Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 82

Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 82
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 54 Guðmundur Andri er nýlentur eftir að hafa verið viðstaddur verð-launaveitingar Norð-urlandaráðs í Ósló þar sem bók hans Valeyrar- valsinn var meðal tilnefndra. Hann lætur vel af dvölinni og gestrisni Norðmanna. „Maður var þarna í dýrðlegum fagnaði frá morgni til kvölds,“ segir hann. En nú er alvara lífsins tekin við á ný og fyrir liggur að fylgja nýju skáldsögunni Sæmd úr hlaði. Þar segir af átökum í Lærða skólanum í Reykjavík í lok árs 1882 þar sem Benedikt Gröndal og Björn M. Ólsen takast á. Hvernig kom það söguefni til hans? Íslenskt Dreyfus-mál „Ég kynntist Gröndal sem krakki þegar mamma setti mig í að lesa Heljarslóðarorustu. Mér fannst hún voða skemmtileg og hún höfðaði mikið til mín. Á unglingsárunum marglas ég síðan þykkar bækur eftir Þorstein Thorarensen sem fjalla um stjórnmálin og lífið í Reykjavík á árunum fyrir aldamótin 1900. Í einni af þeim bókum er frásögn af því þegar ungum pilti verður það á að stela bók af félaga sínum í Lærða skólanum, eftirmálum þess glæps og hvernig Gröndal hefur afskipti af því máli. Mér hefur alltaf fund- ist þetta vera svona svolítið íslenskt Dreyfus-mál. Frekar ómerkilegt mál og frekar lítilsigldur glæpur og allt svona dálítið smátt í sniðum en samt sér maður það stóra í því líka.“ Gröndal og Ólsen Slagur þeirra Gröndals og Ólsens virðist líka hafa snúist um allt annað en þennan bókastuld. „Já, já, já, þetta er náttúrulega saga sem snýst um vald, valdbeitingu og baráttu um völd yfir veraldlegum hlutum en kannski fyrst og fremst völd yfir andlegu lífi.“ Og þeir félagar tákna hvor sinn pólinn í þeirri baráttu? „Já, þeir voru báðir íslenskufræðingar og Gröndal auðvitað fjölfræðingur, skáld og listamaður þótt hann nyti ekkert sérstakrar virðingar. Björn aftur á móti varð faðir íslenska skól- ans í hinum íslensku fræðum.“ Þú gerir Björn að óttalegum rusta í þessari sögu. Var hann það? „Jaaá, hann notar vald sitt á þennan hátt, vill vera með nefið ofan í öllu. Ég er ekkert mikið að ýkja hans karakter- einkenni í sögunni, fylgi þar heimild- um. Hins vegar breyti ég algjörlega persónu stráksins sem stal bókinni og hnika þessum atburðum dálítið til. Þetta er ekki sagnfræðilegt rit og það eru örugglega alls konar tímaskekkj- ur í þessu, þannig að fræðingarnir fá þarna nóg að pikka í ef þeir vilja.“ Endurvinnsla á veruleikanum Finnst þér þessi saga að einhverju leyti spegla það sem er að gerast í samtímanum? „Allar sögur gera það að einhverju leyti. Þessi Gröndal sem ég er að lýsa hefur farið í gegn- um mig – hausinn á mér er nokkurs konar endurvinnsla á veruleikanum – og er ekki sá Gröndal sem var til í raunveruleikunum og annað fólk hefur fyrir sér. Það sama gildir um Björn M. Ólsen og auðvitað þá atburði sem ég er að lýsa þannig að allt það sem ég upplifi og sé í kring- um mig í þjóðfélaginu í dag litar lýs- ingar mínar á þeim atburðum þó að þeir hafi átt sér stað árið 1882. Inn í þetta kemur líka að ég er að lýsa ófrjálsu fólki, þetta eru allt nýlendu- búar. Við viljum stundum gleyma því að við vorum undir Dönum í margar aldir. Mér finnst gaman að velta því fyrir mér hvernig það mótar and- legt líf manna og hef velt því fyrir mér alveg síðan ég kynntist svolítið Færeyingum og Grænlendingum og sá hvernig þetta hefur haft áhrif á þeirra sjálfsmynd.