Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 100
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 72
LAUGARDAGUR
Opnanir
14.00 Erla María Árnadóttir opnar
sýningu sína Traustur vinur í Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Allir
velkomnir.
14.00 Ljósmyndasýning Daníels
Magnússonar verður opnuð í
Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi. Sýningin
stendur til 12. janú-
ar 2014.
15.00 Síðasta
sýningaropnun
ársins í Sjón-
listamiðstöð-
inni er í dag.
Guðbjörg
Ringsted og
Rannveig
Helgadóttir
opna sýn-
inguna Mand-
ala, Munstur í
Ketilhúsinu. Sjón-
listamiðstöðin er
við Kaupvangsstræti
12 á Akureyri.
15.00 Tvær sýningar verða
opnaðar í Anarkíu listasal, Hamraborg
3, þær heita Elska ég mig samt? og Mar.
15.00 Katrín Elvarsdóttir opnar ljós-
myndasýninguna Horfið sumar í Lista-
safni ASÍ. Sýningarstjórn er í höndum
Hörpu Árnadóttur.
17.00 Sýningin Fljúgandi hundar
verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar
í Kjarna, Þverholti 2. Þar sýnir Anna
Þóra Karlsdóttir myndverk unnin úr ull.
Sýningin stendur til 30. nóvember.
Söfn
16.00 Inga Jónsdóttir safnstjóri
leið beinir í listasmiðju fyrir börn í
Listasafni Árnesinga. Leiðsögn um
sýningarnar í fylgd Ingu
er kl. 15 og síðan taka
við ljúfir tónar sem
Hörður Friðþjófs-
son gítarleikari
og Erla Kristín
söngkona laða
fram. Allir
velkomnir og
aðgangur er
ókeypis.
Tónlist
16.00
Léttsveit
Reykjavíkur,
samanstendur af
130 söngkonum.
Sveitin heldur tón-
leika í Háskólabíói í dag.
Bækur
14.00 Kynning á bókinni Sjúkdómurinn
er liður í 25 ára afmælishátíð HIV
Ísland sem haldin er í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Draumey Aradóttir þýðandi les
upp úr bókinni. Karl Olgeirsson og Una
Stefánsdóttir sjá um tónlistaratriði.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is.
Opnanir
16.00 Söngskemmtun fer fram í Hann-
esarholti á milli klukkan 16 og 17. Þór-
unn Björnsdóttir kórstjóri mun leiða
sönginn, Karl Olgeirsson spilar undir á
píanó og Jón Rafnsson á bassa. Textar
munu birtast á skjá. Aðgangseyrir er
1.000 krónur. Borðstofan verður opin
á fyrstu hæð hússins og upplagt að fá
sér kaffi og meðlæti á undan eða eftir.
Tónlist
17.00 Andrea Jónsdóttir leikur
og kynnir lög af hljómplötum á
Obladíoblada, Frakkastíg 8.
20.00 Bubbi Morthens syngur í
Árbæjarkirkju. Kvenfélag Árbæjarsóknar
verður með pönnukökusölu að lokinni
messu til skyrktar kaupum á línuhraðli
fyrir Landspítalann. Aðgangur ókeypis.
20.00 Tónleikar með Elektra Ensemble
og Ingibjörgu fara fram á Kjarvals-
stöðum. Miðaverð er 2.000 krónur.
20.00 Gréta Hergils sópransöngkona
heldur Ave Maríu-tónleika vegna allra
heilagra messu. Tónleikarnir fara fram
í Bústaðakirkju. Með Grétu leika Jónas
Þórir á píanó, Matthías Stefánsson
á fiðlu auk fleiri kunnra söngvara.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Söfn
14.00 Boðið er upp á ókeypis barna-
leiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. Safn-
kennarar munu ganga með börnunum
gegnum grunnsýningu Þjóðminja-
safnsins, Þjóð verður til, menning og
samfélag í 1200 ár.
14.00 Listasafn Reykjavíkur býður
börnum og foreldrum upp á örsmiðju
í tengslum við sýninguna Alexander
Rodchenko, Bylting í ljósmyndun sem
nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
Örsmiðjan er undir leiðsögn mynd-
listarkonunnar Hildigunnar Birgisdóttur
og stendur frá klukkan 14 til 16.
14.00 Almenningi boðið að koma
með eigin gripi í greiningu til
sérfræðinga Þjóðminjasafnsins á milli
klukkan 14 og 16.
Kvikmyndir
15.00 Kvikmyndin Tíðindalaust á
vesturvígstöðvunum frá 1930 sýnd í
MÍR, Hverfisgötu 105. Enska (tal án
neðanmálstexta). Aðgangur ókeypis.
Markaðir
11.00 Markaður verður haldinn í félags-
heimili Sjálfsbjargar Hátúni 12 á milli
klukkan 11 og 16. Aðgengi að húsinu er
gott og eru allir hjartanlega velkomnir.
TÓNLIST
★★★★ ★
Komdu til mín svarta systir
Mammút
Eftir fimm ára bið sendir Mammút frá
sér eina af plötum ársins. - fb
TÓNLEIKAR
★★★★ ★
Sinfóníuhljómsveit Færeyja
Flutti verk eftir Tsjajkovskí, Elgar og
Rasmussen. Einleikari: Pavel Raykerus.
