Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2013, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 26.11.2013, Qupperneq 46
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 38 Sódavatn. Þar sem mér hefur alltaf fundist venjulegt vatn mesti óþverri hefur það alveg bjargað lífi mínu að einhverjum snillingi datt í hug að bæta út í það kolsýru til að gera það drykkjarhæft. Á 7 mánaða ferðalagi um Afríku var þó ekki hlaupið að því að fá bólur í vatnið svo samfundirnir við Sodastream- tækið urðu þeim mun gleðilegri. Anna Bergljót Thorarensen, guðmóðir leik- hópsins Lottu. DRYKKURINN „Þetta var eins og að spila fót- bolta með Maradona,“ segir tón- listar- og dagskrárgerðarmaður- inn Magnús Einarsson sem lék með einum þekktasta trommu- leikara í heimi á skemmtistaðn- um Obladí á sunnudagskvöldið. Trommuleikarinn heitir Steve Ferrone og hefur unnið með mörgum af þekktustu og ástsæl- ustu tónlistarmönnum sögunn- ar, líkt og Eric Clapton, Michael Jackson, Tom Petty & the Heart- breakers og Duran Duran, ásamt mörgum fleirum. „Hann er staddur hér á landi með hljómsveitinni The Straits sem komu fram í Hörpu í gær- kvöldi. Við þekkjumst frá því ég bjó í Los Angeles og við erum góðir félagar,“ segir trommu- leikarinn Karl Pétur Smith. Þeir félagar fóru saman á skemmti- staðinn Obladí þar sem Ferrone tók í settið með hljómsveit húss- ins. Ferrone lék nokkur lög með hljómsveitinni. „Við spiluðum ýmislegt, blús, lög eftir Rolling Stones og Bítlana svo fátt eitt sé nefnt. Það var svakalega gaman að spila með honum, þvílíkur spilari,“ segir Magnús. Ferrone hefur komið fram á mörgum mjög þekktum tón- leikum og ber þá helst að nefna órafmagnaða tónleika Eric Claptons þar sem lagið Tears in Heaven og Layla komu út í einstökum útgáfum. Að lokum segist Karl Pétur hafa dregið Ferrone á Hressó og hvatt hann til að bragða á íslenskri kjötsúpu. „Hann elskaði íslensku kjötsúpuna.“ - glp Eins og að spila fótbolta með Maradona Trommuleikarinn Steve Ferrone kom óvænt fram á Obladí. Hann hefur unnið með Eric Clapton og Duran Duran. GAMAN SAMAN Steve Ferrone, Magnús Einarsson, Björgvin Gíslason og Pétur Sigurðsson leika hér saman. „Þetta er fyrsti sjónvarpsþátturinn sem ég tek þátt í, á eftir Íslandi í dag,“ segir sjónvarpskonan Sig- ríður Elva Vilhjálmsdóttir en þáttur hennar, Á fullu gazi, er frumsýndur í kvöld á Stöð 2. Finnur Thorla- cius hefur umsjón með þættinum, ásamt Sigríði Elvu. Í þáttunum fengu Sigríður Elva og Finnur meðal annars að keyra flotta bíla líkt og Porsche Cayenne, Range Rover Evoque og Tesla-rafmagnsbíl. „Það er erfitt að fara af svona bíl eins og Range Rover og yfir á litla Toyota Aygo-bílinn minn.“ Farið er yfir víðan völl í þáttunum og tekið á ýmsu sem tengist bílum og tækni. „Við förum í keppni um að búa til besta útilegubílinn, fengum bílhræ frá Vöku og fengum tvo sólarhringa til að gera það að sem bestum útilegubíl,“ útskýrir Sigríður Elva. Auk þess að búa til útilegubíl fer fram rallíkeppni, þar sem fræga fólkið keppir. „Það var mjög skemmti- legt en fólk blótar ómeðvitað svolítið mikið þegar það keyrir rallíbrautina,“ bætir Sigríður Elva við. Á meðal þátttakenda í rallíkeppninni eru Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta, Fjölnir Geir Bragason húðflúrari, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Saga Garðarsdóttir leikkona og margir fleiri. „Svo heimsækjum við líka fólk sem á áhugaverða bíla, prufukeyrum þá og skoðum þá hátt og lágt.“ Lítið var um óhöpp við gerð þáttanna. „Þetta fór allt saman vel fram. Það var þó einhver smáspreng- ing sem heppnaðist svo vel að löggan kom á staðinn en engin slys urðu á fólki.“ Sigríður Elva er nýbökuð móðir en hún eignaðist dóttur í lok apríl með unnusta sínum, Teiti Þorkels- syni. „Ég ætlaði nú aldrei að eignast börn en það hefur svo sannarlega breyst, ég elska móðurhlut- verkið, það er best í heimi,“ segir Sigríður Elva. Litla telpan fékk að vera á setti ansi mikið en Sig- ríður Elva var með hana á brjósti við tökur. „Ætli það hafi ekki verið mesta vesenið að hafa krakka á kantinum. Ég þurfti að gefa henni að drekka á milli skota og svo skiptust Kalli pródúser og Finn- ur á að passa hana. Hún á pottþétt eftir að verða tækja stelpa því hún brosti ávallt mikið þegar hún sá torfærubílana og öll tryllitækin,“ bætir Sigríð- ur Elva við létt í lundu. Sjálf segist hún töluverðan áhuga á bílum en sé þó ekki bílanörd. „Ég hef gaman af öllu sem fer hratt og er vélknúið en finnst samt Formúla 1 vera rosalega leiðinlegt sjónvarpsefni.“ Þegar tökum lýkur á þáttunum hyggst Sigríður Elva fara í ferðlag með fjölskyldu sinni. „Mig langar að komast í sól því ég eyddi fæðingarorlofinu mínu í versta sumri Íslandssögunnar,“ segir Sigríður Elva. - gunnarleo@frettabladid.is Gaf brjóst á milli skota Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir stýrir nýjum þætti á Stöð 2 og elskar móðurhlutverkið. MÆÐGUR Í KAGGANUM Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona ásamt dóttur sinni í Toyota Aygo-bifreið sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BARN Á BRJÓSTI Sigríður Elva var með dóttur sína á brjósti við tökur á þáttunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í TORFÆRUBÍLNUM Mæðgurnar láta fara vel um sig í torfærubílnum. BARNAPÍURNAR Bogi Reynisson hljóðmaður, Karl Ágúst Guðmundsson, leikstjóri og framleiðandi, og Kristinn Þeyr Magnússon myndatökumaður annast hér litlu telpuna á meðan mamman vinnur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.