Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2013, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 02.11.2013, Qupperneq 46
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46 Ár drekans“ eftir Össur Skarphéðinsson, fyrr-verandi utanáðherra, sem kemur út í næsta mánuði er ekki hefð-bundin pólitísk endur- minningabók eins og stjórnmála- menn gefa oft út eftir að þeir hafa yfirgefið hið pólitíska svið. Ríkis- stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð vorið 2009 eftir efnahagshrun þar sem allt sem brugðist gat brást og þjóðar- gjaldþrot var raunveruleg hætta sem blasti við. Þannig var ríkis- stjórnin til í andrúmslofti reiði og gífurlegra átaka og segja má að í bók Össurar sé almenningi hleypt inn í innsta hring nýliðinna atburða í stjórnmálasögunni eins og flugu á öxl ráðherrans.„Þetta eru pólitísk bersöglimál og ég nota þetta ár, 2012, til að segja bæði mína pers- ónulegu sögu en líka til þess að gefa þeim sem eru að pæla í pólitík hrá- efni til að greina stöðuna eins og hún er í dag. Því ég tel að þarna hafi orðið til og spunnist fram þeir þræðir sem nota má til að skilja stöðuna í dag,“ segir Össur. Hann hafi valið árið 2012 til að veita „blóðhráa innsýn í líf stjórnmála- manns sem er í fremstu röð í átaka- ríkisstjórn“, bætir hann við. Hann segist lýsa með óvægnum hætti átökum við aðrar þjóðir, átök- um milli hugmynda, átökum milli hreyfinga og einstaklinga, en hann gangi líka ansi nærri sjálfum sér. „Þegar ég les þessa bók eftir að hafa skrifað hana sé ég að lífsgleði mín kemur þarna fram og ég vona að hún sýni að ég virði andstæð- inga mína, þeir njóta sannmælis og mér þykir vænt um suma. En það breytir ekki hinu að veruleikinn er stundum nakinn og kaldur og það kemur fram í þessari bók. Pólitískt líf á bláþræði Á einu ári drífur auðvitað margt á daga utanríkisráðherra sem berst á köflum eins og Don Kíkóti við vindmyllur í tilraunum sínum til að ljúka viðræðum við Evrópusam- bandið. Það er af mörgu að taka í utanríkismálum eins og málsvörn þjóðarinnar í Icesave-málinu en það skelfur líka flest í pólitíska landslaginu innanlands. Ekki bara milli stjórnar og stjórnarandstöðu, heldur milli stjórnarflokkanna í sumum málum og innan þeirra. Þannig lá við að Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra tap- aði ráðherrakaplinum þegar hún skipti Árna Páli Árnasyni út úr rík- isstjórn. Uppreisn var gerð í flokks- stjórn Samfylkingarinnar og póli- tískt líf forsætisráðherrans hékk á bláþræði, eins og Össur lýsir í bók- inni. Hann hefur lengi haft þann sið að skrifa seint á kvöldin það sem á fjörur hans rak þann dag- inn, stundum eina til tvær setning- ar, stundum heilu blaðsíðurnar. Oft notar hann tímann á ferðalögum til að færa atburði dagsins til bókar, í flugvélum og á hótelherbergjum. Að loknum áðsfundi á nýársdag 2012 skrifar Össur um fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni eftir að aðrir ráðherrar eru farnir heim: „Tveir gamlir ritstjórar Þjóðviljans sátu þá á spjalli í þrjá stundarfjórð- unga eftir að ríkisstjórnin hafði kvatt. Ég fór yfir sögulegan fund á Nordica kvöldið áður þar sem sveitir Árna Páls, fráfarandi efna- hagsráðherra, höfðu gert óvænta uppreisn í flokksstjórn Samfylk- ingarinnar. Trúir flokksmenn eins og Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr- verandi ráðherra, og Þórunn Svein- bjarnardóttir, fyrrverandi for- maður þingflokksins, höfðu haldið þrumandi ræður gegn tillögu for- sætisráðherra. Hún fól í sér upp- stokkun og fækkun ráðuneyta, og leiddi til að Árni Páll hvarf nauð- ugur úr ríkisstjórn.“ Össur lýsir því svo hvernig minnstu mátti muna að Jóhanna yrði undir í þessum átök- um. „Pólitískt líf hennar, formanns- embættið og um leið forsætisráð- herrastóllinn, hékk á bláþræði,“ segir Össur. Ef hann og fleiri ráð- herrar og þungavigtarfólk í flokkn- um hefði ekki farið nánast maður á mann hefði ríkisstjórnin sprungið á þessu augnabliki. Viku síðar, eða 7. janúar, skrifar Össur hjá sér: „Í kjölfar fundarins á Nordica hafa verið vangaveltur um hvort ráðherrarnir sem settir voru út úr ríkisstjórninni, einkum Jón Bjarnason, muni hverfa frá stuðningi við hana. Forsetinn er á förum til Abu Dhabi og spyr hvort óhætt sé að hann fari úr landi. Ég segi að samgöngur nútímans séu svo hraðar að hann verði bara kall- aður heim ef þarf að mynda nýja ríkisstjórn. Hann hnyklar dýrfirsk- ar brúnir og kveðst vera að spyrja utanáðherra í fullri alvöru.