“ Óábyrg börn Heldurðu að við séum vaxin upp úr þessum nýlendubúahugsunarhætti? „Nei, ég held að við séum að ein- hverju leyti enn þá síðnýlenduþjóð og það skýri margt af því sem hefur aflaga farið hér, sérstaklega ákveð- ið ábyrgðarleysi í fjármálum og það að taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum í þeirri von og vissu að það séu ein- hverjir sterkir bakhjarlar sem munu fyrr eða síðar bjarga okkur,. Það er hér alltaf þessi óábyrgi hugsunar- háttur barnsins sem er ekki alveg farið að heiman og getur alltaf komið með sín vandamál til foreldr- anna til að láta þau leysa þau. Það er sú tilfinning sem lúrir að baki þessu sem ég er að lýsa.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Erum enn þá síðnýlenduþjóð Sæmd, nýjasta skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar, fjallar um sann- sögulega atburði sem áttu sér stað í Reykjavík árið 1882. Hann segist þó alls ekki vera að skrifa sagnfræði, heldur að endurskapa persónur og atburði. SÆMD Guðmundur Andri heillaðist af Reykjavík í lok nítjándu aldar strax á unglingsaldri. Í Sæmd endurskapar hann átök kennara í Lærða skólanum árið 1882. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GLÆNÝJAR RAFBÆKUR Nokkur af nýjustu skáldverk- unum eru þegar komin út á raf- bókaformi, þar á meðal Dísusaga eftir Vigdísi Gríms- dóttur, Grimmd eftir Stefán Mána, Mánasteinn eftir Sjón og fleiri og fleiri. FÆRT TIL BÓKAR ! Bók Bergsveins Birgis- sonar, Svarti víkingurinn, er tilnefnd í flokki fræðirita til Brage-bókmenntaverð- launanna en það eru virtustu bókmenntaverð- laun sem veitt eru í Noregi. Á heimasíðu verðlaunanna segir að ekki sé vitað til þess að útlendingur hafi fyrr verið tilnefndur. Svarti víkingurinn fjallar um forföður Bersveins, Geirmund heljarskinn, konungsson frá Rogalandi, sem lét að sér kveða á Íslandi á níundu öld. Bókin skiptist í fjóra hluta, eftir þeim landsvæðum þar sem Geirmundur heldur sig: Rogaland, Bjarmaland (N-Rússland), Írland og Ísland. Áralangar rannsóknir liggja að baki henni auk þess sem persónuleg sýn Bergsveins á viðfangsefnið eykur vídd sögunnar, að því er segir á fyrrnefndri heima- síðu Brage-verðlaunanna. Til viðbótar gengur sagn- fræði bókarinnar þvert á viðurkenndar hugmyndir um landnám og þróun Íslands, segir þar enn fremur. Bergsveinn starfar sem háskólakenn- ari í Bergen. Hann var í fyrra tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs af Íslands hálfu fyrir skáldsöguna vinsælu Svar við bréfi Helgu. Bergsveinn tilnefndur til Brage-verðlauna Von er á bók um listakonuna Karól- ínu Lárusdóttur á allra næstu vikum. Í þessari listaverkabók eru litmyndir af verkum Karólínu auk fjölda ljósmynda úr fjölskyldualbúmum hennar og ítar- leg grein um listakonuna, ævi hennar og listþróun eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing. Allur texti bókarinnar er bæði á ensku og íslensku. Bók um Karólínu Svo undarlega sem það kann að hljóma tengjast titlar tveggja jóla- bókanna í ár fiskum og fótum. Veiði- ævisaga Pálma Gunnarssonar nefnist Gengið með fiskum og ný skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar heitir Fiskarnir hafa enga fætur. Skemmtileg tilviljun sem hefur orðið ýmsum gárungum tilefni til gamanmála. Fiskarnir í fl óðinu Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF ÓTRÚLEGUM TILBOÐUM 4BLS OPIÐ Í DAG FRÁ 11-16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.