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson
Safaríkur hljómsveitarleikur, afburða
píanóleikari. - js
★★★★ ★
Emilíana Torrini
Iceland Airwaves-hátíðin
Harpa– Silfurberg
Heillandi og einlæg frammistaða sem
hitti beint í mark. - jjk
★★★★ ★
Mammút
Iceland Airwaves-hátíðin
Harpa– Norðurljós
Frábærir tónleikar. Mammút er eins og
vel smurð vél. - ofr
★★★ ★★
Leaves
Iceland Airwaves-hátíðin
Harpa– Silfurberg
Kraftmikil byrjun með slakari miðju. - ofr
BÆKUR
★★★★★
Mánasteinn– Drengurinn sem
aldrei var til
Sjón
Meistaralega fléttuð saga með
ógleymanlegum myndum, mögnuðum
stíl og einstakri söguhetju.
Lestrarupplifun ársins. - fsb
★★★ ★★
Alla mína stelpuspilatíð
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir
Áhugaverð ævisaga, uppfull af vanga-
veltum um samfélag og sögu sem oft
hitta í mark. - jyj
LEIKHÚS
★★ ★★★
Saumur eftir Anthony Neilson
Leikfélag Reykjavíkur á Litla sviðinu
Leikstjórn og þýðing: Ríkharður Hjart-
ar Magnússon.
Þó að ætlun höfundar sé eflaust að
sýna hvernig klámvæðingin getur eitrað
hugmyndir og samlíf ungs fólks, er veru-
leikamynd verksins of einföld og grunn
til að snerta við áhorfandanum. - jvj
„Hugmyndin á bak við Listafé-
lagið er að auðvelda listamönn-
um að koma fram með því að
lána þeim kirkjuna endurgjalds-
laust. Þannig bera þeir ekki
þann kostnað af tónleikahaldinu
og gerir það ungu tónlistarfólki
mun auðveldara að koma fram
en ella,“ segir Kári Allansson,
listrænn stjórnandi Listafélags
Háteigskirkju, sem stendur fyrir
um hundrað tónleikum í kirkj-
unni á ári.
Markmið Listafélags Háteigs-
kirkju er að standa fyrir grósku-
miklu tónlistarstarfi í Háteigs-
kirkju, bæði með tónleikahaldi og
við helgihald safnaðarins. Þannig
nær Háteigskirkja því samfélags-
lega markmiði sínu að auðvelda
tónlistarfólki að koma fram og
jafnframt að auðvelda tónleika-
gestum að sækja fleiri tónleika
með sem ódýrustum hætti.
„Tónleikaröðin Á ljúfum nótum
í Háteigskirkju hefur verið alla
föstudaga í hádeginu og verður
áfram en þar er listrænn stjórn-
andi Lilja Eggertsdóttir. Mikil
eftirspurn hefur verið meðal tón-
listarfólks eftir því að koma þar
fram, alveg síðan tónleikaröðin
hóf göngu sína fyrir rúmu einu
og hálfu ári og erum við í raun að
svara þeirri eftirspurn,“ útskýr-
ir Karl.
Lengri tónleikar eru á tónleika-
dagskránni, einkum á fimmtu-
dagskvöldum og um helgar á
ýmsum tímum. Það er því ljóst
að allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi. - glp
FLEIRI TÓNLEIKAR Kári Allans-
son, listrænn stjórnandi Listafélags
Háteigskirkju, stendur fyrir auknu
tónlistarlífi í Háteigskirkju.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Í boði er ótrúlega flott hand-
verk en það eru um 350 konur í
Hringnum sem búa til handverk
í sjálfboðavinnu árið um kring
fyrir svona uppákomur,“ segir
Rakel Garðarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Vesturports, en
hún er félagi í Kvenfélaginu
Hringnum.
Á morgun fer fram Jólabas-
ar á vegum Hringsins kl. 13 á
Grand Hóteli. Þar verður til
sölu ýmis varningur, jólakort
félagsins, útsaumur, kökur,
handverk og jólaskraut. Ágóði
sölunnar rennur til styrktar
börnum í landinu en Rakel segir
allar konur félagsins leggja sitt
af mörkum í sjálfboðavinnu.
Hringurinn var stofnaður
árið 1904 og fagnar 110 ára
afmæli á næsta ári. Markmið
félagsins hefur verið að vinna
að mannúðarmálum en upp-
bygging Barnaspítala Hrings-
ins hefur verið aðalverkefni
félagsins um áratugaskeið. „Það
er alltaf þörf á nýjum tækjum
eða aðstoð fyrir aðstandendur
svo að við hvetjum alla til að
koma á jólabasarinn, gera góð
kaup og styrkja gott málefni
í leiðinni því börnin í landinu
þurfa á þessu að halda,“ segir
Rakel að lokum.
Hringurinn heldur jólabasar
Rakel Garðarsdóttir úr Kvenfélaginu Hringnum hvetur fólk til að kaupa handverk.
DÓMAR
27.10.2012 ➜ 2.11.2012
➜ Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Hrefna Rósa Sætran og
Hrefna Björk Sverrisdóttir eru einnig Hringskonur sem
leggja sitt af mörkum í Kvenfélaginu Hringnum.
2. NÓVEMBER
SUNNUDAGURHVAÐ? HVENÆR?
HVAR?
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
3. NÓVEMBER
HREFNA RÓSA
SÆTRAN
FRIÐRIKA HJÖRDÍS
GEIRSDÓTTIR
HRINGSKONA
Rakel Garðarsdóttir leggur börnunum
lið ásamt rúmlega 300 konum.
Yfi r hundrað tónleikar
Í Háteigskirkju hefur nýtt listafélag tekið til starfa.
TOPPSKÓNUM
ECCO
GOLFDAGAR Í
40%
AFSLÁTTUR
af Ecco golfskóm alla helgina
Láttu þetta ekki fram hjá þér fara,
týpur frá sumrinu 2012-2013.
Takmarkað magn
TAKTU VEL Á
MÓTI OKKUR