“ Splundraði Samfylkingunni En það er annað mál sem einn- ig leiddi næstum til til þess að þingflokkur Samfylkingarinnar splundraðist. Eftir að ljóst var orðið að Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, yrði einn ákærður af Alþingi vegna mistaka í starfi í aðdraganda efnahagshrunsins, leggur Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, fram frávísunartillögu gegn ákærunni á Alþingi. Össur studdi aldrei að ráðherrarnir fjórir yrðu yfirleitt ákærðir og lætur nú vita af því að hann ætli að styðja tillögu Bjarna. Þótt Jóhanna styddi ákærurnar ekki heldur, telur hún að frávísun- artillagan sé óþingtæk, þvert ofan í ákvörðun Ástu Ragnheiðar, forseta Alþingis, að setja tillögu Bjarna á dagskrá. Mjög tvísýnt var um nið- urstöðu atkvæðagreiðslunnar. Að frátöldu hruninu segir Össur að ekkert mál hafi verið honum eins erfitt. „Það lá eins og mara á mér,“ segir hann. „Það urðu heift- arleg átök um þetta, ekki bara innan Samfylkingarinnar, innan annarra flokka og millum flokka líka og í ríkisstjórninni. Eins og kemur fram í bókinni var því beitt gegn mér og Ögmundi Jónassyni að það væru yfirvofandi ríkisstjórnar- slit ef þetta yrði samþykkt,“ segir Össur. Og í bókinni greinir hann frá því að innan þingflokks Sam- fylkingarinnar hafi menn hótað að ganga á dyr eða hætta almennt að lúta vilja ráðherra flokksins í rík- isstjórn um afgreiðslu einstakra mála og greiða atkvæði um öll mál eftir sannfæringu sinni hverju sinni. „Ég held að það hafi verið mjög skammt í það að það hrykki úr þingflokknum,“ segir Össur. Launhelgi Ríkisráðsfunda aflétt Lesandi bókarinnar fylgir utanrík- isráðherra um allt svið íslenskra stjórnmála, hvort sem það eru innanflokksmál, átök innan ríkis- stjórnar eða við stjórnarandstöðu og almennt í hans daglegu störfum heima og heiman. Inn á milli eru skemmtisögur og hugleiðingar. En eitt af því sem bókin gerir er að opna dyrnar inn í launhelgi Ríkis- ráðsfunda sem fjölmiðlar og þjóð- in hafa vanist að þekkja nær ein- göngu af uppstilltum ljósmyndum af ráðherrum á tröppum Bessa- staða og með forseta við Ríkis- ráðsborðið. Össur lýsir tveimur Ríkisráðs- fundum sem sæta tíðindum, annars vegar 30. ágúst 2012 þegar forset- inn er nýstiginn upp úr kosninga- baráttu sem forseti lýðveldisins í fimmta sinn og hins vegar 31. des- ember sama ár. Á fundinum í ágúst eru taugarnar þandar og það andar köldu milli leiðtoga stjórnarflokk- anna og forsetans þegar Ólafur Ragnar tekur að skamma ríkis- stjórnina og lýsir andstöðu við lög um breytingar á stjórnarráðinu. „Ríkisráðsfundir breyttust eftir hrunið, urðu allt öðruvísi og það sköpuðust átök og spenna milli for- setans og ríkisstjórnarinnar sem öll þjóðin vissi af. Það sem þjóðin vissi ekki var hvernig þessi spenna braust fram á Ríkisráðsfundum,“ segir Össur og segir fundinn 30. ágúst greyptan í minni sitt. Forsetinn húðskammar ríkis- stjórnina. „Þarna sat ríkisstjórn- in á Bessastöðum, forseti Íslands tekur á móti henni og þetta breyt- ist allt í einu í mjög þunga kyrr- stöðubaráttu þar sem menn eru kurteisir og hóflegir en forsetinn raunar húðskammar ríkisstjórn- ina, ekki einu sinni, ekki tvisv- ar heldur nánast þrisvar á sama fundinum.“ Össur rekur í bókinni hvernig forsetinn lýsir óánægju sinni með breytingar á stjórnar- ráðinu sem felur m.a. í sér fækk- un ráðherra í átta, sem forseti telur leiða til erfiðleika í framtíð- inni um myndun stjórna fleiri en tveggja flokka. „Talan þrír gangi illa upp í átta,“ áréttar forsetinn og Össur og Ögmundur verða eins og skólastrákar sem eiga bágt með að skella ekki upp úr við þessa stærð- fræðikennslu prófessorsins við enda borðsins. En þegar ráðherrarnir héldu að skömmum forsetans væri lokið segir Össur í viðtali okkar: „Þegar ríkisstjórnin varpaði önd- inni léttar og hélt að þessari atlögu og framhaldi byltingarinnar frá Bessastöðum færi að ljúka þá kom þriðja lotan.