Fréttablaðið - 26.11.2013, Page 38
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30
„Okkur finnst þetta rosalega
svekkjandi, við vildum ná tölv-
unni inn fyrir jólin,“ segir Ágúst
Guðbjartsson, framkvæmdastjóri
Gamestöðvarinnar og Skífunnar,
um þá ákvörðun stjórnarmanna
Sony í Evrópu að nýja Playstation
4-tölvan komi til Íslands 29. janúar
næstkomandi.
„Ég hef mikla samúð með
Senu [umboðsaðila Playstation á
Íslandi], allir vilja ná jólatraffík-
inni. Við verðum að horfa á þetta
í stærra samhengi, Ísland er lítill
markaður og þessi ákvörðun er
byggð á stærð markaðssvæða,“
bætir Ágúst við. Vélarnar eru
komnar í sölu í Bandaríkjunum
og koma í verslanir víða í Evr-
ópu í vikunni. Hann segist búast
við því að einhverjir muni ná sér
í tölvur erlendis. „Það eru alltaf
einhverjir sem fá vélar, einhverjir
sem panta sér eða fara sjálfir út.“
Ágúst varar við því að kaupa vélar
frá Bandaríkjunum.
„Við höfum séð einhverja lenda
í vandræðum með vélar sem þeir
kaupa í Bandaríkjunum, ef fólk
ætlar á annað borð að kaupa sér
vélar erlendis er öruggara að gera
það í Evrópu, þó svo að við mælum
sterklega með því að fólk kaupi
þær á Íslandi þegar þær koma, það
er öruggast, sérstaklega vegna
ábyrgðar og fleira þess háttar,“
segir Ágúst. Hann segir ákvörðun
ráðamanna Sony þó ekki vera als-
læma fyrir Íslendinga. „Við höfum
heyrt af einhverjum bilunum í
fyrstu sendingum í Bandaríkjun-
um, eins og gengur og gerist. Öll
þessi vandamál ættu að vera á bak
og burt þegar vélarnar fara í sölu
á Íslandi,“ segir Ágúst. Hann býst
við því að sýningareintak komi í
Gamestöðina í Smáralind í desemb-
erbyrjun og að Playstation 4-leikir
verði til sölu fyrir jólin. - kak
Þetta er svekkjandi fyrir alla
Playstation 4 fer í sölu 29. janúar á Íslandi en er komin í búðir í Bandaríkjunum.
Ágúst Guðbjartsson hjá Gamestöðinni segir þetta vera svekkjandi.
SVEKKTUR Ágúst vildi ná Playstation 4 inn fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON
„Við ætlum að halda alveg geggj-
aða tónleika og lofum miklu
stuði,“ segir Magnús Tryggvason
Eliassen, trommuleikari hljóm-
sveitarinnar Tilbury.
Sveitin ætlar að halda tvenna
útgáfutónleika sem fara annars
vegar fram í Kaldalóni í Hörpu
28. nóvember og svo á Græna
hattinum á Akureyri 29. nóvem-
ber.
Snorri Helgason mun sjá um
upphitun á hvorum tveggja tón-
leikunum.
Á tónleikunum verður nýjasta
afurð sveitarinnar, Northern
Comfort, kynnt en einnig verða
eldri lög leikin í bland.
Hægt er kaupa miða á hvora
tveggja tónleikana á midi.is. - glp
Tilbury með
tvenna tónleika
TVENNIR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Hljóm-
sveitin Tilbury kemur fram á útgáfu-
tónleikum í Reykjavík og á Akureyri.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Jazzsöngkonan Guðlaug Dröfn
Ólafsdóttir heldur tónleika á veit-
ingahúsinu Kex Hosteli í kvöld.
Ásamt Guðlaugu munu þeir Þor-
grímur Jónsson bassaleikari,
Scott Mclemore trymbill og gítar-
leikarinn Peter Tinning koma
fram. „Við munum taka eitthvað
af efni sem var á plötunni minni
sem kom út árið 2008 í bland við
aðra jazzstandarda,“ segir Guð-
laug. Hún hvetur fólk til að mæta
á tónleikana.
„Þetta verður skemmtilegt.
Peter Tinning kemur frá Dan-
mörku gagngert til þess að spila á
þessum tónleikum.“ Tónleikarnir
hefjast klukkan 20.30 og standa
yfir í tvo klukkutíma. Aðgangur
er ókeypis. -kak
Jazz á Kex
SPENNT FYRIR KVÖLDINU Guðlaug
Dröfn Ólafsdóttir kemur fram á Kex
Hosteli í kvöld.