Fréttablaðið - 26.11.2013, Síða 20

Fréttablaðið - 26.11.2013, Síða 20
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 20 Í gein í Fréttablaðinu þann 23. nóvember sl. tekur rit- stjóri blaðsins málefni íslenskrar kjúklingafram- leiðslu og innflutning á kjúklingakjöti til umfjöll- unar. Margt er þar ofsagt og sumt er ekki rétt með farið. Ólafur Stephensen byrj- ar grein sína á fullyrðingu um að íslenskir kjúklinga- framleiðendur hafi breytt afstöðu sinni til innflutn- ings á kjúklingakjöti. Hið rétta er að þeir hafa ekki haft neitt með það að gera. Um það var samið á sínum tíma að leyfður yrði innflutningur til landsins á ýmsu kjöti og þar á meðal kjúklingum, til að liðka fyrir að tollar á útflutt íslenskt lamba- kjöt yrðu felldir niður. Seinna í greininni setur Ólafur fram þessa fullyrðingu: „Samt gilda strangari reglur um innfluttan kjúkling en innlendan.“ Hafi Ólafur kynnt sér málið, veit hann að fullyrðingin er röng. Kröf- ur sem gerðar eru til heilbrigðis erlendra kjúklinga eru til þess að þeir komist nær því að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til inn- lendrar framleiðslu. Ólafur lýsir yfir mikilli ánægju með að gerðar séu ríkar kröfur um að íslenskir kjúklingar séu lausir við salmonellu. Það kemur skemmtilega á óvart, því greinin gengur að öðru leyti út á að sýna fram á hve nauðsynlegt það sé að heimilaður verði hömlulaus inn- flutningur á kjúklingakjöti, sem gera verður ráð fyrir að Ólafur viti vel að ekki eru gerðar kröfur um að uppfylli heilbrigðiskröfur í sama mæli og gert er hérlendis. Hvort hinar íslensku kröfur séu réttar og eðlilegar og hvort og hvernig þeim er framfylgt, er hins vegar mál sem hafa má ýmsar skoð- anir á. Heilnæm neysluvara Er til að mynda rétt að urða allt kjúklingakjöt sem salmonella hefur borist í? Ólafur bendir réttilega á að hægt sé að gera það að heilnæmri neysluvöru með þeirri einföldu aðferð m.a. að sjóða eða steikja kjötið. Íslend- ingar hafa valið þann kost að urða slíkt kjöt, líklega vegna þess að þeir telja sig öðrum þjóðum fremri í matvælaframleiðslu, en leitun er að þjóðum sem leyfa sér slíka sóun á verðmætum. Hitt er annað mál að seint verður lögð of mikil áhersla á að matvara á neytendamarkaði sé góð og heilbrigð, laus við óholl- ar örverur og lyfjaleifar. Íslenskir kjúklingabændur hafa náð að upp- fylla þær kröfur með árangri sem þeir geta verið stoltir af, svo sem nýlegar rannsóknir sýna. Ólafur veður elginn í greininni og lætur sem hann sé að fjalla um mál- efni sem hann viti allt um, en þegar að er gáð, kemur í ljós að umfjöllun hans gerir í raun ekki annað en upp- lýsa vanþekkingu, nema að skrifað sé gegn betri vitund. Satt að segja verður að telja það líklegra, því fram til þessa hefur Ólafur verið talinn vel upplýstur um það sem hann hefur valið sér að fjalla um. Með góðum óskum til ritstjórans sem valdi þann kost að fljúga í átt til sólar og ósk um að hann fari þar ekki of nærri, með kunnum afleið- ingum. Ritstjóri á fl ugi Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgríms- sonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýst- ingi vegna hvalveiða en það „lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn. Halldóri þykir henta að kveinka sér undan þessu „liði“ en lætur hjá líða að nefna allan þann fjölda samningafunda sem íslenskir ráðamenn áttu með bandarískum starfs- bræðrum sínum vegna hvalveiða í vísindaskyni árin 1986- 1989 og þá staðreynd að íslensk stjórnvöld – þ.m.t. hann sjálfur - gáfu iðulega eftir gagnvart kröf- um Bandaríkjanna og drógu úr veiðunum. Í sumum tilfellum var um algjöra uppgjöf að ræða. Fyrst hætti sjávarútvegsráðherr- ann Halldór Ásgrímsson við veið- ar á steypireyðum líkt og til stóð í upphaflegri áætlun um veiðar á hvölum í vísindaskyni árin 1986- 1989, því næst var kippt út veiðum á 80 hrefnum árlega og síðastar út af lista yfir öflun vísindalegra gagna voru sandreyðar. Árið 1989 voru því