“ Forsetinn hafi vísað til greinar sem Davíð Odds- son hafði skrifað í framhaldi af landsdómi þar sem Davíð vísaði í rök Róberts Spanó hæstaréttar- lögmanns um að ef fara ætti eftir úrskurði Landsdóms yrði kannski að halda Ríkisráðsfundi miklu oftar. Framrás byltingarinnar „Og ég sá það í hendi mér og kannski Steingrímur líka en kannski enginn annar ráðherranna, að forsetinn var þarna að velta því fyrir sér að halda framrás embætt- isins áfram og krefjast þess í krafti landsdómsúrskurðar að sama gilti um Ríkisráð og ríkisstjórnarfundi og það þyrfti að tilkynna honum mjög reglulega um hvað þar væri að gerast,“ segir Össur. Hann hafi skilið það þannig að bera ætti mál undir forsetann jafnvel vikulega. Þrátt fyrir þrúgandi andrúmsloft á nokkrum Ríkisráðsfundum hélt Ólafur Ragnar í þá hefð að bjóða ráðherrum upp á kaffi og pönnu- kökur að loknum fundi með rabar- barasultu sem gerð var úr rabar- bara ræktuðum við forsetasetrið. Össur minnist þess þegar Sam- fylkingin hafði sagt skilið við sjálf- stæðismenn í upphafi árs 2009 og fráfarandi ráðherrar þeirra höfðu setið sinn síðasta Ríkisráðsfund og andrúmsloftið var vægast sagt raf- magnað og allir fjölmiðlar lands- ins á hurðarhúninum. „Það sýnir pólitíska hæfileika Ólafs Ragnars í pólitískum samskiptum að jafn- vel þá tókst honum að halda öllum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum og bjóða þeim upp á pönnukökur með rabarbarasultu úr garðinum á Bessastöðum og halda fróðlegan fyrirlestur um hvað þetta væri merkileg sulta, því það var engin áhætta fólgin í því umræðuefni. Það var oft rætt um rabarbara sultuna á seinna skeiði ríkisstjórnarinnar. Enda segi ég það í bókinni að sjálfur Salvador Dalí hefði ekki getað teiknað upp svona súrrealískt ástand og þegar rabarbarasultu ber á góma detta mér alltaf Ríkisráðsfundir í hug,“ segir Össur Skarphéðinsson. Súrrealískar pönnukökur með rabarbara á Bessastöðum Aðeins hálfu ári eftir að ein mesta átakastjórn lýðveldissögunnar yfirgefur stjórnarráðið rúin trausti þjóðarinnar skrifar Össur Skarphéðinsson pólitískan þriller upp úr dagbókum sínum. Greinir frá átökum forseta og ráðherra í Ríkisráði. PÓLITÍSKUR ÞRILLER Össur Skarphéðinsson alþingismaður segist ganga nærri sjálfum sér í nýrri bók sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Viðtalið við Össur er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.visir.is. visir.is 31. janúar 2012 Ríkisráðsfundur á Bessastöðum, for- setinn er ósáttur við stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnar- innar: „Þetta er niðursallandi hirting. Ríkisstjórnin er bók- staflega flengd. Tölunni lýkur forsetinn með því að segja að í frumvarpinu felist m.a. að afnema ríkisráðið, sem hann teldi „mjög vitlaust“. Því gæti svo farið að þetta yrði síðasti ríkisráðsfundurinn sem nokkru sinni yrði haldinn. Hann gæti því farið inn í sögubækurnar af þeim sökum. Í kjölfarið leggur Ólafur Ragnar svo fram bókun og í stöðunni varpa menn öndinni léttar. Miðað við ræðuna er hún sakleysisleg. Þar varar hann við niður- lagningu ríkisráðs og hvetur til að engar breytingar verði gerðar á stjórnarskrá nema í sátt. Þetta er langlengsta talan sem forseti hefur haldið á þeim ríkisráðsfundum sem ég hef setið. Hún er greini- lega flutt til að árétta það sem hann hafði áður sagt við setningu Alþingis að hann myndi taka þátt í umræðu um stjórnarskrármálin. Þetta er formleg tilkynning til ríkisstjórnarinnar frá forseta lýðveldisins um að hann ætli að berjast gegn þeim breytingum á stjórnarskránni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt til á Alþingi og hann sjálfur telur að forsætisráðherra líti á sem merkustu arfleifð sína. Forsætisráðherra svarar þessu án þess að nota stór orð. Hún segir að forseti megi hafa þær skoðanir sem hann vill, en hún telji hvorki rétt að bóka sína skoðun né fara í efnislega umræðu við forseta á fundi ríkisráðs um mál sem liggi fyrir Alþingi, sem samkvæmt stjórnarskrá eigi eitt að fjalla um þau og afgreiða. Engum mín megin borðs getur dulist af svipbrigðum formanns VG hversu ósáttur hann er við ræðu for- setans.“ ➜ Dagbókarfærsla úr bókinni Ár drekans Heimir Már Pétursson hmp@stod2.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.