Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 110

Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 110
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 82 HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta vann góðan sigur á því austurríska, 29-28, í vináttulandsleik í Linz í Austurríki í gær. Íslenska liðið byrjaði leikinn virkilega vel og komst fljótlega sjö mörkum yfir, 14-7. Guðjón Valur Sigurðsson var stórbrotinn í fyrri hálfleiknum og eftir tuttugu mínútna leik hafði hann gert sjö mörk. Staðan var 20-15 fyrir Íslendingum í hálfleik. Íslenska liðið gaf örlítið eftir í þeim síðari og varð leikurinn mun meira spennandi. Þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum náðu Austurríkismenn að jafna metin í 25-25 en Íslendingar voru sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum fínan sigur. Guðjón Valur var at- kvæðamestur í íslenska liðinu með ellefu mörk. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti einnig góðan leik með íslenska liðinu og skoraði sex mörk. Viktor Szilagyi var markahæstur í liði Aust- urríkis með sjö mörk en Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins í handknattleik. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld en um er að ræða leiki í undir- búningi liðsins fyrir Evrópumótið í Danmörku sem fram fer í upphafi næsta árs. - sáp Guðjón magnaður í sigurleik Íslands ÓTRÚLEGUR Guðjón Valur skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Halldór Hermann Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Leikmaðurinn gerir tveggja ára samning við Valsmenn en hann hefur verið á mála hjá Fram síðan árið 2008. Halldór var samningslaus og gat því yfirgefið herbúðir Framara eftir tímabilið. Nú hafa tveir knattspyrnumenn yfirgefið Fram til þess að fara yfir til erkifjendanna í Val á dögunum gekk Kristinn Ingi Halldórsson frá samningi við Valsmenn. Halldór er 29 ára miðjumaður og hefur leikið tæplega 300 leikið með meistaraflokkum Fram og Fjarðabyggðar á sínum ferli. - sáp Halldór Hermann farinn til Valsmanna F ÍT O N / S ÍA Fáðu þér áskrift ARSENAL LIVERPOOL ENSKI BOLTINN, NET OG HEIMASÍMI Á 8.990 KR.Gegn 3 mánaða samningi SEX STIGA LEIKUR HANDBOLTI Hrafnhildur Ósk Skúla- dóttir var ekki valin í íslenska landsliðið þegar það hóf leik í undan keppni EM 2014 í síðasta mánuði. Valið kom mörgum á óvart enda Hrafnhildur að spila á fullu með Val. Ákvörðun Ágústs Þórs Jóhannssonar kom Hrafnhildi sjálfri þó ekki á óvart. „Ég talaði við Gústa í sumar og tjáði honum að ég ætlaði að hætta eftir þetta tímabil,“ sagði Hrafn- hildur við Fréttablaðið. „Hann hlýtur að taka mið af því enda byrj- aði nú mót sem lýkur með úrslita- keppni í desember eftir rúmt ár. Þá verð ég hætt í handbolta. Eftir samtal okkar í sumar bjóst ég ekki við því að verða valin.“ Gefur enn kost á sér Hrafnhildur á samkvæmt heima- síðu HSÍ að baki 170 leiki með íslenska landsliðinu en í þeim hefur hún skorað 620 mörk. Síðast spilaði hún með Íslandi í tveimur æfingaleikjum gegn Noregi hér á landi um miðjan júní. Hrafnhildur hefur spilað með Íslandi á öllum þremur stórmótum sem liðið hefur komist á og verið lykilmaður í upp- gangi þess undanfarin ár. „Ég fæ ekki betur séð en að mínum landsliðsferli sé lokið. Það eina sem ég sakna er að ég hefði gjarnan viljað vita fyrirfram að leikurinn í sumar yrði minn síð- asti landsleikur. Að ég væri að klæða mig í treyjuna í síðasta sinn.