Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 28

Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 28
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Stóra, stóra verkefnið María á tvær stelpur. Láru og Kristínu. „Lára er fiðrildi með risastórt hjarta og krullur og snert af einhverfu. Það er búið að vera gefandi verkefni að læra hennar tungumál og finna leiðir til að hjálpa henni að blómstra. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það,“ segir María einlæg og heldur áfram. „Það kom í ljós um leið og hún fæddist að það var eitthvað ekki í lagi, hún grét hástöfum fyrsta árið sitt, stanslaust. Það var svakaleg eldskírn fyrir nýbakaða móður. Ég var þrjátíu og fimm ára og það var eins gott að ég var komin til þroska, þá gat ég staðið í lappirnar. Svo eignaðist ég Kristínu rétt fyrir fertugt og hún er að verða tíu ára, efnileg, skemmtileg og hjartahlý stúlka.“ Ertu sem sagt að segja mér að þú sért að verða fimmtug? „Já, við mæðgurnar eigum allar stórafmæli á næstunni. Kristín verður tíu ára núna í nóvember og við Lára eigum afmæli í janúar, hún verður fimmtán ára og ég fimmtug. Við ætlum að fara til Afríku, á Kilimanjaró og í safarí um áramótin með tveimur vina- fjölskyldum af þessu tilefni. Það verður gaman. Ég fékk Afríku á heilann þegar ég var lítið barn, eins og ég hefði átt þar heima ein- hvern tíma í fyrra lífi. Ég hélt alltaf að ég yrði læknir sem ynni í Afríku við að bjarga heiminum en varð svo bara leikari á Íslandi. Stundum hef ég sagt að Lára sé mín Afríka því uppeldi hennar er stóra, stóra verkefnið mitt í lífinu.“ María á líka son sem hún að sögn fékk í kaupbæti. „Hann Tómas minn Þorsteinsson er 24 ára fótboltastrákur og er að ljúka námi í verkfræði. Tómas var fyrsta barnið mitt og bjó mig undir framhaldið og við erum miklir vinir. Þá erum við mamma hans í hestamennsku saman og hann getur oft náð okkur báðum í sama símtalinu!” Hestaáhuginn hefur fylgt henni frá því hún man eftir sér. „Lengi vel hugsaði ég að ég gæti bara farið í stakar hestaferðir og sleppt stússinu sem fylgir því að eiga hest en svo lét ég draum- inn rætast og eignaðist hest fyrir fimm árum og stússið er æðislegt. Það hefur verið ótrúlega gefandi að eiga sinn eigin hest og ná sam- spili við hann. Svo er hundurinn Hneta á heimilinu. Hún hefur verið mikill þerapíuhundur fyrir Láru og passar að hún fari ekki alltof langt inn í sig.“ Markmiðið er að efla fólk Náttúruvernd er stór partur af lífi Maríu. Hún er einn af stofn- endum Framtíðarlandsins sem fóstrar verðmæti Íslands og er hugmyndaveita fyrir samfélags- lega ný sköpun, og formaður stjórnar þess. Auk þess sem hún er í stjórn Auðlindar náttúrusjóðs sem Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur stofnaði. „Guð- mundur Páll heitinn var mér dýr- mætur lærimeistari og kenndi mér að það er ekki nóg að þykja vænt um náttúru Íslands í hjarta sér, maður verður að verja hana því hún er ómálga. Hann sagði að örlagaspurningin væri sú hvort við yrðum græðgi að bráð eða settumst loks á þúfuna og biðum eftir sálinni í okkur og samhæfð- um hana sál landsins,“ segir María og kveðst aðspurð hafa verið úti í Gálgahrauni nýlega og það hafi verið yfirþyrmandi reynsla. Næsta sumar bíður nýtt ævin- týri Maríu. Hún hefur tekið að sér að leiða fimmtán norræn ung- menni í gegnum leiklistarferða- lag sem hefst á Svalbarða. „Já, alls verður 75 unglingum af öllum Norðurlöndunum skipt í fimm hópa sem ferðast og kynnast sirkus, músík, sjónlist, dansi og leiklist og mætast í Austur-Finn- landi þar sem við búum til risa- stóra lokasýningu með þeim.“ En eru ekki ísbirnir á Sval- barða? „Jú, ég held að maður fari ekki út í póstkassa öðru vísi en með byssu. Ég þarf kannski að fara að koma mér upp byssuleyfi.“ Ekki eru öll verkefni upptalin enn sem María er að fást við því hún fetar í fótspor Gunnars Eyjólfssonar leikara og kennir ræðumennsku. Vinnur bæði á eigin vegum og hjá Háskólanum í Reykjavík. „Ég fór upphaflega af stað með námskeið til að styrkja konur í að koma fram en víkkaði það fljótlega út,“ upplýsir hún. „Fólk býr yfir svo mikilli reynslu og þekkingu en vantar tækni til að miðla hugmyndum sínum á áhrifa- mikinn hátt. Það er virkilega gef- andi að sjá fólk stíga út úr sviðs- skrekk og finna styrk sinn.