ákveð-
ins tíma. Ef þeir standa ekki við
það er hægt að fara til sýslumanns
með dómsúrskurðinn og biðja um
útburð. Vandamálið er að þessi
mál festast í embættismanna-
kerfinu því ferlið er svo seinvirkt.
Það þýðir að leigjendur geta setið
áfram í íbúðum í 9 til 12 mánuði án
þess að greiða leigu eða þar til þeir
eru bornir út,“ segir Guðmundína.
Guðmundína hefur meðal
annars séð um mál manns sem
leigði út húsið sitt í apríl og hefur
eingöngu fengið borgaða eins mán-
aðar leigu á rúmu hálfu ári. Eftir
að maðurinn hafði gengið í þrjá
mánuði á eftir leigjandanum sem
lofaði öllu fögru rifti hann húsa-
leigusamningnum og leitaði til
Guðmundínu.
Málið fór í ferli í september
og átti að vera tekið fyrir í
héraðsdómi um miðjan desember
en maðurinn fékk málinu flýtt
eftir mikinn þrýsting. Í vikunni
var málið tekið fyrir í dómi og var
gerð sátt um að maðurinn fari úr
húsnæðinu. Ef hann aftur á móti
gerir það ekki þarf að vísa málinu
til sýslumanns.
Í samtali við Fréttablaðið segir
maðurinn að fjármál hans standi
á tæpasta vaði og því hafi hann
neyðst að leigja út húsið, í von um
að koma reiðu á fjármál sín. Þetta
mál hefur haft gífurleg áhrif á
líf hans síðustu mánuði, bæði
fjárhagslega og andlega. Hvorki
maðurinn né lögmaður hans gera
ráð fyrir að hann fái nokkurn tím-
ann greidda leiguna og því er um
verulegt fjártap að ræða eða um
það bil 1,2 milljónir króna.
erlabjorg@frettabladid.is
Þaulsætnir leigjendur
kosta fé og fyrirhöfn
Færst hefur í aukana að leigusalar lendi í vandræðum með leigjendur sem borga
ekki leigu og neita að fara úr húsnæðinu. Lögmaður segir það geta tekið allt upp í
ár að losna við slíka leigjendur og erfitt sé að fá skuldina greidda.
FRÉTTIR 2➜16
SKOÐUN 18➜20
HELGIN 24➜64
MENNING 66➜90
Hjörvar Steinn Grétarsson náði þeim
áfanga að verða stórmeistari í skák
aðeins tuttugu ára gamall. Hjörvar varð
þar með næstyngsti Íslendingurinn til að
verða stórmeistari en Helgi Áss Grétars-
son varð stórmeistari sautján ára gamall.
FIMM Í FRÉTTUM BESTI HÆTTIR OG MIÐAKLÚÐUR
➜ Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, tilkynnti í þættinum Tvíhöfða á Rás
tvö að hann myndi ekki bjóða sig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík.
Besti flokkurinn verður lagður niður eftir að Jón hættir störfum næsta sumar
og mun flokkurinn renna saman við Bjarta framtíð.
Gulla Jónsdóttir arkitekt hannar nýtt hús
Dr. Dre í Hollywood-hæðum. Húsið er að
mestu byggt úr viði sem verður eins og
skúlptúr í gegnum allt húsið. Hún hefur
búið í Los Angeles í rúmlega tuttugu ár en
dreymir um að hanna byggingu á Íslandi.
Oktavía Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá
Félagi einstæðra foreldra, segir gjaldskrárhækk-
anir Reykjavíkurborgar koma sérlega illa niður á
einstæðum foreldrum. Hún segir marga einstæða
foreldra lifa á fátæktarmörkum og
því skipti hver einasta króna máli.
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ,
ákvað að hefja sölu á miðum á landsleik Ís-
lands og Króatíu á midi.is klukkan fjögur um
nótt í stað þess að hefja hana um morgun-
inn eins og ákveðið hafði verið. Miðarnir
voru uppseldir klukkan átta um morguninn.
KRÓATAR STANDA Í VEGINUM 32
Tveir leikir gegn Króötum standa á milli þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu
tryggi sér sæti á HM í Brasilíu næsta sumar. Hversu góðir eru Króatar? Hverjir eru
möguleikar Íslands? Hvað kostar farið til Brasilíu?
