Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 88

Fréttablaðið - 02.11.2013, Page 88
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 60TÍMAMÓT „Þetta er ekki alveg búið, Hæstirétt- ur sendir bréf í dag og síðan þarf ég að senda beiðni á ráðuneytið til að fá útgefið leyfi, en forsetinn sagði: „Til hamingju, hæstaréttarlögmaður,“ hérna áðan svo þetta er komið í höfn,“ segir Eva Hrönn himinsæl, nýkomin úr rétt- arsalnum þar sem hún flutti sitt fjórða prófmál fyrir Hæstarétti og lauk þar með ferlinu að því að fá titilinn hæsta- réttarlögmaður. Eva Hrönn er fyrsti lögfræðingur- inn sem útskrifaður er frá H.R. sem hlýtur þennan titil en hún útskrifaðist fyrir rúmum sex árum og hefur síðan unnið ötullega að því að ná þessum áfanga. Byrjaði að vinna á lögmanns- stofu meðan hún var enn í skólanum og hefur unnið sleitulaust síðan, fékk hér- aðsdómslögmannsréttindi strax í des- ember 2007, nokkrum mánuðum eftir að hún útskrifaðist. Hún segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að verða lögfræðingur. „Ég tók þá ákvörðun mjög snemma og ég held það sé engin skýring á því. Ég byrjaði að stefna á þetta áður en ég byrjaði í menntaskóla. Þegar ég var á síðasta ári í Versló sá ég að það var verið að stofna lagadeild við Háskólann í Reykjavík og þá varð ekki aftur snúið. Þangað vildi ég fara.“ Eva Hrönn segir enga lögfræðinga í fjölskyldunni, hún hafi ekki horft mikið á lögfræðiþætti í sjónvarpi, henni hafi bara fundist lögfræðin eitthvað svo ótrúlega spennandi fag. „Ég vissi svo sem ekkert hvað lögfræði var áður en ég byrjaði en eitthvað við starfið kitlaði mig enda hef ég fundið mig rosalega vel í því. Það hefur algjörlega staðið undir væntingum.“ Eva Hrönn á tvö börn, þriggja og fimm ára, og þarf auðvitað að púsla saman einkalífi og starfsframa eins og allar ungar konur, en henni finnst það ekki mikið mál. Spurð hvort hún sé spútnikk í faginu fer hún undan í flæm- ingi og bendir á að það verði aðrir að dæma um, hún sé bara að láta draum sinn rætast. Nú hefur það tekist og hver er þá næsti draumur? Hæstaréttardóm- ari? „Nei, ég held ég hafi engan áhuga á því að verða dómari. Mér finnst miklu skemmtilegra að vera í hita leiksins og fá að takast á við mál í dómsalnum held- ur en að sitja bara og hlusta. Það heillar mig ekki. Ég er hins vegar búin að stefna að þessu markmiði svo lengi að ég er ekki viss um að ég sé búin að setja mér nýtt. Það er ekkert hærra skref í lögmennsku heldur en þetta þannig að ég veit ekki hvað það ætti að vera. Ég ætla bara að njóta þess að vera búin að klára þennan áfanga áður en ég fer að pæla í framhaldinu.“ fridrikab@frettabladid.is Lögfræðin hefur staðið undir væntingum Eva Hrönn Jónsdóttir varð í gær fyrst lögfræðinga útskrifaðra frá H.R. til að fá titilinn hæsta réttarlögmaður. Hún hefur unnið ötullega að því markmiði síðan hún útskrifaðist fyrir rúmum sex árum og segir aldrei annað hafa komið til greina en að verða lögfræðingur. HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Eva Hrönn var himinsæl með áfangann þegar hún lauk málflutningi sínum fyrir Hæstarétti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástkær móðir mín, systir, mágkona og föðursystir, SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR (SÍSÍ) frá Patreksfirði, til heimilis í Skipalóni 4, Hafnarfirði, lést á Landspítala Fossvogi þann 26. október síðastliðinn. Útför fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Hanna Kristín Steindórsdóttir Gunnar Friðriksson Hulda Friðþjófsdóttir Jóhanna Jóhannesdóttir Kristín Gunnarsdóttir Gerður Gunnarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA RAGNA JÓNSDÓTTIR Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 22. október 2013. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Jón Sævar Sigurðsson Ólöf Hafdís Gunnarsdóttir Hólmfríður Sigurðardóttir Magnús Kristinsson Anna Sigga Húnadóttir Emil Helgi Valsson Kristinn Sævar Magnússon Sigurður Sindri Magnússon Mikael Orri Emilsson Tómas Aron Emilsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS SIEMSEN lyfjafræðings Svöluhrauni 12, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á göngudeild krabbameinslækninga og Heimahlynningar Landspítalans. Auður Snorradóttir Guðmundur Siemsen Hrund Ottósdóttir Snorri Siemsen Jón Kjartan Ágústsson Rósa Siemsen Jóhann David Barðason Anna Sigríður Siemsen og barnabörn. Ástkær bróðir okkar, KRISTJÁN FRIÐRIK EIRÍKSSON sem lést á Sundabúðum, Vopnafirði, 28. október verður jarðsunginn frá Skeggjastaðarkirkju, þriðjudaginn 5. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhallur Eiríksson og Guðþór Eiríksson Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vinarhug og heiðruðu minningu okkar ástkæru KRISTRÚNAR O. STEPHENSEN kennara, Skipalóni 24 í Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fá læknar og starfsólkið á deild 11G á Landspítalanum, starfsfólk Hjúkrunarþjónustu Karitas og líknardeildar í Kópavogi fyrir góða umönnun. Einnig sérstakar þakkir til allra þeirra sem lögðu okkur lið við útför hennar. Guðlaugur Sigurðsson Soffía Kristbjörnsdóttir Soffía Dögg Halldórsdóttir Daði Friðriksson Halla Dóra Halldórsdóttir Bjarni Adolfsson barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN STEINGRÍMSDÓTTIR leikskólastjóri, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund þann 31. október. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Dóra Björgvinsdóttir Ingi Steinn Björgvinsson Dagný Björgvinsdóttir Bryndís Björgvinsdóttir Elsku besta mamma mín, tengdamamma og amma okkar, ANNA S. ÁRNADÓTTIR Hofakri 5, Garðabæ, lést á Landspítala Landakoti miðvikudaginn 30. október. Sigríður Anna Ásgeirsdóttir Atli B. Guðmundsson Hugi Snær Hlynsson Harpa Lind Atladóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.