Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 48
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Arabíska hefur verið áhugamál hjá Sindra lengi og hann hefur verið að læra hana í fimm ár. „Ég ákvað
að drífa mig til arabískumælandi lands,
nota málið og kynnast menningunni og
lífinu í Jórdaníu. Ég hef búið á hóteli í
gamla miðbænum í Austur-Amman. Hér
er margt að sjá og upplifa, meðal annars
hef ég látið mig fljóta í Dauðahafinu,
skoðað Petru, eitt af undrum veraldar
en hún er forn borg sem höggvin var í
mikla hamra,“ segir Sindri og bætir við
að nauðsynlegt hefði verið að dvelja
þetta lengi í borginni til að kynnast
þessum heimi.
ÓLÍKIR HEIMAR
„Tveir ólíkir heimar eru Amman. Vestur-
hlutinn er nútímaleg borg með vest-
rænum veitingahúsum, skyndibita-
stöðum og verslunarmiðstöðvum. Þar
eru dýrar lóðir og glæsileg íbúðarhús.
Íbúar í þeim hluta tala almennt góða
ensku. Meiri fátækt er í austurhlutanum
og sumir íbúar þar hafa ekki komið í
ríkari hlutann í mörg ár,“ segir Sindri.
„Í miðbænum í austurhluta Amman
eru litlar verslanir sem selja hnetur,
krydd, teppi og verkfæri en einnig er
alls konar varningur seldur á götunum.
Á útimörkuðum fást ávextir og græn-
meti en þar er líka boðið upp á inn-
mat úr lömbum, lambahöfuð, garnir
og kindaleggi. Þá er hægt að fá lifandi
dúfur, hænur, kanínur og fleiri dýr í
litlum búrum á götum úti á föstudögum.
Fáir tala ensku í þessum hluta og þar
tala ég yfirleitt bara arabísku.“
JARÐSPRENGJUR OG TÁRAGAS
Þegar Sindri var spurður hvort hættu-
legt sé að dvelja á þessum slóðum,
svarar hann. „Það er ekki hættulegt en
maður má ekki fara of nálægt landa-
mærum Sýrlands á vissum stöðum
vegna jarðsprengja. Einnig er ráðlagt að
fara varlega á föstudögum því þá eru
oft mótmæli gegn stjórnvöldum eftir
föstudagsbænirnar í moskunni. Þau eru
yfirleitt tiltölulega róleg miðað við það
sem hefur verið að gerast í nágranna-
löndunum og ekkert sérstaklega fjöl-
menn, en það getur samt verið tals-
verður æsingur í mönnum. Það hefur
einu sinni gerst síðan ég kom að miklu
magni af táragasi var beitt svo ekki var
verandi á götum úti í talsverðan tíma á
eftir. Meirihluti Jórdana styður kónginn,
og Múslímska bræðralagið hér stendur
með honum en heimtar þó einhverjar
umbætur. Vopnaðir her- og lögreglu-
menn eru á hverju strái. Mikið rusl er
á götum og menn nota yfirleitt ekki
bílbelti. Hér sér maður börn í fanginu á
ökumönnum og farþegum eða stand-
andi aftan á opnum pallbíl. Það hefur
komið á óvart hversu auðfáanlegt áfengi
er, en nokkrar litlar áfengisverslanir eru
nálægt hótelinu og það er einnig selt í
sumum matvöruverslunum.“
Sindra hefur verið vel tekið af heima-
mönnum og kynnst mörgum. „Ég hitti
til dæmis reglulega verkfræðing sem vill
bæta sig í ensku því hann hyggst flytja
til Kanada. Við æfum okkur þá báðir,
hann í ensku og ég í arabísku. Einnig
geri ég það sama með egypskum kaffi-
húsaeiganda sem vill bæta sig í ensku
til að geta tekið betur á móti erlendum
gestum. Mér hefur verið boðið í mat og
teflt skák á kaffihúsi. Ég upplifi Austur-
Amman sem ótrúlega spennandi veröld
og kemst að einhverju nýju á hverjum
degi.“
HITTI ÓVÆNT ÍSLENDING
Þótt Sindri sé á framandi slóðum hafa
landar hans orðið á vegi hans. Mér var
boðið í partí uppi á þaki í nálægri bygg-
ÆFIR ARABÍSKU
Í MÚSLÍMAHEIMI
MIKIL LÍFSREYNSLA Sindri Guðjónsson, lögfræðingur og þýðandi hjá utan-
ríkisráðuneytinu, er í tveggja mánaða leyfi í Amman í Jórdaníu þar sem hann
þjálfar sig í arabísku og kynnist framandi menningarheimi.
MIKIL UMFERÐ
Götumynd frá Amman.
SPILAÐ OG SUNGIÐ
Sindri hefur kynnst
heimamönnum, spilað
fyrir þá, teflt skák og
farið í veislur. A-Amman
er gamaldags borg og
þar eru til dæmis enn
seldar kassettur en
DVD-myndir eru greini-
lega afritaðar og umslög
ljósrituð.
GLEÐI Sindri ásamt starfsmönnum hótelsins þar sem hann dvelur í fátækari hluta Amman í Jórdaníu.
Hentar vel viðkvæm augum
HVERJUM HENTAR
GARNIER BB MIRACLE
SKIN PERFECTOR?
HVERJUM HENTAR
GARNIER NORDIC
ESSENTIALS?
HVERJUM HENTAR
GARNIER EYE ROLL-ON?
798.-
798.-
1.498.-
1.498.-
Garn
FYRIR AL
HÚÐ
GERÐIR
ier