“ Hrafnhildur er þó ekki hætt að gefa kost á sér og útilokar ekki að spila með landsliðinu á ný, verði leitað eftir því. „Ef upp koma meiðsli eða eitt- hvað slíkt í hópnum þá verð ég aldrei með nein leiðindi. Ég er alltaf til í að hjálpa til. En þær þurfa ekki á minni hjálp að halda nú og er það gott. Ungar stelpur eru að vinna sér sess í liðinu og ég mun styðja þær á pöllunum.“ Fyrsti og síðasti með Dagnýju Það er algengt að margreyndar landsliðskempur fá kveðjuleiki að lokinni langri þjónustu í þágu við- komandi landsliðs. Hrafnhildur segist ekki vilja fara fram á neitt slíkt en hefði sjálf viljað kveðja landsliðið á viðeigandi hátt. „Eins og ég segi – ég hefði gjarnan viljað vita af því. Ég er búin að vera í landsliðinu í sautján ár. Ég á flesta leikina, hef skorað flest mörkin og á öll metin. Það hefði verið fínt að fá að kveðja þetta tímabil í mínu lífi.“ Henni þykir vænt um að hafa spilað síðasta landsleik sinn með Dagnýju systur sinni, enda spiluðu þær saman sinn fyrsta landsleik á sínum tíma. Lífið á pásu Hrafnhildur segist hafa ákveð- ið að hætta þegar hún gerði nýjan tveggja ára samning við Val fyrir rúmu ári. „Þá ákvað ég að það yrði minn síðasti samningur. Ég væri örugg- lega búin að eignast fjögur börn ef ekki væri fyrir handboltann,“ segir hún og hlær en Hrafnhildur er tveggja barna móðir. „Maður hefur því sett lífið á smápásu fyrir íþróttina. Ég vil því klára þetta tímabil og svo bíða mín vonandi barneignir eða eitthvað skemmtilegt.“ eirikur@frettabladid.is Hefði viljað vita af síðasta landsleiknum Hrafnhildur Ósk Skúladóttir leggur skóna á hilluna í vor eft ir handboltaiðkun í aldarfj órðung. Fékk ekki að kveðja landsliðið eft ir sautján ára landsliðsferil. LÉK ÞANN SÍÐASTA MEÐ SYSTUR SINNI Hrafnhildur Skúladóttir með systrum sínum Drífu og Dagnýju. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir og körfuboltakonan Birna Valgarðsdóttir lentu í svipuðum aðstæðum og Hrafnhildur Skúladóttir þegar kom að endalok- unum með íslenska landsliðinu. Líkt og Hrafnhildur eru Edda og Birna tvær af farsælustu landsliðskonum Íslands í boltagreinum frá upphafi. Edda varð í ár aðeins önnur íslenska knattspyrnukonan sem nær að spila hundrað A-landsleiki en því náði hún í Algvarve-bikarnum í mars. Flestir reikn- uðu með að Edda væri á leiðinni á EM í Svíþjóð síðasta sumar og enginn bjóst við að hennar síðasti landsleikur yrði skelfilegur fyrri hálfleikur í 2-3 tapi á móti Skotlandi á Laugardalsvellinum 1. júní. Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi hana hins vegar ekki í hópinn fyrir næsta landsleik og skildi hana síðan eftir þegar hann valdi EM-hópinn sinn. Birna Valgarðsdóttir er leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi en hún spilaði 76 landsleiki frá 1995 til 2009. Hún eða aðrir bjuggust ekki við aðhennar síðasti landsleikur yrði á móti Svartfjallalandi í Smáranum 29. ágúst. Kvennalandsliðið var hins vegar ekki starfrækt næstu tvö árin (enginn leikur 2010 og 2011) og Sverrir Þór Sverrisson, nýráðinn landsliðsþjálfari, valdi ekki Birnu þegar hann skar niður æfingahóp sinn fyrir Norðurlandamótið 2012. Birna fékk tilkynningu um það í tölvupósti að hún væri ekki í lokahópnum. Hrafnhildur Skúladóttir er ekki sú eina BIRNA VALGARÐSDÓTTIR EDDA GARÐARSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.