“ En er ekki erfitt að vera að vasast í svona mörgu? „Þetta er í raun allt af sama meiði,“ svarar María. „Markmiðið er að efla fólk og miðla ljósi. Þegar ég er að kenna er ég bæði að koma fram og leikstýra. Byrja á að standa fyrir framan áhorfendur og svo sendi ég þá upp í pontu. Ég hef alltaf notið þess að kenna og þetta er tækifæri til að halda hnífunum sínum beitt- um og láta gott af sér leiða.“ LEIKKONAN „Fólk er ekki komið í bíó eða leikhús til að sjá Maríu Ellingsen, heldur sjálft sig. Því lengra sem ég fer inn í sálina á mér því nær kemst áhorfandinn eigin sál.“ Flaug í gegnum huga minn í gær þar sem við stóðum fyrir framan skrið- dreka Vegagerðarinnar sem tættu vægðarlaust í sig aldagamalt gróið hraunið sem Kjarval elskaði að mála. Ég leikstýrði verki ekki alls fyrir löngu um Rachel Corrie, unga stúlku sem stóð á hól eins og þessum til að verja heimili fjölskyldu í Palestínu fyrir ísraelska hernum, og það fór svo í taugarnar á manninum á skriðdrekanum að hann keyrði yfir hana. Að sjá lögregluhersveit, vopnaða kylfum og táragasi, íklædda skotheld- um vestum og leðurhönskum með hnúajárnum til að mæta fólki, mörgu á sjötugs- og áttræðisaldri, sem lagðist í lyngið til að verja þetta hraun með lífi sínu og veitti enga mótspyrnu. Það var var eins og ljótasta senan úr Avatar. Hvar erum við eiginlega stödd? Af hverju er náttúran okkar skotspónn? Í stríðum milli þjóða er það þekkt ráð að veikja andstæðing með því að myrða börnin og nauðga konunum. Getur verið að náttúra Íslands sé í þessu hlutverki í pólitísku stríði hér á Íslandi. Að náttúran sé álitin hjartað í þeim sem eru taldir vinstri og til að sýna yfirburði og særa andstæðinginn helsári sé ráðist á náttúruna. Hvernig er hægt að útskýra þennan fjandskap hægrimanna út í náttúru Íslands? Það er allavega skrítið að á örfáum mánuðum hafi þessi nýja ríkistjórn, sem ekki gengur mikið undan að öðru leyti, aflýst friðun Þjórsárvera, undirbúið að afturkalla náttúrulög, sett spurningamerki við Ramma- áætlun, talað um að skera hálendið í tvennt með háspennulínu, mælt með að vegur verði lagður í gegnum Teigsskóg, rætt um að leggja niður umhverfisráðuneytið, virkja Reykjanesið til að geta reist álver í Helguvík og gefið grænt ljós á eyðileggingu Gálgahrauns. Er það einlæg hugsjón hægri manna og kvenna að ráðast gegn nátt- úrunni eða er þetta herbragð til að sýna vald, koma fram hefnd? Og ég segi hefnd því ég skynja heift hjá þeim sem fengu rauða spjaldið eftir hrun, voru reknir út af og fóru í leikbann og eru núna að labba inn á völlinn aftur. Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér því mér brá þegar þetta kom mér í hug þarna út í hrauninu. Það veldur líka vonbrigðum að sjá stjórnmálakonu eins og Hönnu Birnu falla hér í sömu gryfju og Sif, Valgerður og Ingibjörg Sólrún í Kára- hnjúkamálinu sem virtust halda að með því sýndu þær að þær hefðu sama styrk og kjark og strákarnir af því að þær þyrðu í stríð … gegn landinu. En hvar er sú kona og maður við völd sem eru tilbúin að sýna alvöru styrk og alvöru kjark með því að halda verndarhendi yfir þessu landi sem okkur er treyst fyrir, horfa til framtíðar, velja frið, sátt, samtal og sýna virðingu? Nota umboð sitt til góðra verka en ekki skemmdarverka? Því staðreyndin er að við búum ekki í Palestínu– við erum ein þjóð, ein lítil þjóð í einu litlu landi– og það vill svo til að náttúra Ísland er það sem gerir það einstakt. Er nátengd sjálfsmynd okkar, nærir okkur og veitir okkur innblástur til sköpunar. Og er í aðalhlutverki í þeirri ímynd sem við byggjum viðskipti okkar á. Ef það er eitthvað sem við ættum öll að geta verið sammála um er það að standa saman og vernda þetta fjöregg okkar. BÚUM VIÐ Í PALESTÍNU? Í GÁLGAHRAUN I Skriðdrekar Vegagerðarinnar tættu vægðarlaust í sig alda- gamalt hraunið sem Kjarval elskaði að mála. MYND/MARÍA ELLINGSEN Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 | www.ils.is Kynntu þér breytingar á upplýsingagjöf til neytenda og nýja lánaskilmála Íbúðalánasjóðs vegna nýrra laga um neytendalán á www.ils.is • Greiðslumat sniðið að ákveðinni eign • Aukin upplýsingagjöf við lánveitingu • Nýir lánaskilmálar Ný lög – nýir lánaskilmálar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.