FALLEGT AÐ LEITA Í FORTÍÐARSJÁLFIÐ 35
Fyrsta leikverk Lilju Sigurðardóttur, Stóru börnin, fj allar um infantílista, fólk sem þráir
að haga sér og láta meðhöndla sig eins og börn.
GRÆNLENDINGAR EKKI BÚNIR AÐ UPPGÖTVA HVAÐ ÞEIR
ERU TÖFF 40
Hjónin Sóley Kaldal og Jakob Jakobsson ákváðu í apríl að rífa sig upp með rótum frá
heimili sínu í Kaupmannahöfn og fl ytja til Sisimiut á Grænlandi.
UNDRAÚTHALDSGOTT
BASSADÝR 42
Tómas R. Einarsson byrjaði seint að læra
á kontrabassa, segist vera ofvirkur laga-
höfundur og sækir innblástur um víðan
völl, meðal annars til dætra sinna.
ÞAR SEM MJÁ ER
AÐALMÁLIÐ 44
Í Kattholti við Stangarhyl í Reykjavík er
athvarf fyrir kisulórur sem hafa lent á
vergangi en líka hótel sem ábyrgir katta-
eigendur koma sínum kisum á, meðan þeir
skreppa í frí.
ÞJÓÐERNISPOPÚLISMI Í EVRÓPU 18
Þorsteinn Pálsson um evrópsk stjórnmál.
REGNBOGALISTI Í VOR 20
Stefán Jón Hafstein um stjórnmál í Reykjavík.
ÖLLUM TIL VEGSAUKA 20
Sigtryggur Baldursson um skapandi greinar.
89% ER EKKI NÓG 20
Bjarni Gíslason um hjálparstarf.
„Það tekur tímann sinn að komast að því það er slíkur óskaplegur
málafjöldi vegna leigumála hjá okkur,“ segir Ingimundur Einarsson, dóm-
stjóri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. „En einhverra hluta vegna hefur orðið
sprenging á síðustu tveimur, þremur misserum.“
Ingimundur segir þessi mál geta dregist ef leigjandi heldur uppi vörnum
og sýni fram á að hann hafi rétt á að sitja í íbúð lengur en leigusali heldur
fram.
Þegar héraðsdómur hefur úrskurðað að útburður megi fara fram
þarf leigusalinn að senda beiðni um útburð til sýslumanns. Samkvæmt
upp lýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík eru aðstæður í hverju út-
burðarmáli fyrir sig eru ólíkar og ekki hægt að gefa upp neinn ákveðinn
tímaramma, en þau geta tekið frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði.
Dómsmálum vegna leigu fjölgar mikið
LEIGUMARKAÐUR Leigusalar þurfa að taka á sig miklar byrðar ef leigjendur svíkja
húsaleigusamninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPORT 82➜85
VILDI KVEÐJA 82
Hrafnhildur Skúladóttir er ekki lengur í
íslenska landsliðinu í handbolta. Hún fékk
ekki að vita af síðasta leiknum eft ir 17 ár.
SKRÝTIN STJÓRASKIPTI 84
Mauricio Pochettino hefur náð ótrúlegum
árangri með Southampton.
BRETAR VILJA SÆSTRENG 4
Umhverfi sráðherra Breta sýndi sæstreng
milli Íslands og Bretlands mikinn áhuga á
fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni
forsætisráðherra.
FERNANDA BRANN 6,8,10
Eldur kraumaði í fl utningaskipinu Fernöndu
þegar það var dregið í höfn. Það var dregið
á haf út aft ur þegar eldurinn blossaði upp.
SKAÐVÖLDUM FJÖLGAR 12
Skordýrum sem lifa á trjágróðri hefur fj ölg-
að um 27 tegundir frá byrjun 20. aldar.
NETFLIX SKAÐAR EKKI 16
Áhorf á útsendingar sjónvarpsstöðva hefur ekki dregist saman þrátt fyrir
aukið framboð sjónvarpsefnis í gegnum netið.
GLEÐIGJAFI Í 24 ÁR 60
Rafskinna gengur í endurnýjun lífdaga.
ÁGÆTIS POLLOCK 62
Jón Viðar Jónsson skrifar um sýningu
Þjóðleikhússins.
ÆTTLEIDDU EYÞÓR INGA 76
Hljómsveitir frá Selfossi í gegnum tíðina.
ÍSLENSKT BAKKELSI Í
BRIGHTON 90
Íslenskur arkitekt býður Bretum upp á kökur
frá ömmu.