Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 12

Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 12
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 NÁTTÚRA Greinst hafa 27 nýjar tegundir skordýra frá byrjun tutt- ugustu aldar sem lifa á trjám og runnum. Allar þessar tegundir eru skaðvaldar en misjafnlega miklir þó. Ein þeirra, furulús, gekk svo nærri skógarfuru að tréð er svo gott sem útdautt á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Guðmundur Halldórsson, rann- sóknarstjóri hjá Landgræðslu rík- isins, játar því að landnám þessara dýra sé í beinu orsakasambandi við hlýnun; hraði landnáms og skor- dýrafaraldrar séu mestir á hlý- skeiðum. Hann segir jafnframt að þetta sé áhyggjuefni þeirra sem ætla að nýta skóga og selja timbur- afurðir. „Megnið af þessu veldur vaxtar- tapi og það skiptir auðvitað máli hvort tré er fullvaxið eftir 50 ár eða 80 ár. Það hafa verið að koma meindýr, og sjúkdómar, sem hafa veruleg áhrif á vöxt,“ segir Guð- mundur og nefnir að einn stærsti skellurinn í trjárækt á Íslandi sé tilkoma furulúsar sem gerði vonir manna um útbreiðslu skógar- furu að engu, en á hana var sterkt veðjað um tíma. Spurður hvort tilkoma 27 nýrra tegunda sé mikil fjölgun í ljósi þess að um rúma öld er að ræða segir Guðmundur að það verði að skoð- ast í því ljósi að aðeins 50 tegundir voru fyrir. Eins að nokkrar þessara tegunda séu mjög skaðlegar. Þær vaði líka uppi þar sem afræningjar og sjúkdómar fylgi þeim ekki eftir til nýrra heimahaga. Hvað varðar séríslenskar tegundir, og þá birkið fyrst og síðast, þá er erfitt að segja hvort sérstök hætta steðjar að þeim. „Í öðrum löndum eru þó dæmi um að tegundir sem hafa verið lengi ein- angraðar, og sama hlýtur að gilda um Ísland, hafa farið illa þegar inn hafa komið sjúkdómar og meindýr. Þær tegundir eru berskjaldaðar má segja,“ segir Guðmundur. Leið þessara nýju tegunda hingað til lands er væntanlega með innflutningi gróðurs í flest- um tilfellum, og þess vegna er mjög erfitt að vinna gegn því að nýjar tegundir skordýra komi hér inn í landið. Guðmundur nefnir sem dæmi að bresk rannsókn sýni að 90% meindýra í skógum hafa komið með innflutningi. „Eins ætti að gæta þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Ef menn eru að rækta tré af sömu arfgerð á stórum svæðum býður það þeirri hættu heim að höggið sé þungt þegar það kemur. Fjöl- breytni eykur öryggið,“ segir Guð- mundur. svavar@frettabladid.is Skaðvöldum fjölgar með hlýnandi veðri Skordýrum sem lifa á trjágróðri hefur fjölgað um 27 tegundir frá byrjun 20. aldar. Ein þeirra drap niður skógarfuru sem vart finnst hér lengur. Meindýr geta haft mikil áhrif á vaxandi skógarauðlindir landsins þegar til framtíðar er litið. SITKALÚS Á GRENI Á greni eru einkum þrjár tegundir meindýra; grenisprotalús, köngulingur og sitkalús sem er langskæðust. MYND/EDDA ODDSDÓTTIR KÖNNUN Tveir af hverjum þrem- ur stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík eru ánægð- ir með þá ákvörðun Jóns Gnarr borgarstjóra að gefa ekki kost á sér í komandi sveitarstjórnar- kosningum og að leggja Besta flokkinn niður. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Hjá borgarbúum öllum eru hlutföllin önnur. Alls segjast 39 prósent mjög eða frekar ánægð með ákvörðun Jóns, 30,4 prósent hvorki ánægð né óánægð, og 30,6 prósent mjög eða frekar óánægð. Ánægjan með ákvörðun borgar- stjóra var áberandi minnst hjá stuðningsmönnum Bjartrar framtíðar, pólitísks arftaka Besta flokksins. Aðeins 11 prósent stuðningsmanna fagna ákvörðun Jóns en tæp 54 prósent segjast óánægð með hana. Rúm 40 prósent stuðnings- manna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru ánægð með ákvörðun Jóns. Sama segja 55 prósent stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins. Hringt var í 1.809 manns þar til náðist í 1.158, þar af 439 Reyk- víkinga, samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 30. og 31. október. Svarhlutfallið var því 64 prósent. Spurt var: Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með ákvörðun Jóns Gnarr um að vera ekki í fram- boði í komandi borgarstjórnar- kosningum? Alls tóku 90 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningar innar. - bj Fjórir af tíu borgarbúum eru ánægðir með ákvörðun Jóns Gnarr borgarstjóra um að bjóða sig ekki fram: Mest ánægja meðal Sjálfstæðismanna VIÐSKIPTI Gjaldskrá Landsnets vegna upprunaábyrgðar á raforku hefur verið lækkuð um tæp 40 prósent. Tekjur fyrirtækisins af útgáfu upprunaskírteina reyndust umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir þegar útgáfa þeirra hófst fyrir tæpum tveimur árum, að því er segir í tilkynningu. Upprunaábyrgð er staðfesting á að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, ekki orkugjöfum úr jarðefnaelds- neyti. - óká Upprunaskírteini ódýrari: Lækka gjald- skrá um 40% TAKTU VEL Á MÓTI SJÁLFBOÐALIÐUM OKKUR HVERNIG FJALLA FJÖLMIÐLAR UM REGLUVÆÐINGU FJÁRMÁLAMARKAÐA? MARK SCHOEFF JR. HELDUR FYRIRLESTUR Í HÁTÍÐASAL HÁSKÓLA ÍSLANDS MÁNUDAGINN 4. NÓV. KL. 12-13.30 Mark Schoeff Jr. er blaðamaður hjá Investment News í Washington sem er viðskiptatímarit, gefið út af Crain Communications. Schoeff Jr. skrifar um löggjöf og reglugerðir tengdar verðbréfaviðskiptum og fjármálamörkuðum og hefur sérstaklega fjallað um innleiðingu Dodd-Frank laganna. Hann fjallar einnig um bandaríska þingið, verðbréfaeftirlitið (SEC), atvinnuvegaráðuneytið, auk fleiri eftirlitsaðila. Mark Schoeff Jr. er með meistaragráðu í Alþjóðaviðskiptum og stjórnsýslu frá George Mason háskóla í Fairfax, Virginia. Hann lauk BA gráðu í stjórnun og ensku frá Purdue háskóla. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir! ➜ Umdeild ákvörðun Mjög óánægð(ur) Mjög ánægð(ur) Frekar ánægð(ur) Hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur) Frekar óánægð(ur) 17 ,2% 21,8% 17,2% 30,4% 13 ,2 % Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með ákvörðun Jóns Gnarr um að vera ekki í framboði í komandi borgarstjórnar- kosningum? Það hafa verið að koma meindýr, og sjúkdómar, sem hafa veruleg áhrif á vöxt. Guðmundur Halldórsson, rannsóknar- stjóri hjá Landgræðslu ríkisins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.