Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 24
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
Mér fannst þetta fínn tími til að draga gömlu film-urnar upp úr köss-um í geymslunni,“ segir Jóhann Á.
Hansen sem hefur opnað ljós-
myndasýninguna Dýrðin litin á
ný á Mokka við Skólavörðustíg.
Á sýningunni eru myndir sem
Jóhann tók á tónleikum Sykur-
molanna, Dýrðin kvödd, á Hótel
Íslandi í mars árið 1988, rétt í
þann mund sem sveitin var að slá
í gegn úti í hinum stóra heimi.
Á þessum tíma var Jóhann, en
hann hefur að aðalstarfi rekstur
á Gallerí Fold við Rauðarárstíg,
nemandi við Fjölbrautaskólann
í Ármúla. „Eins og með marga
aðra Íslendinga vann ég ýmis
störf samhliða skólanum, meðal
annars á barnum á Hótel Íslandi
en líka sem ljósmyndari í lausa-
mennsku. Þá var ég aðallega að
elta lögguna og taka myndir af
slysum og slíku og seldi blöð-
unum myndirnar, mest í DV,“
rifjar Jóhann upp. „Ég fór líka á
marga tónleika á þessum tíma og
tók myndir, til dæmis af Leon-
ard Cohen, Boy George og Fine
Young Cannibals og brot af þeim
myndum má finna á síðunni
minni johann-hansen.photo-
shelter.com.“
Hann minnist tónleikanna með
Sykurmolunum aðallega vegna
þess hversu mikið og frjálst
aðgengi ljósmyndararnir, sem
voru nokkrir, fengu að sveitinni
á sviðinu. „Á Hótel Íslandi er
sviðið nánast hluti af dansgólfinu
og við fengum að fara alveg upp
að hljómsveitinni, sem er mjög
óvenjulegt og hefur heldur betur
breyst. Í dag er ekki óalgengt að
ljósmyndarar þurfi jafnvel að
skrifa undir samninga þess efnis
að tónlistarfólkið sem myndað er
eigi höfundarréttinn að myndun-
um,“ útskýrir Jóhann.
Eftir Sykurmolatónleikana
gerði Jóhann ekkert með mynd-
irnar í mörg ár, utan þess að selja
eina mynd af Björk Guðmunds-
dóttur til bandarísks tímarits.
„Ég hafði þó alltaf í huga að
draga myndirnar á flot og þegar
ég hitti Einar Örn Benediktsson
á síðustu menningarnótt sagði ég
honum frá þeim. Hann hvatti mig
eindregið til þess að halda á þeim
sýningu og mér datt fyrst í hug
að halda hana í Ráðhúsinu, en þar
var allt upppantað. Mokka á mjög
vel við þessar myndir því þetta
er einn elsti starfandi sýningar-
staður landsins og svo skilst mér
að Björk eigi stundum þangað
erindi,“ segir Jóhann. Sýningin
stendur yfir til 28. nóvember.
Sýnir Sykurmola á Mokka
Jóhann Á. Hansen sýnir myndir sem hann tók á tónleikum Sykurmolanna
á Hótel Íslandi árið 1988 á Mokka. Filmurnar lágu ofan í kassa í mörg ár en
söngvari sveitarinnar hvatti Jóhann til að halda sýningu á þeim.
Bergsteinn Sigurðarson
dagskrárgerðarmaður
Kjötsúpa og bleiur
Ég ætla að gera heiðarlega
tilraun til að belgja mig út af
kjötsúpu úr lambinu sem ég
keypti beint frá býli áður en ég
fer á leikrit um fullorðið fólk
sem fær eitthvað út úr því að
vera með bleiu.
Sunna Ben
listamaður
Selur af sér spjarirnar
Í dag ætla ég á BAST í frænku-
löns, svo verð ég að selja af mér
fötin á flóamarkaði Hins hússins
frá klukkan 14 og vonandi kíki
ég á einhverja tónleika þar eftir
á. Á morgun verð ég svo á X-inu
frá 21-22.
Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson
verslunarstjóri
Grill og fótbolti
Í kvöld ætlum við félagarnir að
kveikja í grillinu í frostinu og
elda saman og að sjálfsögðu
reynir maður horfa á Liverpool-
menn leggja Arsenal að velli.
Morgundagurinn verður senni-
lega notaður til afslöppunar.
Brynja Þorgeirsdóttir,
fjölmiðlakona og nemi
Skrifar um harmleiki
Ég ætla að nota helgina til að vinna í ritgerð um
harmleiki sem ég þarf að skila bráðum, því ég
er í bókmenntafræði í háskólanum. Svo fer ég
næstum daglega í leikhús og á því verður engin
undantekning nú.
ULLIN GERIR SITT GAGN Kúlurnar eru til í mörgum litum og stærðum.
„Glymjandi í húsum er þekkt vandamál sem kÚLA leysir. Kveikjan að
hugmyndinni varð til árið 2007 þegar óskað var eftir ráðgjöf vegna hljóð-
endurkasts í heimahúsi og engar almennilegar lausnir voru í boði,“ segir
Bryndís Bolladóttir, hugvitskona og hönnuður, um veggverk sem hún
ætlar að kynna í dag í versluninni Epal í Skeifunni 6.
kÚLA hefur sem sagt hljóðdempandi eiginleika og hefur verið þróuð til
að bæta hljóðvist bæði fyrir opinber rými og heimili. Hún er framleidd hér
á Íslandi í mörgum litum og stærðum og ytra byrðið er úr ull.
Bryndís segir kÚLU hafa sannað gildi sitt frá því hún kom fyrst á markað
2010, hún hafi fengið ISO-vottun til merkis um að hún sé hágæðavara og
einnig hafi einkaleyfisstofa staðfest nýnæmi hennar. - gun
Íslenskt veggskraut
sem bætir hljóðvist
Hönnuðurinn Bryndís Bolladóttir verður í Epal í dag
að kynna hið hljóðdempandi veggverk sitt kÚLU.
MYND/JÓHANN Á. HANSSON
ULLIN GERIR SITT GAGN Kúlurnar eru til í mörgum litum og stærðum.
Kjartan
Guðmundsson
kjartan@frettabladid.is
HELGIN
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR
Höfum flutt
sálfræðistofur okkar
Við höfum flutt sálfræðistofur okkar að
Höfðabakka 9 (shb9.is)
og fengið Moniku Skarphéðinsdóttur sálfræðing
til liðs við okkur.
Við sinnum allri almennri sálfræðiþjónustu eins og:
Meðferð við kvíða, depurð, uppbyggingu sjálfstrausts, pararáðgjöf, til-
finningahliðum ófrjósemi, átröskunum, áfallaúrvinnslu, streitustjórnun og
ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja. Bjóðum ýmis með-
ferðarúrræði eins og HAM, DBT, EMDR, árvekniþjálfun auk almennrar
samtalsmeðferðar.
Tímapantanir í síma 527-7600.
Nánari upplýsingar inni á salfraedistofa.is og salarafl.is
Þórdís Rúnarsdóttir, Psy.D. Monika Skarphéðinsdóttir, Cand Psych Gyða Eyjólfsdóttir, Ph.D.
thordis@salfraedistofa.is monika@salarafl.is salarafl@salarafl.is