Fréttablaðið - 26.11.2013, Page 25

Fréttablaðið - 26.11.2013, Page 25
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 326. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR ● Aksturseiginleikar ● Vönduð innrétting ● Aftursætisrými ● Skottrými KEMUR Á ÓVART ● Mikið afl og tog dísilvélarinnar ● Frábær, vel stillt fjöðrun ● Skert höfuðrými í aftursæti Ein venjuleg brunavél fer að verða sjaldséð í bílum og rafmótorar leika æ stærra hlutverk í nýrri gerðum þeirra. Þó slá þeir fæstir við næstu gerð Honda NSX sem vopnaður verður einum þremur rafmótorum og að auki tveimur forþjöppum. Samt verður í bílnum 3,5 lítra V6 vél, svo eitthvað ætti hann að komast áfram. NSX-bíllinn verður  órhjóladrifi nn og ný gerð hans kemur árið 2015 eftir 10 ára framleiðsluhlé. Hann verður með tveggja kúplinga skiptingu, en  öldi gíra er ekki ljós þótt líklegt sé að hún verði 7 eða 8 þrepa. Nánari upplýsinga er að vænta af þessum bíl á blaðaman- nadögum Tókýó-bílasýningarinnar, sem nú er hafi n. Honda framleiddi NSX-bílinn frá 1990 til 2005 en hætti þá fram- leiðslu hans við litla hrifningu bílaáhugmanna þar sem hann hefur þótt afar skemmtilegur sportbíll. Nú getur fólk aftur farið að láta sig dreyma. Síðustu árgerðirnar af NSX voru skráðar fyrir 290 hestöflum þótt margir héldu því fram að bíllinn væri mun öflugri, en Honda vildi þó ekki gefa upp hærri tölu til að hlíta reglugerðum. Honda NSX með 3 rafmótora og 2 forþjöppur Honda NSX ætti að verða gríðarlega öflugur bíll. Innrétting Volkswagen CC er eins og við mátti búast, stílhrein, falleg og vel smíðuð. með handafli. Aftursætin eru líka þægileg en líða fyrir coupé-lag bílsins og því er ekkert sérlega rúmt um farþega þar, einkum hvað varðar höfuð- rými. Farangursrými bílsins er þokkalega stórt en vænta má stærra rýmis í svo stórum bíl sem CC er. Það kom dálítið á óvart að ekki var hiti í sætum, sem hefði komið sér vel á köldum dögum reynsluakstursins og miðstöðin er ekki hitastillt heldur með gamla laginu. Að öðru leyti er bíllinn vel búinn staðalbúnaði. Freistandi að velja fallegustu útfærsluna Flestir eigendur Volkswagen CC kaupa hann vegna sportlegs útlits og flottra lína sem leika um bílinn, en þeir verða heldur ekki sviknir af aksturseiginleikum né fallegi innréttingu bílsins. Mjög freistandi er að bæta R-line-útlitspakkanum við en með honum er kominn einstaklega sport- legur bíll sem sker sig úr fjöldanum. Erfitt er líka að standast það að taka hann með dýrustu og fallegustu innréttingunni sem sannarlega er þess virði, en þá er líka kominn bíll sem stendur jafn- fætis bílum lúxusmerkjanna en er samt talsvert ódýrari. Óhætt er að mæla með öflugri dísilvél- inni, ekki síst í ljósi þess að hún er sáralítið dýr- ari en sú aflminni, sem og bensínútfærsla hans. Skoda Octavia 1,9 dísil. Árgerð 2004-2010 Heildarverð, varahlutir og vinna: 77.348 kr. Tilboðsverð: 69.614 kr. Hyundai Santa Fe 2,2l dísil. Árgerð 2006-2010 Heildarverð, varahlutir og vinna: 86.843 kr. Tilboðsverð: 78.159 kr. Subaro Legacy 2,0 4 ásar. Árgerð 2006- Heildarverð, varahlutir og vinna: 98.020 kr. Tilboðsverð: 88.218 kr. Volkswagen Golf 1,6l. Árgerð 2004- Heildarverð, varahlutir og vinna: 77.715 kr. Tilboðsverð: 69.944 kr. Chevrolett Lacetti 1,8l. Árgerð 2006- Heildarverð, varahlutir og vinna: 63.620 kr. Tilboðsverð: 57.258 kr. Tímareimatilboð í nóvember og desember Er tímareimin komin á tíma? Verðdæmi um tímareimaskipti Vélaland: Bíldshöfða 8, Dalshrauni 5 og Jafnaseli 6 I sími 515 7170 I velaland@velaland.is Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Gerðu verðsamanburð - Pantaðu tíma Vara þessa tilboðs er eftirmarkaðsvara (non-OEM/ekki original) Jafnaseli 6, við hliðina á Krónunni og Sorpu. Við erum í Við erum á 3 stöðum! Dalshrauni 5, við hliðina á Actavis. Við erum í Bíldshöfða 8, rétt hjá Mazda og Citroën. Við erum á

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.