Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 48
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Arabíska hefur verið áhugamál hjá Sindra lengi og hann hefur verið að læra hana í fimm ár. „Ég ákvað að drífa mig til arabískumælandi lands, nota málið og kynnast menningunni og lífinu í Jórdaníu. Ég hef búið á hóteli í gamla miðbænum í Austur-Amman. Hér er margt að sjá og upplifa, meðal annars hef ég látið mig fljóta í Dauðahafinu, skoðað Petru, eitt af undrum veraldar en hún er forn borg sem höggvin var í mikla hamra,“ segir Sindri og bætir við að nauðsynlegt hefði verið að dvelja þetta lengi í borginni til að kynnast þessum heimi. ÓLÍKIR HEIMAR „Tveir ólíkir heimar eru Amman. Vestur- hlutinn er nútímaleg borg með vest- rænum veitingahúsum, skyndibita- stöðum og verslunarmiðstöðvum. Þar eru dýrar lóðir og glæsileg íbúðarhús. Íbúar í þeim hluta tala almennt góða ensku. Meiri fátækt er í austurhlutanum og sumir íbúar þar hafa ekki komið í ríkari hlutann í mörg ár,“ segir Sindri. „Í miðbænum í austurhluta Amman eru litlar verslanir sem selja hnetur, krydd, teppi og verkfæri en einnig er alls konar varningur seldur á götunum. Á útimörkuðum fást ávextir og græn- meti en þar er líka boðið upp á inn- mat úr lömbum, lambahöfuð, garnir og kindaleggi. Þá er hægt að fá lifandi dúfur, hænur, kanínur og fleiri dýr í litlum búrum á götum úti á föstudögum. Fáir tala ensku í þessum hluta og þar tala ég yfirleitt bara arabísku.“ JARÐSPRENGJUR OG TÁRAGAS Þegar Sindri var spurður hvort hættu- legt sé að dvelja á þessum slóðum, svarar hann. „Það er ekki hættulegt en maður má ekki fara of nálægt landa- mærum Sýrlands á vissum stöðum vegna jarðsprengja. Einnig er ráðlagt að fara varlega á föstudögum því þá eru oft mótmæli gegn stjórnvöldum eftir föstudagsbænirnar í moskunni. Þau eru yfirleitt tiltölulega róleg miðað við það sem hefur verið að gerast í nágranna- löndunum og ekkert sérstaklega fjöl- menn, en það getur samt verið tals- verður æsingur í mönnum. Það hefur einu sinni gerst síðan ég kom að miklu magni af táragasi var beitt svo ekki var verandi á götum úti í talsverðan tíma á eftir. Meirihluti Jórdana styður kónginn, og Múslímska bræðralagið hér stendur með honum en heimtar þó einhverjar umbætur. Vopnaðir her- og lögreglu- menn eru á hverju strái. Mikið rusl er á götum og menn nota yfirleitt ekki bílbelti. Hér sér maður börn í fanginu á ökumönnum og farþegum eða stand- andi aftan á opnum pallbíl. Það hefur komið á óvart hversu auðfáanlegt áfengi er, en nokkrar litlar áfengisverslanir eru nálægt hótelinu og það er einnig selt í sumum matvöruverslunum.“ Sindra hefur verið vel tekið af heima- mönnum og kynnst mörgum. „Ég hitti til dæmis reglulega verkfræðing sem vill bæta sig í ensku því hann hyggst flytja til Kanada. Við æfum okkur þá báðir, hann í ensku og ég í arabísku. Einnig geri ég það sama með egypskum kaffi- húsaeiganda sem vill bæta sig í ensku til að geta tekið betur á móti erlendum gestum. Mér hefur verið boðið í mat og teflt skák á kaffihúsi. Ég upplifi Austur- Amman sem ótrúlega spennandi veröld og kemst að einhverju nýju á hverjum degi.“ HITTI ÓVÆNT ÍSLENDING Þótt Sindri sé á framandi slóðum hafa landar hans orðið á vegi hans. Mér var boðið í partí uppi á þaki í nálægri bygg- ÆFIR ARABÍSKU Í MÚSLÍMAHEIMI MIKIL LÍFSREYNSLA Sindri Guðjónsson, lögfræðingur og þýðandi hjá utan- ríkisráðuneytinu, er í tveggja mánaða leyfi í Amman í Jórdaníu þar sem hann þjálfar sig í arabísku og kynnist framandi menningarheimi. MIKIL UMFERÐ Götumynd frá Amman. SPILAÐ OG SUNGIÐ Sindri hefur kynnst heimamönnum, spilað fyrir þá, teflt skák og farið í veislur. A-Amman er gamaldags borg og þar eru til dæmis enn seldar kassettur en DVD-myndir eru greini- lega afritaðar og umslög ljósrituð. GLEÐI Sindri ásamt starfsmönnum hótelsins þar sem hann dvelur í fátækari hluta Amman í Jórdaníu. Hentar vel viðkvæm augum HVERJUM HENTAR GARNIER BB MIRACLE SKIN PERFECTOR? HVERJUM HENTAR GARNIER NORDIC ESSENTIALS? HVERJUM HENTAR GARNIER EYE ROLL-ON? 798.- 798.- 1.498.- 1.498.- Garn FYRIR AL HÚÐ GERÐIR ier
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.