Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 49
| FÓLK | 3HELGIN
■ SKEMMTUN OG UPPÁKOMA Degi hinna dauðu, eða Día de los muertos, verður fagnað
í aðalsafni Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu á morgun sunnudag milli klukkan 14 og
15.30.
Día de los muertos er haldinn hátíðlegur á hverju ári í Mexíkó og öðrum spænsku-
mælandi löndum en þá safnast fjölskylda og vinir saman til að gleðjast og minnast
hinna látnu. HOLA, félag spænskumælandi á Íslandi, hefur umsjón með dagskránni.
Boðið verður upp á skemmtun og uppákomu fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla
verður á siði og venjur í Mexíkó og Perú.
Día de los muertos er 1. nóvember og er hann tengdur allraheilagramessu eða allra-
sálnamessu sem er 2. nóvember.
DAGUR HINNA DAUÐU – DÍA DE LOS MUERTOS
ingu. Þar voru um 20 manns;
Arabar, Svíar, Pólverjar, Litháar,
og annar ÍSLENDINGUR sem ég
vissi ekki að yrði þarna. Honum
krossbrá þegar ég ávarpaði hann
á íslensku, enda ekki heyrt málið
lengi. Hann reyndist heita Björn
og hafði verið á ferðalagi í fjögur
ár. Var á leið til Bahrain daginn
eftir. Það var gaman að rekast á
hann,“ segir Sindri. Einnig hafði
hann hitt Íslendinga sem vinna
hjá UNRAW, stofnun sem vinnur
með palestínskum flóttamönnum
og Stefaníu Khalifeh, ræðismann
Íslands í Jórdaníu.
MOSKUR OG KIRKJUR
Í Amman eru fornar rómverskar
minjar. Þar get ég nefnt risastórt
vel varðveitt rómverskt úti-
leikhús sem byggt var á 2. öld
eftir Krist og borgarvirki frá
svipuðum tíma. Mörg áhugaverð
söfn er hægt að skoða, sum
Dauðahafshandritin, en meðal
þeirra eru elstu varðveittu hand-
rit af sumum bókum Biblíunnar.
Hér eru auðvitað risastórar og
fallegar moskur og ótal margt
fleira,“ útskýrir Sindri. „Hér eru
líka margar kirkjur, ég hef séð
kristna araba með tattúeraða
krossa á líkamanum eða krossa
hangandi í bílum sínum. Rétt
hjá höfuðstöðvum Múslímska
bræðralagsins er bókabúð bapt-
ista. Hinum megin við götuna
þar sem er stærsta moskan í
borginni er risastór kirkja sem
væri líklega næststærsta kirkja
á Íslandi. Kristnin er sem sagt
meira áberandi en ég hélt. Trúin
er ríkjandi og ég hef verið með
leigubílstjóra sem hlustaði á upp-
lestur úr Kóraninum alla ferðina.
Mér finnst áhugavert að sjá fólk
stoppa við dagleg störf til að
biðja, það setur teppi á gólfið og
snýr sér til Mekka. Slíkt er meira
áberandi í austurhluta Amman.
Fyrst eftir að ég kom hingað
vaknaði ég upp við þegar kallað
var til bæna um fimmleytið þrátt
fyrir að vera með lokaðan glugga
og eyrnatappa.“
MIKIL LÍFSREYNSLA
Þá kom mér mjög á óvart að upp-
götva að á veitingahúsum í þess-
um hluta borgarinnar borða karl-
menn í sér sal en konur og börn
í öðrum. Annars er maturinn
góður, falafel, sháirma, hummus,
brauð með ólífuolíu og kryddum,
mikið af ostum, jógúrt, súrmjólk
og fleira. Mjólkurvörur eru ólíkar
okkar vörum heima. Ostarnir
næstum fljótandi. Kjúklingur og
lambakjöt er mikið borðað og ég
hef oft fengið mér einhvers konar
súpukjöt,“ segir Sindri.
Þegar hann er spurður hvort
þessi reynsla hafi breytt honum
á einhvern hátt játar hann því.
„Það er erfitt að útskýra það en
mér líður eins og ég hafi öðlast
tíu ára lífsreynslu. Ég hitti til
dæmis mann sem barðist í Sýr-
landi og sýndi mér skotsár á
maga, og ég hef bæði séð sára
fátækt og mikið ríkidæmi.“
■ elin@365.is
FORNAR MINJAR Margt áhugavert
er að skoða í Amman, fornar minjar og
merkileg söfn.