Fréttablaðið - 26.11.2013, Qupperneq 6
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvaða íslenskum ráðherra var
hótað lífl áti vegna hvalveiða?
2. Hver setti fi mm Íslandsmet í sundi
um helgina?
3. Á hvað setur Oddný Sturludóttir
stefnuna?
SVÖR:
1. Halldóri Ásgrímssyni. 2. Eygló Ósk Gúst-
afsdóttir. 3. Frekara nám.
VEISTU SVARIÐ?
NÁTTÚRA Þriðjungur göngustíga
á Þórsmerkursvæðinu er í slæmu
eða afleitu ásigkomulagi. Kallað
er eftir framtíðarsýn við upp-
byggingu í stað „fyrstu hjálpar“
þegar mál eru komin í óefni.
Nýbirt er grein Rannveigar
Ólafsdóttur, dósents við Líf- og
umhverfisvísindadeild Háskóla
Íslands, og Micaels C. Runnström
hjá Háskólanum í Lundi, í tíma-
ritinu Journal of Outdoor Rec-
reation and Tourism. Þau könn-
uðu ástand göngustígakerfisins
í Þórsmörk og í Landmannalaug-
um og komust að þeirri megin-
niðurstöðu að 30% göngustíga
Þórsmerkur og 12% göngu-
stíga í Landmannalaugum séu í
slæmu eða afleitu ástandi. Um
40% göngustíga í Þórsmörk voru
metin í góðu eða mjög góðu ásig-
komulagi.
Rannveig segir að framlög til
að byggja upp svæði sem eru illa
farin séu gott og nauðsynlegt
framtak. „Hins vegar vil ég gagn-
rýna að þetta byggist allt á því að
veita „fyrstu hjálp“, svo að segja.
Við erum einfaldlega komin með
svo marga ferðamenn að okkur
vantar heildarsýn. Hvar við vilj-
um byggja upp innviði og hvern-
ig. Þegar ástandið er orðið svona,
þá verðum að gera eitthvað. Tré-
stíga þarf örugglega á einhverj-
um stöðum, en það sem ég er að
gagnrýna er að það vantar stefnu-
mörkun um hvar við ætlum að
byggja upp manngert umhverfi
og hvar ekki,“ segir Rannveig.
Augljóslega er sá fjöldi ferða-
manna, sem fara um einstök
svæði, sá þáttur sem helst ber að
líta til. Því er ein tillagan, sem
sett er fram í greininni, að flæði
ferðamanna um viðkvæmustu
svæðin verði stýrt og takmarka
þurfi fjölda þeirra.
Vinir Þórsmerkur hafa, í sam-
vinnu við Skógrækt ríkisins,
haldið úti sérstöku verkefni í
kringum viðhald á göngustígum á
svæðinu og mikill árangur hefur
náðst undanfarin tvö ár.
Hreinn Óskarsson, fyrrver-
andi formaður félagsins, segir að
skort hafi fjármagn til að hægt sé
að lagfæra alla stíga, en vinnan
hefur miðast við að lagfæra fjöl-
förnustu stígana; jafnvel færa þá
til og græða upp rofsár í kringum
gönguleiðirnar. Enn fremur hafa
merkingar verið bættar og reynt
að beina fólki inn á þær leiðir sem
þola mestan átroðning.
Sótt var um fast framlag frá
ríkinu til verkefnisins í fyrra, 10
milljónir króna, en án árangurs.
svavar@frettabladid.is
Við erum einfaldlega
komin með svo marga
ferðamenn að okkur
vantar heildarsýn. Hvar
við viljum byggja upp inn-
viði og hvernig.
Rannveig Ólafsdóttir,
dósent við Háskóla Íslands
GÆÐABÍLSTÓLAR
FYRIR BÖRNIN
REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9,
KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata
HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17
REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7
AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13
www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð!
EX
PO
-
w
w
w
.ex
po
.is
Sími: 535 9000
VERÐLAUNAÐIR
MARG-
BARNA-
BÍLSTÓLAR
Veldu gæði og öryggi fyrir þig og þína
kynntu þér
málið!w w w . s i d m e n n t . i s
Mannvirðing
Siðmennt styður opið, víðsýnt
og fjölbreytt samfélag
Stígar í Þórsmörk í
mjög slæmu ástandi
Þriðjungur stíga í Þórsmörk reyndist vera í slæmu ásigkomulagi þegar ástand
þeirra var rannsakað. Vinir Þórsmerkur hafa staðið fyrir sérstöku verkefni til að
bæta ástandið. Nefnt er að stýra verði ferðamönnum og jafnvel takmarka fjöldann.
VERSTU DÆMIN Talið er að á milli 75 og 100 þúsund manns gangi Laugaveginn
[gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur] á hverju ári, svo álagið er
mikið, og því lýkur viðhaldi og uppbyggingu aldrei. MYNDIR/RANNVEIG OG MICAEL
SAMGÖNGUR Isavia og danska
fyrir tækið Crisplant A/S undirrit-
uðu samning á fimmtudaginn um
stækkun og endurbætur á farang-
ursflokkunarkerfi Keflavíkurflug-
vallar. Samningurinn felur í sér
tvöföldun á afkastagetu farangurs-
flokkunarkerfisins og eftir breyt-
inguna mun kerfið geta flokkað 86
töskur á mínútu.
