Fréttablaðið - 26.11.2013, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 2013 | SKOÐUN | 15
Mamman kallar á 10 ára dóttur
sína sem hoppar á trampólíninu
að koma nú inn að borða. „Meira
hvað barnið getur skoppað þetta
fram og til baka án þess að lenda
í vandræðum.“ Ekki myndi
hvarfla að mömmunni að gera
þetta í dag, hún myndi örugg-
lega missa það í brækurnar við
þessa áreynslu. Reyndar hefur
þetta verið allt hið ómöguleg-
asta mál síðustu árin, hún hefur
varla mátt hnerra eða hlæja
af hjartans lyst af ótta við það
sama. Kaupandi innlegg til að
vera viss, þrátt fyrir að hún sé
ekki á blæðingum. Sérstaklega
í ræktinni er þetta hvimleitt því
hún verður að vera búin að tæma
blöðruna áður en hún fer að
djöflast með hinum stelpunum,
annars er voðinn vís.
Þarna er um að ræða eitt
birtingarform þvagleka sem er
algengt hjá konum, sérstaklega
eftir barnsburð eða í kjölfar tíða-
hvarfa með tilheyrandi breyt-
ingum í slímhúð. Þetta er sérlega
hvimleitt vandamál og oftsinnis
lítið rætt, því miður, enda vand-
ræðalegt að geta ekki haldið
þvagi. Flestir tengja það við ung-
börn með bleyju eða eldra fólk
sem hefur misst stjórn, síður við
unga og hrausta konu. Þvagleki
er tvisvar sinnum algengari að
jafnaði hjá konum en körlum og
byggir það töluvert á líffæra-
fræði og byggingu grindarbotns-
ins. Það eru hins vegar margir
karlar sem finna einnig fyrir
slíkum einkennum, þá sérstak-
lega þeir sem glíma við blöðru-
hálskirtilsvanda og hafa farið í
aðgerð.
Við þekkjum marga sjúk-
dóma sem hafa áhrif á starfsemi
þvagblöðrunnar og geta leitt til
þvagleka, en einna helst eru það
taugasjúkdómar eins og Parkin-
son, Alzheimer, MS-sjúkdómur,
heilaáföll, mænuskaði og sykur-
sýki. Ekki má gleyma einfaldari
vandamálum, samanber þvag-
færasýkingar og hægðatregðu
auk neyslu- og hegðunartengdra
atriða sem geta ýtt undir þvag-
losun og leka. Áfengi, of mikil
vökvainntaka, reykingar, offita,
koffein, ertandi efni fyrir blöðr-
una eins og krydd, sykur og
sýrur auk lyfja að sjálfsögðu
geta haft veruleg áhrif og ýtt
undir þann vanda sem fyrir er
eða jafnvel skapað hann.
Haldið leyndum
Þvagleka geta fylgt ýmis vanda-
mál, mörg þeirra vegna ertandi
áhrifa þvagsins á húðina, auk-
innar tíðni þvagfærasýkinga
en síðast en ekki síst hinna sál-
félagslegu þátta sem geta valdið
einangrun og haft veruleg áhrif
á líf og líðan viðkomandi. Það er
þekkt að þvagleki getur dregið
úr áhuga á líkamsrækt og þátt-
töku í félagslífi, truflað svefn
og einbeitingu auk þess að hafa
áhrif á nánd og samlíf af ótta við
að missa þvag. Það er því ljóst að
til mikils er að vinna að reyna
að leysa þennan vanda sem oftar
en ekki er haldið leyndum og
ætti þvert á móti að hvetja bæði
konur og karla til að ræða þessi
vandamál við lækni eða annan
fagaðila.
Nauðsynlegt er að fá rétta
greiningu og aðstoð því í mörg-
um tilvikum er hægt að með-
höndla eða jafnvel lækna þvag-
lekann, en honum er skipt upp
í nokkur form eftir alvarleika
hans og tekur meðferðin mið af
því. Í sumum tilvikum duga ein-
faldar æfingar, en stundum þarf
aðgerð og lyfjameðferð til að
ná viðunandi árangri. Konur og
karlar ættu að ræða þetta opin-
skátt og læknar þurfa að vera
meðvitaðir, en þar sem vandinn
er bæði vangreindur og sjaldan
ræddur eru tölur nokkuð á reiki
með tíðni. Talið er að allt að
65% kvenna og allt að 40% karla
finni fyrir slíkum einkennum á
lífsleiðinni og augljóslega eiga
hæstu tölurnar við elsta hópinn.
Þá er talið að minna en helming-
ur þeirra sem glíma við slíkan
vanda leiti sér aðstoðar og einnig
að stór hópur viðurkenni hann
alls ekki.
Þá er einnig áhugavert að vita
að einfaldasta leiðin til að hindra
eða bæta þvagleka eru grindar-
botnsæfingar, en fæstar konur
gera þær reglubundið, hvað þá
karlar. Rannsóknir hafa sýnt að
allt að þriðjungur þeirra sem þó
gera slíkar æfingar gerir þær
vitlaust, svo við eigum enn langt
í land að því er virðist og er mik-
ilvægt að kenna þær. Vitundar-
vakningar er þörf að mínu viti,
því leitun er að jafn einföldu og
ódýru úrræði sem getur haft jafn
afgerandi áhrif á líf og líðan ein-
staklinga og grindarbotnsæf-
ingar.
