Fréttablaðið - 26.11.2013, Side 39
ÞRIÐJUDAGUR 26. nóvember 2013 | MENNING | 31
„Áhugasvið mitt er bækur um
glæpi, ofbeldi og kynlíf. Ég heyri
oft að ímynd mín sé hörð. Það virð-
ist ekkert vera að trufla Yrsu og
Arnald. Það heldur enginn að þau
séu hörð. Höfundar skrifa sögur og
fantasera út í loftið. Ég á eftir að
skrifa alls konar bækur og er ekki
fastur í neinu formi. Ég er með
bækur á teikniborðinu sem inni-
halda krúttlegheit og rómantík en
það hangir alltaf eitthvað meira á
spýtunni. Ég hef voðalegan áhuga
á dramatík og hinu vonda. Það er
svo heillandi,“ segir rithöfundur-
inn Stefán Máni sem gaf nýver-
ið út skáldsöguna Grimmd. Hann
segist samt sem áður vera róman-
tískur maður.
„Ég er klárlega rómantískur
maður. Þegar maður vinnur við
að fantasera hlýtur maður að vera
rómantískur. Ég lifi þó ekki mjög
rómantísku lífi.“
Stefán Máni gaf út unglingabók-
ina Úlfshjarta síðasta vor og er
hann búinn að selja kvikmynda-
réttinn að henni. Þá keypti Reykja-
vík Studios, með stórleikstjórann
Baltasar Kormák fremstan í flokki,
réttinn á bókinni Húsinu sem kom
út í fyrra.
„Baltasar keypti í raun réttinn á
löggunni Herði Jónssyni í Húsinu.
Hann kemur líka fyrir í Grimmd en
Baltasar á réttinn á öllum bókum
með Herði Grímssyni. Sigurjón
Kjartansson er væntanlega byrjað-
ur að skrifa handritið og eru hann
og framleiðandinn Magnús Viðar
með stórt plan í kringum þetta.
Vilja gera þríleik í það minnsta. Ég
ræð engu en ég fæ alltaf að fylgj-
ast með. Þetta eru mjög spennandi
bíópælingar.“ - lkg
Enginn heldur að Arnaldur og Yrsa séu hörð
Rithöfundurinn Stefán Máni skrifar mikið um ofb eldi og kynlíf. Hann segist þó vera rómantískur maður.
GRJÓTHARÐUR– EÐA HVAÐ?
Áhugasvið Stefáns Mána er dökkt og
drungalegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Útlit vefsíðunnar vinsælu
Flickmylife mun taka breyting-
um í dag. Auk útlitsbreytinga
verður síðunni breytt þannig að
hún virki betur í snjallsímum og
spjaldtölvum. Þetta er gert til að
koma til móts við mikla umferð
á síðunni en að meðaltali heim-
sækja áttatíu þúsund notendur
síðuna á mánuði.
Leitarvélin á síðunni verður
einnig uppfærð. Síðan geymir
hátt í níu þúsund myndir og verð-
ur notendum gert auðveldara að
leita í þessu viðamikla safni. -kak
Útlit vefj arins
Flickmylife
breytist
VINSÆL SÍÐA Áttatíu þúsund notendur
heimsækja síðuna að meðaltali á
mánuði.
Árlega tónlistarhátíðin Bergmál
verður haldin á Dalvík í fjórða
sinn 6. og 7. desember. Hátíðin
hefur hingað til verið haldin að
sumarlagi en í ár verður hátíðar-
bragur yfir Dalvík þegar Berg-
mál fer fram. Ragnheiður Grön-
dal og Hallveig Rúnarsdóttir
sópran verða sérstakir gestir.
Hátíðin fer fram í Bergi, sem er
menningarhús Dalvíkinga. - kak
Jólabergmál
Á LEIÐ TIL DALVÍKUR Ragnheiður
Gröndal mun koma fram á tónlistar-
hátíðinni Bergmáli sem fer fram 6. og 7.
desember.
„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég
syng inn á eigin plötu sem aðal-
söngvari og gæti alveg hugsað
mér að syngja meira,“ segir tón-
listarmaðurinn Rúnar Þórisson
sem sendi nýverið frá sér plötuna
Sérhver vá. Rúnar er líklega best
þekktur sem gítarleikari hljóm-
sveitarinnar Grafíkur.
Hann byrjaði að vinna plötuna
árið 2011 og voru öll lögin samin
það ár. Hann vann efnið svo með
tengdasyni sínum, Arnari Þóri
Gíslasyni trommuleikara.
„Við fórum svo í Sundlaugina
ásamt Guðna Finnssyni bassa-
leikara og tókum plötuna upp
þar,“ útskýrir Rúnar.
Platan er þriðja sólóplata Rún-
ars en áður hafa komið út disk-
arnir Ósögð orð og ekkert meir
árið 2005 og Fall árið 2010.
Lög og textar, upptökustjórn,
útsetningar og flutningur eru í
höndum Rúnars auk þess sem
hann nýtur liðsinnis dætra sinna,
söngkvennanna Láru og Mar-
grétar.
Rúnar stefnir á að halda
útgáfutónleika í byrjun næsta
árs. - glp
Aðalsöngvari
í fyrsta sinn
SYNGUR OG SPILAR Rúnar Þórisson
tónlistarmaður sendi á dögunum frá sér
plötuna Sérhver vá.