Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 98

Fréttablaðið - 23.11.2013, Síða 98
23. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 „Hringurinn er frábært félag. Ég er mjög stolt af því að fá að taka þátt í starf- seminni og málefnið er alltaf frábært. Það gefur manni svo mikið að geta hjálp- að til á þennan hátt,“ segir Hrefna Sætr- an, matreiðslumeistari og Hringskona. Hringurinn er kvenfélag, sem var stofn- að árið 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. „Jólaballið er ein okkar stærsta fjáröfl- un og það þarf margar hendur og hausa til að halda svona stórt ball. Það þarf að baka, safna vinningum fyrir eitt flott- asta happdrætti ársins, fá skemmtikrafta til að halda uppi fjörinu og svo margt fleira,“ segir Hrefna. „Við erum allt árið að undirbúa þetta jólaball og er það ein glæsilegasta fjölskylduskemmtun árs- ins,“ bætir hún við, en í félaginu eru nú 335 konur á öllum aldri. „Það eru margar eldri konur í Hringnum sem hafa verið í fleiri tugi ára og þær baka alltaf sömu góðu kökurnar. Ekkert svona stevíuspelt og hráfæði heldur alvöru kökur. Ég sjálf geri svona jólaðar „rice krispís“ kökur, uppskrift sem ég fann upp sjálf. Mér finnst þær æðislega góðar og eru þær orðnar partur af mínum jólaund- irbúningi. Það er hægt að pressa þær í mót, kæla þær og svo skera þær í kubba. Það er sniðugt að skera þær í litla kubba og bera fram sem konfekt með kaffinu. Þær eru ávanabindandi þessar kökur,“ heldur Hrefna áfram. Þessar kökur og fleiri sortir er hægt að fá á Jólakaffi Hringsins sem hald- ið verður 1. desember næstkomandi á Broadway klukkan 13.00. Allir sem taka þátt gefa framlag sitt og ágóðinn renn- ur óskiptur í Barnaspítalasjóð Hrings- ins. - ósk Ekki hráfæði né stevíuspelt Jólakaffi Hringsins er haldið 1. desember en ágóðinn rennur til Barnaspítala Hringsins. - 200 g súkkulaði - 8 msk. síróp - 100 g ósalt smjör - 1 msk. kanill - 1 tsk. negull - 1 stk. vanillustöng (má nota korn eða dropa ef þú átt ekki stöng) - Rice krisípís morgunkorn Setjið súkkulaðið í skál og bræðið í vatnsbaði. Skerið smjörið í litla kubba og bætið út í ásamt sírópinu. Bætið einnig kryddunum út í á þessu stigi. Leyfið öllu að bráðna vel saman. Gott er að hafa löginn frekar heitan því þannig dreifist hann betur á rice krispísið. Setjið rice krispís út í skálina og blandið vel saman. Ef þú vilt hafa kökurnar með miklu gumsi þá seturðu minna rice krispís en meira ef þú vilt hafa þær í þurrari kantinum. Svo skellirðu öllu í mót og pressar vel niður með höndunum eða spaða. Lætur kólna í ísskáp og skerið svo í bita við hæfi. Meira gums og minni bitar gætu orðið fyrirtaks jólakonfekt! „Jólaðar Rice Krispís“ eftir uppskrift Hrefnu Sætran Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin í þriðja sinn nú um helgina. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður opið frá tólf til sex báða dagana. Útgefendur munu sýna nýjar bækur auk þess sem boðið verður upp á fjölbreytta bókmennta- dagskrá. Meðal annars verður í boði að stíga inn í ævintýri með Skoppu og Skrítlu og æfa sig á að skrifa texta eftir handriti úr fórum Árna Magnússonar. - bá Bókamessa í Ráðhúsinu RÁÐHÚSIÐ Bókamessan um helgina verður sú þriðja frá upphafi FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.