Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 32

Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 32
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 ➜ Flestir leikir og mörk Eiður Smári Guðjohnsen er bæði leikjahæsti og markahæsti leik- maðurinn í núverandi landsliðs- hópi Íslands. Eiður Smári hefur skorað 24 mörk í 76 leikjum og er sá markahæsti í sögu landsliðsins. Hinn 31 árs gamli Dario Srna er landsleikjhæsti Króatinn með 108 leiki og heldur áfram að bæta metið með hverjum leiknum. Markvörðurinn Stipe Pletikosa kemur á hæla honum með 107 leiki. Eduardo er markahæsti Króatinn í hópnum með 29 mörk í 60 leiknum. Davor Suker er sá markahæsti í sögunni með 45 mörk en hann er núverandi forseti Knattspyrnusambands þjóðarinnar. 7-1 fyrir Króatíu. Ísland og Króatía hafa tvívegis mæst á knattspyrnuvellinum og höfðu þeir rauðu og hvítu betur í bæði skiptin. Króatía vann sannfærandi 4-0 sigur í Zagreb vorið 2005 í undankeppni HM 2006. Núverandi þjálfari liðsins, Niko Kovac, skoraði tvö marka Króata í leiknum og miðvörðurinn Josip Simunic, sem enn stendur vaktina í vörninni, eitt.Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir í leiknum á Laugardalsvelli en Króatar svöruðu með þremur mörkum og unnu 3-1 sigur. Darijo Srna, hægri bakvörður og fyrirliði Króata í dag, skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu.Eiður Smári og Kári Árnason eru einu af nú verandi landsliðsmönnum sem komu við sögu fyrir átta árum.Kolbeinn Tumi Daðasonkolbeinntumi@frettabladid.is Króatar standa í veginum Tveir leikir gegn Króötum standa á milli þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggi sér sæti á HM í Brasilíu næsta sumar og ljóst er að margir landsmenn eru orðnir spenntir fyrir því sem gæti gerst. Hversu góðir eru Króatar? Hverjir eru möguleikar Íslands? Hvað kostar farið til Brasilíu? Svör við þessum spurningum og fleiri má finna hér að neðan. ➜ Rándýr ferð til Brasilíu Takist íslenska liðinu hið ótrúlega og leggi Króata að velli er ljóst að strákarnir okkar verða á meðal 32 bestu knattspyrnuþjóða heims á HM í Brasilíu næsta sumar. Vafalítið myndu fjölmargir stuðningsmenn Íslands vilja skella sér í sólina og upplifa sögulega stund. Vonandi eru hinir áhugasömu byrjaðir að safna. Hér að neðan má líta grófa kostnaðaráætlun miðað við tíu daga ferð tveggja einstak- linga þar sem farið er á þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni. Flug frá Íslandi til Brasilíu 300.000 Hótel í þrettán nætur í Brasilíu 100.000* Þrjú innanlandsflug í Brasilíu 90.000 Þrír miðar á völlinn 35.000 Leigubílar, matur og skemmtun 200.000 Heildarkostnaður 725.000 á mann *Tveir deila tveggja manna herbergi ➜ Ungt lið að árum Króatía fékk sjálfstæði frá Júgóslavíu árið 1991 og spilaði sinn fyrsta lands- leik gegn Bandaríkjunum sama ár. Sigur vannst 2-1. Landsliðið fékk inngöngu í Alþjóða- og evrópska knatt- spyrnusambandið árið 1993. Liðið tók fyrst þátt í undan- keppni fyrir Evrópumótið 1996. Liðið vann sinn riðil en féll út í átta liða úrslitum fyrir Evrópumeisturum Þjóðverja. ➜ Bronsið í Frakklandi Besti árangur Króata á stórmóti kom á HM í Frakklandi 1998. Liðið fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið tapaði 2-1 gegn heimamönnum og verðandi heimsmeisturum. Liðið lagði Holland í leiknum um þriðja sætið og Davor Suker fékk gullskóinn fyrir að skora flest mörk. Með árangri sínum komst landsliðið í 3. sæti styrkleikalista FIFA sem er besti árangur þess. Besti árangur Íslands er sá sem nú hefur náðst, umspilssæti í undankeppni HM. Liðið hefur hæst setið í 37. sæti FIFA-listans. ➜ Ógengi Lagerbäck gegn Króötum Ekki batnar tölfræði íslenska liðsins gegn því króatíska þegar viðureignir Svía undir stjórn Lars Lagerbäck eru skoðaðar. Sá sænski stýrði löndum sínum í þrígang gegn Króötum sem unnu sigur í öll skiptin. Króatar unnu 2-1 sigur í æfingaleik árið 2003. Darijo Srna skoraði sigur- markið í tveimur 1-0 sigrum Króata í undankeppni HM 2006. ➜ Besti sóknarmaður Evrópu Íslenskir varnarmenn þurfa að hafa að góðar gætur á fram- herjanum Mario Mandzukic sem spilar með Evrópu meisturum Bayern München. Sá stóri og nautsterki skoraði 22 mörk á síðustu leiktíð og hefur verið sjóðandi heitur með Bæjurum það sem af er leiktíð. „Það er ekki til öflugri skallamaður í heiminum en hann,“ segir Pep Guardiola um framherjann 27 ára. 20 af 42 mörkum Manzukic í þýsku úrvalsdeildinni hafa verið skoruð með skalla. Hann var valinn knattspyrnumaður ársins í Króatíu á síðasta ári. ➜ Ekkert þak yfir stúkunum Króatar spila flesta heimaleiki sína á Maksimir-leikvanginum í Zagreb. Nafnið sækir leikvangurinn til þess hverfis borgarinnar sem hann stendur í. Króatar hafa fengið sig fullsadda af vellinum sem fagnaði aldarafmæli sínu í fyrra. „Við köllum leikvanginn ýmist þann ljót- asta í Evrópu eða skömm Maksimir,“ segir króatíski blaðamaðurinn Alexandar Holiga. Hlaupabraut er umhverfis völlinn líkt og Ís- lendingar þekkja svo vel úr Laugardalnum. Þess utan er ekkert þak yfir stúkunum. Íslenskir stuðningsmenn sem ætla að mæta á leikinn í Zagreb ættu að íhuga að taka regnföt með til vonar og vara. ➜ 20. heimsmeistaramótið Það fer vel á því að sigursælasta þjóð sögunnar í knattspyrnu taki að sér gest- gjafahlutverkið á HM næsta sumar. Brasilía hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari og eina þjóðin sem hefur verið með í öll tutt- ugu skiptin. Þeir gulklæddu hafa einu sinni áður haldið keppnina. Það var árið 1950 þegar enginn eiginlegur úrslitaleikur var leikinn. Fjögur lið léku í úrslitariðli þar sem Úrúgvæ lagði Brasilíu 2-1 í lokaleik riðilsins á Maracana-leikvanginum í Brasilíu. 174 þúsund Brasilíumenn setti hljóðan þegar flautað var til leiksloka og titillinn langþráði úr augsýn. Sambastrákrnir gátu hins vegar dansað og fagnað titlinum 1958, 1962, 1970, 1994 og 2002.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.