Blautar brækur
HEILSA
Teitur
Guðmundsson
læknir
Þarna er um að
ræða eitt birtingar-
form þvagleka sem er
algengt hjá konum, sér-
staklega eftir barnsburð
eða í kjölfar tíðahvarfa með
tilheyrandi breytingum í
slímhúð.
Í ár fer í gang undirbún-
ingur fyrir Stóru upplestr-
arkeppnina í 18. sinn. Þetta
litla verkefni sem hófst í
Hafnarfirði á degi íslenskr-
ar tungu fyrir 18 árum er
orðið að stóru fyrirtæki í
dag sem þjálfar 12 ára börn
um allt land í því að standa
á sviði fyrir framan hóp
af fólki og flytja texta og
ljóð. Fyrir 9 og 12 ára börn
er það heilmikil áskorun
en Litla upplestrarkeppn-
in varð að veruleika fyrir
2 árum fyrir yngri hóp-
inn. Fyrir lýðræðislegt samfélag
er mikilvægt að börn komi út úr
skólakerfinu sem einstaklingar
sem treysta sér til að eiga samtal
og rökræður eða geta bara flutt litl-
ar tækifærisræður.
Við það hjálpaði Stóra upplestrar-
keppnin einmitt dóttur minni sem
tók þátt þegar hún var í 7. bekk í
Lækjarskóla í Hafnarfirði. Skóla-
stjórinn hennar fékk Gunnar Eyj-
ólfsson stórleikara til að aðstoða
börnin við undirbúninginn og gaf
það dóttur minni veganesti sem
mun endast henni alla ævina. Hún
vann upplestrarkeppnina það árið
og í kjölfarið hefur hún fengið tæki-
færi til að koma fram á margvísleg-
um vettvangi. Frá því hún byrjaði
í framhaldsskóla hefur hún verið í
ræðuliði skólans og síðastliðið vor
komst liðið í fyrsta skipti í sögu
skólans í úrslit Morfís. Það vega-
nesti sem hún fékk í 7. bekk lagði
m.a. grunn að því að litla stúlkan
mín stóð örugg á sviði Eldborgar-
salarins í Hörpu síðastliðið vor og
flutti mál sitt af öryggi.
Núna er hún orðin oddviti
nemendafélags Flensborg-
arskóla og verða allir vegir færir
eftir stúdentsprófið sem hún mun
ljúka næsta vor.
Yngri systir hennar tók þátt í
keppninni fyrr á þessu ári. Það var
henni töluvert meiri áskorun en
systur hennar að standa á sviði og
flytja mál sitt fyrir framan stóran
hóp af fólki. Gleðin var því þeim
mun meiri þegar flutningurinn
gekk vel og sjálfstraustið óx.
Börnin sem fá þjálfunina og
sjálfstraustið til þess að standa
upp og tjá sig verða um leið fyrir-
myndir annarra barna og gefa þeim
kjark til þess að þora sjálf. Marg-
feldisáhrifin eru ótvíræð.
Þetta er lítil saga um ávöxt Stóru
upplestrarkeppninnar sem mörg
börn og foreldrar þeirra eiga svo
margt að þakka. Um leið og ég
þakka því góða fólki sem gaf mér
og mínum börnum svo mikið lang-
ar mig að hvetja alla foreldra til að
aðstoða börn sín við undirbúning-
inn þegar að þátttöku kemur í lífi
þeirra barna.
Fræið blómstraði
og sáði mörgum
nýjum fræjum
MENNING
Sigurlaug Anna
Jóhannsdóttir
varabæjarfulltrúi í
Hafnarfi rði og full-
trúi í fræðsluráði
Hafnarfj arðar
➜ Skólastjórinn
hennar fékk Gunnar
Eyjólfsson stórleikara
til að aðstoða börnin
við undirbúninginn
og gaf það minni
dóttur veganesti sem
mun endast henni
alla ævina.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Þróun og horfur næstu ár
Fimmtudagur 28. nóvember kl. 8:00–10:00 á Hilton Nordica.
Fundur í tilefni útgáfu ársrits Hagfræðideildar Landsbankans
Dr. Daníel Svavarsson, forstöðu maður
Hag fræði deildar Lands bankans, kynnir grein-
ingu bank ans á þróun og horfum í hag kerfi nu
til næstu ára.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hag fræð ingur
á Hag fræði- og peninga stefnu sviði Seðla bank-
ans, allar um efna hags batann og nauð syn lega
aðlögun.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri
SA, rökræða efnahagsástandið og framtíðina á
vinnumarkaði.
Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi
Lands bankans, stýrir fundinum.
Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:00.
Atvinnuleysi og atvinnuþátttaka á 2. ársórðungi 2013, samkvæmt tölum frá OECD.
Evrusvæðið
Grikkland
Ísland
Írland
Noregur
Eistland
Danmörk
Frakkland
Þýskaland
Spánn
Svíþjóð
Bretland
Bandaríkin
Starfandi
Atvinnu-
lausir
Utan
vinnumarkaðar