bara veiddar langreyðar og fjöldinn skorinn niður í 68 dýr í stað 80. Allt var þetta gert samkvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir. Alvarlegt mál Hvorki Greenpeace né önnur samtök stóðu að morðhótunum líkt og Hall- dór Ásgrímsson lætur að liggja í ummælum sínum. Forvitnilegt væri að sjá hvort íslensk stjórnvöld sáu nokkurn tíma ástæðu til að óska eftir rannsókn breskra, bandarískra eða þýskra lögregluyfirvalda á þeim hótunum sem Halldór vísar til líkt og gert var í samvinnu ríkislögreglustjóra við bresku lögregluna þegar Kára- hnjúkavirkjun var mótmælt á árun- um 2004-2007. Morðhótanir eru mjög alvarlegt mál en hvað Kára- hnjúkavirkjun varðar kom í ljós að meintar hótanir náttúruverndar- sinna áttu öðru fremur rætur sínar að rekja til bresks lögreglumanns sem gegndi nafninu Mark Kennedy og ku hafa hreiðrað um sig í búðum breskra mótmælenda. Í einhverj- um tilvikum ku hreiðurgerð Kenn- edys ekki hafa verið í samræmi við gæðastaðal bresku lögreglunnar. Ummæli Halldórs Ásgrímsson- ar eru ætluð til að beina sjónum manna frá þeirri staðreynd að sú hvalveiðistefna sem hann markaði á 9. áratug síðustu aldar, þjónkun hans við Kristján Loftsson, hefur engum árangri skilað heldur kostað íslenska skattborgara vel á annan milljarð króna. Starfsmenn utan- ríkisráðuneytisins hafa mátt eyða ómældum vinnustundum í að skýra út fyrir erlendum starfsbræðrum sínum hvers vegna sjávarútvegs- ráðherra og Kristján Loftsson telja svo brýnt að veiða hvali eða hvað þeir eigi við með nauðsyn þess að halda jafnvægi í lífríki sjávar með veiðum á X fjölda hvala. Allur sá málaflutningur skilaði takmörk- uðum árangri og niðurstaða arf- taka Halldórs í embætti, Þorsteins Pálssonar, var að eina leiðin til að tryggja vöxt og viðgang þorsk- stofnsins væri að draga verulega úr veiðum. Í ljós kom að ekki var við hvalinn að sakast. Halldór Ásgrímsson samdi sjálfur við Bandaríkin Rótin er félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda og eitt af baráttumálum félagsins er að efla meðferðarúrræði fyrir konur. Félagið stefnir að því að komið verði á fót sérhæfðri meðferð fyrir konur þar sem tekið verður heild- stætt á vanda þeirra m.a. hvað varð- ar úrvinnslu áfalla. Rótin telur mikilvægt að lagaum- hverfi og eftirlit með námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa sé skýrt og að lögbundin námskrá fyrir námið sé gerð við fyrsta tækifæri. Við eftir- grennslan hefur komið í ljós að pott- ur er brotinn hvað varðar umgjörð um menntun fyrir áfengis- og vímu- efnaráðgjafa. Engin námskrá er til og ekki er ljóst hvar ábyrgðin á náminu liggur, þ.e.a.s. hvort það heyrir undir menntamálaráðuneyt- ið eða heilbrigðisráðuneytið. Einnig er óljóst hvaða kröfur eru gerðar til kennara í faginu. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir þá ráðgjafa sem lokið hafa námi sem landlæknir metur gilt. Örðugt er að sjá hvernig landlækn- ir á að geta metið nám gilt sem ekki hefur formlegri ramma en virðist raunin um nám áfengis- og vímu- efnaráðgjafa. Samkvæmt svari landlæknis við fyrirspurn frá Rótinni hefur emb- ættið ekki gert tillögur um mennt- unina og hvernig henni skuli hagað, eins og mælt er fyrir um í reglu- gerð um námið, en að embættið telji nauðsynlegt að „endurskoða þær námskröfur sem gerðar eru til þessarar stéttar og taka þá mið af menntun sambærilegra stétta í nágrannalöndum okkar“. Jafn- framt kemur fram að sú vinna sé ekki farin af stað. Fjölþættur vandi Rótin hvetur þá sem koma að þess- um málaflokki til að sýna jafn- mikinn metnað á sviði lækninga fyrir áfengis- og vímuefnasjúk- linga og aðra sjúklinga í landinu. Áfengis- og vímuefnafíkn er flók- inn og margþættur vandi, eða eins og segir í klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins um grein- ingu og meðhöndlun áfengisvanda í heilsugæslu: „Áfengisfíkn er heil- kenni þar sem saman fara sálræn, líkamleg og atferlisleg einkenni.