Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 6
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
Námskeið í reikningsskilum
Verðmat í tengslum 5. nóv. 15.900 kr.
við gerð reikningsskila
IFRS 101 - Grunnnámskeið um 13. nóv. 15.900 kr.
alþjóðlega reikningsskilastaðla
Nýir staðlar og breytingar 20. nóv. 15.900 kr.
á stöðlum (IFRS Reminder)
Framsetning reikningsskila 22. nóv. 10.900 kr.
samkvæmt alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum (IFRS)
Lestur og túlkun ársreikninga 27. nóv. 15.900 kr.
Ársreikningalög 4. des. 15.900 kr.
Skil á bókhaldi til 11. des. 10.900 kr.
endurskoðanda
IFRS 102 - Ítarlegt námskeið um 16/17. des. 29.900 kr.
alþjóðlega reikningsskilastaðla
(þrír tímar hvorn dag)
Bókhald og launavinnsla 10. jan. 4.900 kr.
Námskeið í endurskoðun
Innra eftirlit og sviksemi 3. des. 15.900 kr.
Endurskoðunarferillinn 10. des. 20.900 kr.
Námskeið í skattskilum
Virðisaukaskattur - Frjáls og 19. nóv. 12.900 kr.
sérstök skráning atvinnuhúsnæðis
og utanumhald á leiðréttingar -
skyldu virðisaukaskatts
Tekjuskattsskuldbinding 29. nóv. 15.900 kr.
og samsköttun
Námskeið í Excel
Excel I 14. nóv. 15.900 kr.
Excel II 15. nóv. 15.900 kr.
Kennarar námskeiðanna eru sérfræðingar KPMG og
eru þau haldin á skrifstofu félagsins að Borgartúni
27. Námskeiðin veita löggiltum endurskoðendum
endurmenntunareiningar hjá FLE.
Námskeið í
reiknings skilum,
endurskoðun,
skattskilum
og Excel
Námskeiðin eru öllum opin.
Skráning og allar nánari
upplýs ingar um einstök
námskeið er að finna á
heimasíðu KPMG.
kpmg.is
BRUNI Varðskipið Þór neyddist til
að draga flutningaskipið Fernöndu
úr Hafnarfjarðarhöfn í gær eftir
að eldur kom upp að nýju. Skipið
var dregið á haf út til að auðvelda
slökkvistarf og draga úr hættu á
umhverfisvá vegna elds og reyks.
Þá auðveldaði það slökkvistarf að
færa skipið úr höfninni.
Aðspurður hvort það hafi verið
mistök að flytja skipið til hafnar
í Hafnarfirði segir Jón Viðar
Matthíasson, slökkviliðsstjóri
Slökkviliðs höfuðborgarsvæð-
isins, í samtali við Fréttablaðið
að ákvörðunin hafi verið tekin
þegar talið var að eldurinn væri
slokknaður. „Við tókum þessa
ákvörðun í samráði við alla hlut-
aðeigandi aðila og ég tel hana
hafa verið rétta á þeim tímapunkti
sem hún var tekin. Það er eðli
björgunar starfa að það þarf sífellt
að taka ákvarðanir byggðar á tak-
mörkuðum forsendum. Ef ákvarð-
anir reynast rangar þá breytum
við þeim,“ segir Jón Viðar.
Jón Viðar segir eldinn í skip-
inu hafa valdið hans eigin mönn-
um mestri hættu, en auðvitað hafi
íbúar bæjarins orðið fyrir umtals-
verðum óþægindum vegna reyks.
„Slökkvistarf í skipum er mjög
flókið og erfitt verkefni, verkið
gekk ágætlega framan af en þegar
ljóst varð að eldurinn hélt áfram
að breiðast út tók ég ákvörðun um
að stofna ekki mínum mönnum
í hættu, þar sem þarna var ekki
um að ræða neina lífbjörg heldur
bara verðmætabjörgun,“ segir Jón
Viðar.
Hann segir framhaldið óljóst.
Ekki liggi fyrir nákvæmlega
hversu mikið hafi verið af olíu í
skipinu þegar kviknaði í og erfitt
að gefa sér hversu mikið gæti verið
eftir af olíu til að brenna. „Það er
ekki olían sjálf sem brennur heldur
gufur sem hún gefur frá sér þegar
hún hitnar. Í svona lokuðu rými
getur það gengið hægt, en auð vitað
er mögulegt að olían hafi lekið
víðar en um tankinn, til dæmis út
í vélarrýmin. Þetta gæti mögulega
tekið einhverja sólarhringa og það
eru margir óvissuþættir í þessu
sem þarf að fylgjast náið með og
bregðast við,“ segir Jón Viðar.
