Fréttablaðið - 02.11.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 02.11.2013, Síða 20
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða upp á aukasýningu.“ Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, um miðasölu á landsleik Íslands og Króatíu í knattspyrnu. „Og satt að segja var ég nú á þeim túnbleðli að ég var víðsfjarri því að hægt sé að segja að Ísland hafi verið upp í rassgarnarenda þessara stofnana Bandaríkjanna. Össur Skarphéðinsson, fv. utanríkisráðherra, um hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. „Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður – ég er grínisti.“ Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, tilkynnti að hann ætlaði ekki fram í næstu borgar- stjórnarkosningum. Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborg- inni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa. Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt fram- tíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþing- iskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosning- um og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endur- heimta traust og umboð til góðra verka. Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Stein- gríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðis- vaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélags- lega þenkjandi fólks sem í póli- tísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfir- sterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri. Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtíma- bil sem breyttu borginni. Tveim- ur árum eftir sigur Reykjavíkur- listans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að end- urtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor. Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar sam- tals um 50% fylgi. Ég mæli af tals- verðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins held- ur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill. Regnbogalisti í vor Í nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga kemur fram að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður fjárfestingar- áætlun í skapandi greinum, sem komið var á fót á síðasta ári, einkum í formi smærri sjóða. Tónlistarsjóður mennta- og menningarmála- ráðuneytis var og færður til móts við verðlagshækkanir úr 43 milljónum í 86 millj- ónir. Þá var komið á fót afar mikilvægum, en hófstilltum 20 milljóna króna útflutningssjóði. Þessar aukningar hafa verið teknar af dagskrá. Aftur til fortíðar? Þetta er miður í ljósi þess árang- urs sem náðst hefur í útflutningi íslenskrar tónlistar á síðustu árum en nú stefnir í liðlega 100% aukn- ingu á tónleikahaldi íslenskra tón- listarmanna á erlendri grundu milli áranna 2012 og 2013. Alls voru 720 tónleikar haldnir árið 2012 en eru nú komnir yfir 1024 tónleika það sem af er árinu 2013. Þetta er mikill vöxtur. Vaxtarbrodds íslenskrar tónlistar er helst að vænta að utan, þar sem innanlandsmarkaður er einfaldlega of lítill. Þess utan skapar allur þessi útflutningur tónlistar afleiddan arð í formi kynningar á landinu til ferðamennsku og upp- lifunar. Heildarframlag ríkis- ins til útflutnings tónlist- ar nemur í dag aðeins um 40 milljónum króna sem er mjög lág tala miðað við aðrar atvinnugreinar. Að óbreyttu mundi sú upp- hæð lækka um helming sem væri afar dapurleg lokaniðurstaða. ÚTÓN vinnur að útflutningi á íslenskri tón- list og styrkingu íslenskra tónlistar- hátíða og á IA sem annast rekstur Iceland Airwaves-tónlistarhátíðar- innar sem veltir rúmum milljarði í hagkerfinu á innan við viku í byrjun nóvember á ári hverju. Efling annarra tónlistarhátíða á Íslandi, m.a. til markaðssóknar á mið erlends tónlistaráhugafólks er forgangsmál í menningartengdri ferðaþjónustu. Þar ber að byggja á þeirri reynslu sem fyrir er hjá Ice- land Airwaves og nýta má frekar til að hjálpa öðrum tónlistarhátíðum að nálgast hinn tónlistarþyrsta ferða- mann, en slíkum fer stöðugt fjölg- andi. Tónlistin og aðrar skapandi greinar hafa reynst afar vel til þess að bæta ímynd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi eftir hrun og hefur það vakið heimsathygli að hér hafi verið hlúð sérstaklega að listum til að byggja samfélagið upp að nýju. Mannleg mistök? Skapandi greinar hafa vaxið mjög á undanförnum árum og því er ill- skiljanleg með öllu sú fyrir hugaða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kippa