Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 16

Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 16
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16 www.aslaug.is Stuðningsmenn Áslaugar Maríu Friðriksdóttur bjóða til prófkjörsfagnaðar frá 17:30-19:00 á kaffi og veitingahúsinu Bast að Hverfisgötu 20. Skúli mennski tekur lagið og DJ Daníel Ágúst Haraldsson hressir, bætir og kætir. Léttar veitingar í boði, allir velkomnir. Prófkjörsfagnaður Áslaug María – 2. sætið Jóhann Ólafsson & Co Kynning á OSRAM ljósaperum í BYKO Breidd í dag, laugardag frá kl. 12 til 16. LÆKKAÐ VERÐ Á VÖLDUM OSRAM LED-PERUM w w w .e xp o. is / E XP O au gl ýs in ga st of a 2.695kr. 1.395kr. 2.395kr. 1.595kr. 2.395kr. 1.895kr. 2.395kr. 3.495kr. 1.395kr. 1.995kr. Vnr. 54194562 OSRAM LED-PERA, 10W, E27, DIMMANLEG. Vnr. 54194568 OSRAM LED-KERTA- PERA, 3,6W, E14. Vnr. 54194563 OSRAM LED-KERTA PERA, 6W, E14, DIMMANLEG. Vnr. 54194556 OSRAM LED-PERA, 4,8W, GU10 36°. Vnr. 54194565 OSRAM LED-PERU- KÚLA, 6W, E14. Vnr. 54194560 OSRAM LED-PERA, 7,5W, GU10 36°. Vnr. 54194566 OSRAM LED- PERA, 8W, E27. Vnr. 54194537 OSRAM LED-PERA, 2W, GU10 25°, DIMMANLEG. Vnr. 54194567 OSRAM LED-KÚLU- PERA, 3,6W, E14. Vnr. 54194557 OSRAM LED-PERA, 5W, 12V, GU5 36°. 3 Í PAK KA FJÖLMIÐLAR Þrátt fyrir að fram- boð á afþreyingarefni hafi aukist stórum skrefum síðustu ár, meðal annars með tilkomu efnisveitna á borð við Netflix og aukins ólöglegs niðurhals, hefur áhorf á dagskrá sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman. Þetta segja forsvarsmenn stöðvanna og byggja á svokölluð- um PPM-mælingum hjá Capacent. Freyr Einarsson, sjónvarps- stjóri 365, móðurfélags Frétta- blaðsins, segir að samkvæmt áhorfs mælingum sé ekki að merkja neinar stórar breytingar. „Við erum með fleiri áhorfendur á stöðvarnar okkar núna en á sama tíma í fyrra. Það má að einhverju leyti rekja til þess að við bættum við einni stöð hjá okkur en við sett- um líka aukinn kraft í íslenska dagskrárgerð í haust og finnum að áhorfendur kunna að meta það.“ Auk þess segir Freyr að afkoman af sjónvarpsrekstri 365 í ár líti út fyrir að verða betri en á síðasta ári og eins séu áskrift- artölur sambærilegar við síðasta ár. Netflix og aðrar veitur hafi því ekki mikil áhrif á áhorf á hefð- bundnar stöðvar að hans mati. „Raunar er það mitt mat að Net- flix, sem er í grunninn vídeóleiga, sé að koma verst niður á leigunum. Ég er líka á því að leigurnar hafi á sínum tíma verið miklu stærri en Netflix er í dag.“ Friðrik Friðriksson, fram- k v æ m d a s t j ó r i S k j á s i n s , tekur í sama streng og segir breytingarnar óverulegar. „Ég held að við séum á svipuðu róli og verið hefur síðustu tvö árin. Þetta er kannski ekki beint vaxtar- markaður en hefur haldið sér. Það er okkar reynsla að minnsta kosti.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri á RÚV, segir þessa þróun hafa haft hvað minnst áhrif á RÚV. „Það er aðallega vegna þess að efnisúrvalið hjá okkur er hvað frábrugðnast því sem er í boði, til dæmis á Netflix. Það er auðvitað ekkert innlent efni þar, þannig að bein áhrif á áhorf hjá okkur eru óveruleg.“ Skarphéðinn bætir því við að til lengri tíma litið geti efnisveitur haft áhrif á áhorf á útsendingar, en þá helst hvað varðar erlenda sjónvarpsþætti. „Því verður þá mætt með auk- inni innspýtingu í innlenda dag- skrárgerð og það er kannski jákvæð þróun.“ thorgils@frettabladid.is Netflixvæðing skaðar ekki sjónvarpsáhorf Áhorf á útsendingar hefur ekki dregist saman þrátt fyrir aukið framboð á afþrey- ingarefni í gegnum efnisveitur eins og Netflix, að sögn talsmanna sjónvarpsstöðv- anna. Sjónvarpsstjóri 365 segir afkomuna í ár stefna í að verða betri en í fyrra. ÁHORFIÐ MINNKAR EKKI Samkvæmt mælingum hefur áhorf á útsendingar sjónvarpsstöðvanna ekki dregist saman þrátt fyrir sífellt fleiri leiðir til að nálg- ast efni, til dæmis efnisveitur eins og Netflix. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Capacent mælir sjónvarps- og útvarpshlustun með rafrænni aðferð, svokallaðri PPM-tækni, og er úrtakið um 500 manns á aldrinum 12-80 ára. Mælingin fer þannig fram að þátttakandinn ber lítið tæki á sér sem nemur merki sem berast með hljóði frá sjónvarps- og útvarpsstöðvum. (Af vef Capacent) Hvað eru PPM-mælingar JAFNLAUNAVOTTUN Félagsmálaráðherra segir að fyrirtæki sem ætli að sækja um jafnlaunavottun verði að hafa skjalfesta launastefnu, samþykkta jafnréttisáætlun og hafa látið gera að minnsta kosti eina launagreiningu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Frumvarp um jafnlaunavottun tilbúið í ráðuneyti: Á að útrýma kyn- bundnum launamun STJÓRNMÁL „Frumvarp um jafnlaunavottun er liður í því að útrýma kyn- bundnum launamun,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Hún útskýrir að þetta sé eitt stærsta verkefni ráðu- neytisins til að tryggja jafnrétti milli karla og kvenna. Frumvarpið er sam- starfsverkefni velferðarráðu- neytisins, Samtaka atvinnulífs- ins, Alþýðusambands Íslands og Staðla ráðs. Búið er að kynna það í ríkisstjórn og verður það lagt fram á Alþingi á næstu dögum. „Þau fyrirtæki sem vilja fá jafnlaunavottun þurfa að upp- fylla nokkur skilyrði. Þau verða að hafa skjal- festa launastefnu, sam- þykkta jafnréttisáætlun og þau verða að hafa látið gera að minnsta kosti eina launagreiningu,“ segir Eygló. Ráðherra segir að ekki verði horft til stærðar fyrir tækja, heldur sé markmiðið að sem flest fyrirtæki fái jafnlaunavottun. „ Þ orstei n n Víglu ndsson formaður, Samtaka atvinnu lífsins, hefur sagt að hann vonist til að 100 fyrirtæki verði komin með jafnlaunavottun innan tveggja ára. Ég vona að þau verði miklu fleiri,“ segir Eygló. - jme EYGLÓ HARÐARDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.