Um er að ræða gasolíu, sem er
fremur létt olía og ekki eins hættu-
leg og svartolía ef hún fer í sjóinn
þar sem einfaldara er að ráða við
hana.
Hrafnhildur Stefánsdóttir,
upplýsingafulltrúi Landhelgis-
gæslunnar, segir í samtali við
Fréttastofu að við næstu skref sé
aðallega horft til þess að lágmarka
hættu á að skipið sökkvi með hlið-
sjón af umhverfisvá en fyrst og síð-
ast að tryggja öryggi allra þeirra
aðila sem koma að aðgerðinni.
Helstu áhyggjur Landhelgisgæsl-
unnar eru af því að skipið sökkvi
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
„Það er stefnt á svæði sem eru
fjarri hrygningarsvæðum og veiði-
slóðum og þar sem vindáttin er
hagstæð. Það er margt að hugsa
um eins og hugsanlegt rek skipsins
ef við neyðumst til að hætta drætti
af öryggisástæðum, til dæmis ef
skipið sekkur,“ segir Hrafnhildur.
Hrafnhildur segir Þór útbú-
inn mengunarvarnabúnaði ef svo
skyldi fara að olía færi í sjóinn,
þar sem settar væru upp girðingar
í kringum olíuna og henni svo dælt
upp í varðskipið.
fanney@frettabladid.is
Lágmarka hættuna
á umhverfisslysi
Flutningaskipið Fernanda var dregið í ljósum logum á haf út til að draga úr hættu
á umhverfisvá og auðvelda slökkvistarf. Slökkviliðsstjóri segir það ekki hafa verið
mistök að draga skipið til hafnar í Hafnarfirði þrátt fyrir að staðan hafi verið óljós.
JÓN VIÐAR
MATTHÍASSON
HRAFNHILDUR
STEFÁNSDÓTTIR
VARÐSKIPIÐ ÞÓR Reynt var að ráða niðurlögum eldsins í Hafnarfjarðarhöfn þar til ljóst var að það var ómögulegt. Fernanda
hefur verið dregin út á Faxaflóa til að lágmarka það umhverfistjón sem gæti orðið ef skipið sekkur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun, segir
stofnunina aðallega horfa til þess hvar sé heppilegast,
út frá umhverfissjónarmiðum, að staðsetja skipið ef
svo illa færi að það sykki með olíu um borð.
Hann segir staðsetninguna aðallega miðast við að
að skipið sé fjarri hrygningarsvæðum, veiðislóðum
og við hentuga hafstrauma. Umhverfisstofnun ásamt
Hafrannsóknastofnun hefði lagt til að skipið yrði flutt
töluvert langt vestur af miðjum Faxaflóa, í kringum 24.
breiddargráðu eða vestar.
Helgi tekur fram að aðkoma Umhverfisstofnunar að málinu sé aðeins
ráðgefandi, skipið sé alfarið undir stjórn Landhelgisgæslunnar.
Umhverfisverndarsjónarmið í forgrunni
HELGI JENSSON
LÖGREGLUMÁL Einn maður var stunginn þegar harkaleg slags-
mál brutust út við kaffihúsið Kaffitár á neðri hæð Kringl-
unnar á þriðja tímanum. Sjö til átta manns tóku þátt í slags-
málunum.
Öryggisvörður úr Kringlunni reyndi að skakka leikinn en
að lokum kom lögreglan á vettvang og handtók tvo af mönnun-
um. Sjúkrabílar voru kallaðir til. Einn mannanna skarst í and-
liti og var með stungusár við viðbeinið. Eigendur í nærliggj-
andi verslunum lokuðu búðunum meðan á þessu stóð en ekki
er vitað til þess að skemmdir hafi orðið á innanstokksmunum.
Verslunareigandi, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að fólki
væri brugðið en þakkaði viðbragðsflýti lögreglunnar að ekki
fór verr. Fjöldi fólks var í verslunarmiðstöðinni þegar slags-
málin brutust úr og því fjölmörg vitni að atburðinum. - kh
Fjöldi fólks varð vitni að harkalegum slagsmálum á neðri hæð Kringlunnar:
Sjö til átta slógust í Kringlunni
SLEGIST Öryggisvörður hringdi á lögreglu og reyndi
að skakka leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM