Fréttablaðið - 02.11.2013, Síða 42
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42
Það er ekki beint hefð-bundið lífið sem hjónin Sóley Kaldal og Jakob Jakobsson lýsa fyrir blaðamanni í gegnum lélegt símasamband við
Sisimiut á Grænlandi. Sóley og
Jakob hafa búið þar síðan í ágúst
og eru að ná taktinum í grænlensk-
um lifnaðarháttum og menningu.
Sóley, sem er doktorsnemi og
áhættu- og öryggisverkfræðing-
ur, kennir framhaldsskólanemum
í bænum stærðfræði en Jakob, sem
er arkitekt, vinnur heima í verk-
efnum frá Íslandi. Hann er líka
heimavinnandi húsfaðir og sér um
að koma syni þeirra til og frá skóla
og sinna heimlinu meðan Sóley er
við vinnu.
Langir vinnudagar
Þau segja það hafa verið tilvilj-
unum háð að þau ákváðu að flytja
til Grænlands. Sóley: „Ég var að
leita mér að aukavinnu í Dan-
mörku með náminu og kom auga á
auglýsingu frá skólanum á Græn-
landi.“ Hún segir að þar sem hún
hafi verið að vinna talsvert með
norðurheimskautið muni það nýt-
ast henni síðar meir að hafa búið
á Grænlandi og því ákváðu þau að
slá til – enda spennandi ævintýr.
Dagarnir hjá Sóleyju eru langir,
hún kennir allt að 60 tíma á viku.
Sóley: „Kennararnir eru fáir, þar
sem er ekki er hlaupið að því að
fá framhaldsskólakennara því það
eru gerðar miklar menntunarkröf-
ur. Þannig er enginn afleysinga-
maður sem hægt er að hringja í ef
einhver veikist.“ Hún segist hafa
mikla unun af því að kenna nem-
endum sínum. Flestir nemendanna
eru grænlenskir en kennslan fer
fram á dönsku, sem þá er í flestum
tilvikum annað tungumál þeirra,
sem getur reynt á.
Dagarnir hjá Jakobi eru alla
jafna rólegri þar sem hann
vinnur heima í sínum verkefn-
um fyrir hádegi en eftir hádegi
sækir hann Óla son þeirra í leik-
skólann og sinnir heimilinu. Þau
segja Óla taka breytingunum vel,
hann hafi áður skipt um leikskóla
milli Danmerkur og Íslands og
er orðinn vanur svona róttækum
breytingum. Sóley og Jakob segja
gaman að fylgjast með þroska og
vexti sonarins í þessum aðstæð-
um. Jakob: „Á Grænlandi er hann
innflytjandi, hann er öðruvísi
einstaklingur sem þarf að laga
sig að framandi samfélagi. Þá er
hann að læra nýtt tungumál, sem
er einstaklega fallegt.“ Óli litli
er heillaður af því návígi sem er
við dýrin á Grænlandi, en þar eru
sleðahundar á hverju horni ásamt
öðrum dýrum. Sóley: „Hann vill
eingöngu horfa á dýralífsmyndir
núna og leikur sér með horn og
bein sem leikföng.“
Hógvært og venjulegt fólk
Sóley og Jakob bera grænlenska
samfélaginu einkar vel söguna.
Sóley: „Grænlendingar eru hóg-
værir og bara ósköp venjulegt
fólk eins og aðrir. Það kom okkur
samt á óvart hversu dýrt er að lifa
á Grænlandi en til að mynda er
leiguverð sambærilegt við Kaup-
mannahöfn. Jakob: „Við hlökk-
uðum líka mikið til að komast úr
neysluhyggjunni sem einkennir
bæði íslenskt og danskt samfélag
en komumst fljótt að því að slíkt
er ekki síður til staðar á Græn-
landi. Grænlenskir unglingar eiga
iPhone-síma og ganga um í dýrum
innfluttum fatnaði, ekki síður en
aðrir unglingar á Norðurlöndum.“
Jakob hefur verið þeirrar gæfu
Við erum hvorki
með sjónvarp né inter-
net-nettengingu og oft og
tíðum er símasambandið
lélegt. Svo höfum við
varla séð neina auglýs-
ingu af nokkru tagi neins
staðar síðan við komum,
maður uppgötvar það
eftir á hvað það er
mikið áreiti.“
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@365.is
FJÖLSKYLDAN Á GRÆNLANDI Óli Kaldal Jakobsson, Sóley Kaldal og Jakob Jakobsson á göngusleða í Sisimiut
MYND/JAKOB JAKOBSSON @MONSIEURGRUNVALSKY
Á BRÚNINNI Grænlenskur ofurhugi leikur listir sínar á BMX hjóli
MYND/JAKOB JAKOBSSON @MONSIEURGRUNVALSKY
ILLA VIÐ DANI Það reyndist auðvelt fyrir Jakob að komast í fótboltalið bæjarins þegar í ljós kom að hann er Íslendin-
gur. MYND/JAKOB JAKOBSSON @MONSIEURGRUNVALSKY
SKINNIÐ STREKKT Óli litli stendur hér heima í stofu fyrir framan skinnið
af hreindýrinu sem pabbi hans veiddi. MYND/JAKOB JAKOBSSON @MONSIEURGRUNVALSKY
Grænlendingar eru ekki búnir
að uppgötva hvað þeir eru töff
Hjónin Sóley Kaldal og Jakob Jakobsson ákváðu í apríl að rífa sig upp með rótum frá heimili sínu í Kaupmannahöfn og
flytja til Sisimiut á Grænlandi. Þar halda þau heimili ásamt syni sínum Óla og Sóley kennir grænlenskum framhaldsskóla-
nemum stærðfræði og Jakob vinnur heiman frá við arkitektúr og sinnir heimilinu.