Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 36

Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 36
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson er glaður í bragði þegar hann tekur á móti blaða-manni. Hann er nýbúinn að gefa út plötuna Bassa- nótt þar sem sex manna latínhljóm- sveit spilar nýja tónlist eftir hann. Ég hef heyrt að hann sé listakokk- ur og eigi uppskriftir í matreiðslu- bókum. Kaffið er allavega gott hjá honum. Með vítt áhugasvið Hvernig kom þessi diskur til? Þessi músík er búin að gerjast lengi í mér. Eitt af því sem heillaði mig strax við latíntónlistina eru þau síendur- teknu rytmamynstur sem píanóið og gítarinn spila. Þau eru svo dill- andi, það er svo mikill dans í þeim. Fyrir nokkrum árum náði ég mér í bækur með þessum rytmamynstr- um og hef æft þau töluvert á bass- ann þó það sé ekki hefð fyrir því í latínmúsík að hann spili þau. Þetta kom mér dýpra inn í latínuna og tónlistin á Bassanótt spratt út úr þessu. Svo var ég líka í danstím- um hjá Salsamafíunni í fyrra og þar fékk ég þá hugmynd að prófa að spila chachacha-bít píanósins á bassann og það gerði sig fínt! Diskarnir þínir eru ólíkir inn- byrðis, tónlistin spannar breitt svið. Það eru sönglög, kvikmyndatónlist eins og Laxness-diskurinn, Kúbu- tónlistin og svo Strengur sem er af enn öðrum toga. Ertu ofvirkur? Ég er kannski ofvirkur lagahöfundur en það bjargar mér að vera með vítt áhugasvið. Sumar plötur mínar eiga sér langan meðgöngutíma en annað kemur óvænt upp á. Halldór Þor- geirsson, höfundur Laxnessmynd- arinnar, kastaði því fram í kaffiboði að það gæti verið gaman að hafa millistríðsárasveiflu í myndinni og hvort ég vildi skoða málið? Ég lagð- ist í þá dásamlegu músík sem til- heyrir þeim árum og samdi svo tón- listina. Ég var líka svo heppinn að meðspilari minn, Ómar Guðjónsson, gítarleikari var nýhættur að reykja og æfði sig á túbu þegar hann lang- aði í smók og tók eitt lagið á túbuna en hljómurinn í því hljóðfæri var sterkt einkenni á dixílandmúsík- inni. En stundum kemur líka fyrir að maður hefur gengið með eitthvað í maganum lengi. Ég var búinn að heyra vatnsnið innra með mér lengi í bland við bassatóna en ekki búinn að finna því form. Svo var ég einu sinni á ferðalagi á Ströndum og fór upp að Þiðriksvallavatni þar sem amma mín fæddist. Það var í haust- stillu og svanir á vatninu sem gutl- aði við steina. Á þeirri stund fékk ég hugljómun og næstu árin fór ég á staði sem tengdust fólkinu sem ég er kominn af og tók þar upp vatns- hljóð og samdi svo tónlist við þau. Lá svo jafnhliða í ættarsögunni og skrifaði um mitt fólk í bæklinginn sem fylgdi disknum og vatns- vídeóinu á Streng. Þú virðist fær í því að fá með þér gott fólk – vilja allir vinna með þér? Ragnheiður Gröndal, Ragga Gísla, Eyþór Gunnarsson, Ómar og Óskar Guðjónssynir, Matthías Hem- stock, Davíð Þór, Samúel Jón, Sig- tryggur Baldurs, svo einhverjir séu nefndir – fólk á öllum aldri, hvern- ig kemur það samstarf til? Heldur þú þér ungum með því að spila með ungviðinu í bransanum? Tja, það hefur enginn neitað hingað til. Ég held mér minna gömlum með því að synda í Vesturbæjarlauginni. En ég hugsa aldrei um aldur minn né þeirra sem ég spila með. Þetta góða fólk og aðrir sem ég hef spilað og hljóðritað með mína músík í gegn- um árin hafa einhvern hljóm og hugsun í sínu hljóðfæri sem hefur heillað mig og þannig hefur sam- starfið komið til. Það er mjög gott að vera með sér yngra fólki, það demp- ar þá íhaldssemi sem oft kemur með aldri og það brakar meira í heilasell- unum. Djassinn er dýrt sport Þú fórst seint að læra á bassa, búinn með háskólapróf og farinn að kenna þegar þú skelltir þér til útlanda til náms í hljóðfæraleik – það er óvana- legt að menn nái svo langt sem byrja svo seint – ertu undrabarn? Ef ég er eitthvað undra, þá er það kannski undraúthaldsgóður. Ég keypti minn fyrsta kontrabassa 26 ára, á þeim aldri þegar margir kollegar mínir í djasssögunni voru löngu orðnir heimsfrægir og komnir langleið- ina með að drekka sig í hundana. Ég ætlaði ekkert frekar að verða mús- íkant en ég lenti í spileríi með fólki sem var búið að vera að spila miklu lengur en ég; Diabolus in Musica, Nýja Kompaníið, Mezzofortestrák- arnir, Guðmundur Ingólfs og þetta rak mig áfram við æfingar og meiri æfingar og hlustun. Og svo var þetta bara svo gaman að maður lét sig hafa lítið og óstöðugt kaup. Allir hafa hæfileika, spurningin er hvað menn endast við að þroska þá. En hefur þú ekki líka stundað þýðingar og skriftir og kennslu? Það er dýrt sport að vera djassspilari og enn þá dýrara sport að semja músík líka. Lengi