“ Hluti af þessum fjölþætta vanda er að gríðarlega hátt hlutfall kvenna sem kemur til meðferðar hefur orðið fyrir ofbeldi. Með hliðsjón af framansögðu teljum við nauðsyn- legt að heilbrigðisstarfsmenn sem starfa á meðferðarstofnunum fái menntun um ofbeldi í sínu grunn- námi og að gangskör sé gerð að því að menntun áfengis- og vímuefna- ráðgjafa verði bætt og færð inn í 21. öldina. Áfengis- og vímuefnavandi er ekki annars flokks sjúkdómur. Af þessu tilefni hefur Rótin sent ráðherrum mennta- og heilbrigðis- mála bréf og óskað eftir svörum við eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða skólastigi tilheyrir nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa, framhaldsskóla eða framhalds- fræðslu? Heyrir námið undir heil- brigðis- eða menntamálaráðuneyti eða er það á sameiginlegri ábyrgð ráðuneytanna? 2. Er endurskoðun á námi ráð- gjafa hafin? 3. Stendur til að fara að tilmælum úr áðurnefndri skýrslu velferðar- ráðherra um að fræðsla um ofbeldi verði hluti af námi ráðgjafa? 4. Hvaða kröfur eru gerðar til kennara áfengis- og vímuefnaráð- gjafa? 5. Stendur til að koma á fót námi í áfengis- og fíkniráðgjöf á háskóla- stigi? Annars fl okks sjúkdómur? Nú standa yfir öryggis- dagar Strætó bs. og VÍS. Öryggisdagarnir ná yfir sex vikur og eru haldnir til að vekja vagnstjóra til umhugsunar hvað mikil- vægt er að sýna öryggi í umferðinni. Það á ekki síst við um að aka mjúklega. Mikill kostnaður getur fylgt tjónum og slysum hvort sem er á eignum eða fólki, að ekki sé minnst á þá vanlíðan sem slys geta valdið þeim sem í þeim lenda. Kostnaður vegna slysa á fólki getur verið umtalsverður og nægir oft að vagn hemli snögglega af einhverjum orsökum og farþegi sem ekki er því viðbúinn getur slas- ast illa. Starf strætóbílstjóra er mjög krefjandi og er að mörgu að hyggja hvort sem það er utan vagns, það er að segja í umferðinni, eða inni í vagninum sjálfum. Lykil- atriði í því að fækka tjón- um er að aka mjúklega. Það dregur úr hættunni á því að slys verði á fólki, auk þess sem það gerir strætó- ferðina mun ánægjulegri. Tjónum á ökutækjum þar sem strætisvagn á í hlut hefur fækkað verulega síðustu árin. Sem dæmi má nefna að allt árið 2006 voru skráð um 360 slík tjón, sem er um eitt tjón á dag. Árið 2010 voru skráð 157 tjón, 2011 urðu þau 82 og í fyrra voru einungis skráð 72 tjón. Það að ná slysum úr 360 í 72 á örfá- um árum er algjör viðsnúningur og í raun hugarfarsbreyting sem við sem störfum hjá Strætó erum afar stolt af. Framangreindar tölur eru bæði hvort sem vagn er í rétti eða órétti. Af þessu má ráða að með því að vekja fólk til umhugsunar um kostnað tjóna og slysa og nauðsyn þess að aka með varúð og vera ætíð á „vaktinni“ gagnvart öðru sam- ferðafólki í umferðinni virkar, og að sjálfsögðu setjum við öryggið framar öllu hvort sem er á öryggis- dögum eða utan þeirra. Mjúklegur akstur er málið LANDBÚNAÐUR Ingimundur Bergmann formaður Félags kjúklingabænda HVALVEIÐAR Árni Finnsson vann fyrir Green- peace árin 1987- 1996 og fyrir Nátt- úruverndarsamtök Íslands frá 1997. ➜ Allt var þetta gert sam- kvæmt samningum við bandarísk stjórnvöld sem Halldór Ásgrímsson var ábyrgur fyrir. HEILBRIGÐISMÁL Guðrún Ebba Ólafsdóttir Gunnhildur Bragadóttir Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir í ráði Rótarinnar ➜ Samkvæmt svari Land- læknis við fyrirspurn frá Rótinni hefur embættið ekki gert tillögur um mennt- unina og hvernig henni skuli hagað, eins og mælt er fyrir um í reglugerð um námið ... ALMENNINGS- SAMGÖNGUR Steindór Steinþórsson deildarfulltrúi í akst- ursdeild Strætó bs. ➜ Starf strætóbílstjóra er mjög krefjandi og er að mörgu að hyggja hvort sem það er utan vagns, það er að segja í umferðinni, eða inni í vagninum sjálfum. Lykilat- riði í því að fækka tjónum er að aka mjúklega. ➜ Hitt er annað mál að seint verður lögð of mikil áhersla á að matvara á neytenda- markaði sé góð...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.