Í tilkynningu frá Isavia segir að
verkefnið sé grundvöllur þess að
innrita mikinn fjölda flugfarþega
á skömmum tíma og tryggja að
farangur skili sér á réttan áfanga-
stað. Nú þegar hafi sjálfsinnrit-
unarstöðvar aukið afköst umtals-
vert og endurbæturnar séu liður í
að mæta síauknum farþegafjölda
og auka þjónustu enn frekar.
Vegna mikillar umferðaraukn-
ingar um flugvöllinn hefur núver-
andi flokkunarbúnaður verið
starfræktur með hámarksafköst-
um undanfarin tvö ár. Heildarupp-
hæð samningsins er um 645 millj-
ónir króna og á breytingunum að
ljúka í byrjun sumars. - skó
Samningur undirritaður um farangursflokkunarkerfi á Keflavíkurflugvelli:
Tvöfalda afkastagetu kerfisins
SAMNINGSUNDIRRITUN Fulltrúar
Isavia og Crisplant A/S undirrituðu
samninginn í farangursflokkunarsal
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. MYND/ISAVIA
VÍSINDI, AP Á fimmtudaginn ræðst
hvort halastjarnan ISON lifir
nálægðina við sólarhitann af og
birtist þá nokkru síðar skær og
greinileg á himni.
Vísindamenn hafa fylgst grannt
með ferðum hennar síðustu
mánuðina. Hún fer næst sólu á
fimmtudaginn og bráðni hún
hvorki né sundrist í smámola mun
hún sjást berum augum frá jörðu
mestallan desembermánuð.
Ekki er nein hætta á að hún
rekist á jörðina, en næst jörðu
verður hún á annan í jólum, 26.
desember. Eftir það heldur hún
burt út í geiminn og ekki er reikn-
að með að hún komi nokkurn tím-
ann aftur hingað.
Vísindamenn vissu ekkert af
tilvist hennar fyrr en í septem-
ber á síðasta ári þegar rússneskir
stjarnfræðingar tóku eftir henni.
Síðan þá hafa allir helstu
stjörnusjónaukar jarðar verið
notaðir til að kanna ferðir henn-
ar og greina efnasamsetningu
hennar.
Lifi hún af sólarnándina má
búast við að í október á næsta ári
fari hún nálægt Mars. Svo nálægt
reyndar að hali hennar muni um
hríð umlykja rauðu plánetuna. - gb
Halastjarnan ISON nálgast óðfluga og fer næst sólu á fimmtudaginn:
Örlög halastjörnu ráðast brátt
HALASTJARNAN ISON Verður vel sýnileg mestallan desember lifi hún af hita sólar-
innar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TAÍLAND, AP Hópur stjórnarand-
stæðinga réðst inn í utanríkisráðu-
neytið í Bangkok í gær. Þeir krefj-
ast þess að Yingluck Shinawatra
forsætisráðherra segi af sér.
Stjórnarandstæðingarnir halda
því fram að í raun sé það Thaks-
in Shinawatra, bróðir forsætis-
ráðherrans, sem stjórni á bak við
tjöldin. Thaksin var steypt af stóli
í byltingu hersins árið 2006. Á
sunnudaginn tóku meira en 150
þúsund manns þátt í mótmæla-
göngu gegn stjórninni. - gb
Mótmælendur í Taílandi:
Stjórnin fari frá
Í RÁÐUNEYTI Mótmælendur komnir
inn í utanríkisráðuneytið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
FRAKKLAND, AP Evrópusamband-
ið gæti byrjað að létta refsiað-
gerðum af Íran strax í næsta
mánuði.
Þetta fullyrti Laurent Fabius,
utanríkisráðherra Frakklands,
í útvarpsviðtali. Til þess þarf
sameiginlega
ákvörðun Evr-
ópusambands-
ríkjanna.
„Það gæti
orðið í desem-
ber, það gæti
orðið í janúar,“
sagði Michael
Mann, talsmað-
ur ESB í utanríkismálum.
Íranir samþykktu um helgina
að halda kjarnorkuvinnslu innan
ákveðinna marka, þannig að þeim
verður vart kleift að smíða kjarn-
orkuvopn lengur. - gb
Að loknum Íranssamningi:
Refsiaðgerðir til
endurskoðunar
LAURENT FABIUS
DANMÖRK Heimsókn nemenda í
áttunda bekk í Hjalle-skólanum í
Óðinsvéum í Danmörku til skóla
í Malmö í Svíþjóð hefur verið
aflýst. Ástæðan er sú að nokkr-
um foreldrum dönsku barnanna
finnst Malmö of hættuleg borg.
Foreldrarnir bentu meðal ann-
ars á fjölda innflytjenda í hverf-
inu Rosengård sem er nálægt
skólanum sem dönsku börnin ætl-
uðu að heimsækja.
Kennari í Malmö segir leitt að
mæta svo miklum fordómum. - ibs
Danir aflýsa skólaferð:
Malmö sögð of
hættuleg borg