vel fjármagnaði ég plöt- ur mínar með þýðingum, ég hef þýtt tíu bækur. Svo hef ég stundum verið með útvarpsþætti og kennt aðeins í Tónlistarskóla FÍH, ég kenni þar djasssögu núna. En ég hef komist upp með það í þrjátíu ár að vera djassmúsíkant að aðalstarfi. Nú hefur Kúba, og tónlistin þaðan, haft mikil áhrif á þig og tón- listina – hvað er málið með þig og Kúbu? Þegar ég var táningur las ég mikið um byltinguna á Kúbu og fann þar mikinn hetjuskap. Þegar nánar var að gáð fór allur glans af hetjun- um en sem betur fer fann ég aðrar í staðinn, allan músíkantaherinn á Kúbu. Þeir hafa sannarlega þurft að berjast líka, aðallega þó fyrir því að hafa í sig og á. Í framhjáhlaupi hafa þeir svo lagt fram ótrúlegan skerf til heimstónlistarinnar. Ég datt ofan í þessa músík og fór svo til Havana árið 2000. Síðan hef ég farið sjö sinnum. Hvar samhljómurinn liggur veit ég ekki, kannski var ég farinn Ég sagði stundum við hana að hún myndi fá það hlutverk að skreyta plöturnar mínar. En þótt hún geri ekki fleiri teikningar í þessum heimi hafa myndir eftir hana prýtt forsíðuna á Streng og svo núna á Bassanótt. KEYPTI FYRSTA KONTRABASSANN 26 ÁRA Tómas fór seint að læra á bassa, þegar margir kollegar hans voru orðnir heims- fræg ir og komnir langleiðina með að drekka sig í hundana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Undra- úthaldsgott bassadýr Tómas R. Einarsson gaf nýverið út plötuna Bassanótt. Hann byrjaði seint að læra á kontra- bassa, segist vera ofvirkur lagahöfundur og sækir innblástur um víðan völl, meðal annars til dætra sinna, Þiðriksvallavatns á Ströndum og alla leið til Kúbu, en þangað hefur Tómas ferðast átta sinnum síðan um aldamótin þegar hann kom fyrst til höfuðstaðarins, Havana. PLÖTUUMSLAGIÐ MYNDSKREYTT AF DÓTTURINNI Forsíða plötunnar er verk eftir Ástríði, dóttur Tómasar. Hún var í myndlistarnámi þegar hún lést af slysförum fyrir þremur árum. að upplifa þann djass sem var efst á baugi sem of lítið líkamlegan. Djass- inn fyrir mér er mitt á milli þess líkamlega og þess andlega. Þess vegna miða ég djassinn við naflann, fönk og latínmúsík eru niður á kviði og klassíkin nær frá bringu og upp í haus. Margt í djassinum fannst mér vera komið upp undir geirvörtur og ég leitaði því í hina áttina. Dæturnar veita innblástur Forsíðan á nýja disknum, Bassa- nótt, er teikning eftir Ástríði dóttur þína. Engum sem til þekkti duldist að hún var listræn í sér og kennari hennar í myndlist sagði hana sér- lega hæfileikaríka. Hvað var hún gömul þegar hún gerði þessa dásam- legu mynd, þar sem þú dansar við bassann? Ástríður var á unglingsár- um þegar hún gaf mér þessa mynd í afmælisgjöf. Hún teiknaði mikið frá unga aldri og var búin með Mynd- listarskólann þegar hún lést af slys- förum fyrir þremur árum. Hún hafði næman húmor og stundum undirfurðulegan eins og birtist í þessu bassadýri. Ég sagði stundum við hana að hún myndi fá það hlut- verk að skreyta plöturnar mínar. En þótt hún geri ekki fleiri teikningar í þessum heimi hafa myndir eftir hana prýtt forsíðuna á Streng og svo núna á Bassanótt. Og minningin um hana var kveikjan að laginu Hvítur kjóll á disknum. Systur hennar tvær hafa líka lagt mér lið og gefið mér innblástur, ég gerði lög við tvö ljóð Kristínar Svövu á plötunni Trúnó og Ása Bergný er vefstjórinn minn og reddar þeim tölvumálum á mínútu sem ég hef slegist við í tvo klukku- tíma. Hún hefur líka víkkað á mér eyrun með því að spila fína klassík á píanó. Hefurðu einhvern tíma séð eftir því að hafa gert tónlistina að ævi- starfi? Nei. En örlögin lúrðu furðu lengi á þessu og létu mig ekki vita fyrr en ég var þrítugur. Þau höfðu samt hönd í bagga og létu mig hlusta á alls konar tónlist frá barnæsku og spila á gítar og harmóníku áður en þau ákváðu að senda mér kontra- bassann í fangið. Og mér var líka ætlað að lenda í latíntónlistinni og Kúbuferðum, þess vegna leiddu örlögin mig til Barcelona í spænsku- nám rúmlega tvítugan. Eru ekki útgáfutónleikar vænt- anlegir? Að sjálfsögðu! Þeir verða í Iðnó á miðvikudaginn og þar stíga á svið með mér Ómar Guðjónsson á gítar, Sigtryggur Baldursson á konga trommur, Eyþór Gunnars- son á píanó, Matthías Hemstock á trommur og Samúel Jón Samúelsson og Kári Hólmar Ragnarsson á bás- únur. Svo verður sérstakur gestur, Arna Margrét Jónsdóttir söngkona. Það var svo gaman að spila með henni lagið Hjarta mitt í Hljómskál- anum í haust að við ætlum að endur- taka leikinn. Þetta verður fjölbreytt latínstuð með angurværum bóleró- um og guajirum inn á milli og byrj- ar hálfníu á miðvikudag í Iðnó.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.