til baka jafn smáum fjár- festingum í geirum sem skapa jafn mikinn vöxt og raun ber vitni. Til að endurgreiða megi skuldir þjóðar innar verður að hlúa að þeim atvinnugreinum sem best virðast dafna á eigin forsendum. Útflutningur tónlistar er afar mikilvægur hlekkur í stækkandi keðju íslenskra atvinnugreina sem skapa verðmæti og gjaldeyris- tekjur án mengunar eða fórna nátt- úruverðmæta og eiga að auki stór- an þátt í að efla þjóðartekjur á vettvangi ferðaþjónustu. Að strika fyrirvaralaust út þá hóflegu fjár- festingar sem í greinina fara eftir áralanga tilvistarbaráttu væri vís- bending um alvarlegan skort á heil- brigðri, nútímalegri framtíðarsýn. Slíkt væri fljótlegt og auðvelt að leiðrétta, öllum til vegsauka. Öllum til vegsauka „Hér er maður á 53 sem hugsar ekki um börnin í Afríku, neyð annarra skipt- ir hann engu máli,“ kall- ar drengur í gjallarhorn á tröppum manns sem hikar við að gefa pening í fötu sem hann réttir að honum, „ætlarðu að gefa núna?“ spyr drengurinn og gefur í skyn að hann geti alveg kall- að meira yfir hverfið. Nei, svona stendur maður ekki að söfnun, enda er þessi sena í fræðslumyndbandi til ferm- ingarbarna til að sýna hvernig á EKKI að hegða sér og þau hvött til að sýna kurteisi og hegða sér vel. Fermingarbörn um allt land horfa á bráðskemmtileg mynd- bönd um hvernig á að fara að (og ekki) þegar þau ganga í hús um allt land og safna fyrir vatnsverk- efni Hjálparstarfs kirkjunnar. Það munu þau gera 4.-7. og 11.-12. nóvember næstkomandi. Þessi myndbönd er hægt að sjá á heimasíðu Hjálparstarfsins help.is. Þetta er í 15. sinn sem fermingarbörn standa fyrir söfnun til vatns- verkefna Hjálparstarfs- ins í Úganda, Malaví og Eþíópíu. Í skýrslu Sam- einuðu þjóðanna um framgang þúsaldarmark- miðanna, sem kom út í júní 2012, kemur fram að 1990 höfðu 76% jarð- arbúa aðgang að hreinu vatni en árið 2010 var hlutfallið komið í 89%. Þetta er frábær árangur en gleymum því ekki að jarðar búar eru 7 milljarðar. 11% sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni eru 770 milljónir manna. Staðreynd sem fermingarbörn hafa verið frædd um og þau vilja gera sitt til að bæta ástandið, segja að 89% sé ekki nóg. Handgrafinn brunn- ur kostar um 180.000 krónur. Brunnur sem gefur hreint, tært vatn gjörbreytir aðstæðum til hins betra. Með brunninum kemur fræðsla um smitleiðir sjúkdóma og mikilvægi hreinlætis. Bætt hreinlætisaðstaða dregur mjög úr sjúkdómum og dauðsföllum vegna þeirra. Þegar nóg vatn er til staðar er hægt að hefja geita- og hænsnarækt og rækta grænmetis- garða með fjölbreyttari tegundir grænmetis. Þannig verður vatnið grundvöllur betri afkomu og betri heilsu. Tökum vel á móti fermingar- börnunum þegar þau banka upp á, hrósum þeim fyrir dugnaðinn og fyrir að taka til sinna ráða og leggjum fram það sem við getum. 89% er ekki nóg STJÓRNMÁL Stefán Jón Hafstein fv. borgarfulltrúi ➜ Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri. ➜ Útfl utningur tónlistar er afar mikilvægur hlekkur í stækkandi keðju íslenskra atvinnugreina. ➜ Tökum vel á móti ferm- ingarbörnunum þegar þau banka upp á, hrósum þeim fyrir dugnaðinn og fyrir að taka til sinna ráða. MENNING Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri ÚTON HJÁLPARSTARF Bjarni Gíslason fræðslu- og upplýs- ingafulltrúi Hjálpar- starfs kirkjunnar UMMÆLI VIKUNNAR 25.010.2013 ➜ 01.10.2013 Þau voru ljós á leiðum okkar Tónlistardagskrá við kertaljós í minningu ástvina Aðgangur er ókeypis og fólki frjálst að koma og fara að vild. Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar eru til sölu við Fossvogskirkju. Kópavogskirkjugarður, Hólavallagarður og Gufuneskirkjugarður eru opnir að venju. Reykjavíkurprófastsdæmi og Kirkjugarðar prófastsdæmanna REYKJAHVERFI – GATNAGERÐ Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð í Reykjahverfi ( Reykjahvoll ) í Mosfellsbæ. Um er að ræða jarðvinnu, hol- ræsalagnir, vatns-og hitaveitulagnir auk lagningu strengja og ídráttarröra. Verklok 1. Maí 2014 Helstu magntölur: Gröftur 3500 m3 Fylling 5200 m3 Holræsi 1100 m Hitaveitulagnir 420 m Vatnsveitulagnir 360 m Strenglagnir 4000 m Ídráttarrör 750 m Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar frá og með þriðjudegi 05. nóvember 2013. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 19. Nóvember 2013 kl. 14:00, þar sem þau verða opnuð. Umhverfissvið Mosfellsbæjar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.